Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 17
á undan Velázquez. Landslag, tekið beint úr náttúrunni, þar sem mynd Toledo ber hæst, sést í bakgrunni nokkurra málverka og einkum mynda af krossfestingunni. Þessi tilhneig- ing til þess að „mynda" Toledo er ekki óeðlileg með tilliti til þess að í borginni þreifst þá (fjörugt og) fjölbreytilegt mannlíf og þar var haldið uppi öflugu menningarlífi. í Toledo skrifaði t.d. heilög Ter- esa de Jesús hluta af „Moradas" sínum. þar er sögusvið sumra þátta ýkjusagna á borð við Lazar- illo og Guzmán de Alfarache. Cervantes lét okkur einnig eftir skemmtilegar lýsingar á siðum og venjurn þessara tíma í „Novelas ejemplares'", í „Galatea" og í rit- verkinu góða um riddarann sjón- umhrygga, don Quijote. Þessar skírskotanir til bók- menntanna varpa ljósi á stöðu borgarinnar og mikilvægi í lok sextándu aldar og byrjun hinnar sautjándu og sýna hvaða marki el Greco endurspeglaði í málverk- um sínum í fyrsta sinni þá nrenn- ingarlegu grósku og það heimsborgarandrúmsloft sem í Toledo ríkti þá. Eftir el Greco liggja 300 mynd- ir. í mars 1614 fól hann syni sín- um, Jorge Manuel Theotocopuli, að gera erfðaskrá sína, þar sem „ég er sjálfur vegna alvarlegs sjúkleika ófær um að semja, segja fyrir unt eða staðfesta erfðaskrá mína'", eins og þar segir. Vinur el Grecos, skáldið Hort- ensio Paravicino, sem áður gat, minnist andláts hans í ljóði og segir þar m.a. (í lauslegri þýð- ingu): „Líf og lilaskúfa/lédi honum Krítl Toledo í faðm sér tók hannt tryggði í dauða eilíft líf'. Sonja Diego þýddi „Tilbeiðslan", í einkaeign. sem þá var verið að reisa. Haft var eftir föður Sigúenza, sem skráði sögu hallarsmíðarinnar, að konungi hefði ekki fallið myndin og þar með ekkert orðið af því að el Greco hlyti útnefn- ingu sem hirðmálari. Þessi ör- lagagrikkur varð því til þess að málarinn var um kyrrt í Toledo og gat unnið þar frjáls og óháður að listsköpun sinni, ólíkt því sem verið hefði ef hann hefði orðið hirðmálari, sem gert hefði verið að skreyta hallarveggi með freskómyndum. Árið 1583 málar el Greco þá mynd, sem frægust hefur orðið allra verka hans, „Greifinn af Orgaz borinn til grafar"". í þessu verki setur hann í fyrsta skipti inn á myndverk af trúarlegum toga fólk af holdi og blóði, hóp tóled- anskra fyrirmanna, sem að öllum líkindum voru vinir og kunning- jar sjálfs hans. Mikilvægis þessa mannlega þáttar, innan hefð- bundinna efnistaka að öðru leyti, sér einnig stað í öðrum verkum eins og t.d. „Óþekktui maður"' og myndinni af don Rodrigo de la Fuente í Prado-safninu og stað- festir snilldartök hans á manna- myndum. Segja má að el Greco hafi verið fyrsti meiriháttar landslagsmálar- inn í sögu spænskrar málaralistar fLÁUsTl LOKSINS FÉKKST GJALDSVÆÐI OKKAR OTFÆRT Allir í rétta röð. Nýtt og fullkomið tölvustýrt símaborð tryggir snögga sím- svörun og afgreiðslu eftir réttri röð. Þegar þú hringir í Hreyfil og heyrir lagstúf, veistu að þú hefur náð sambandi við skiptiborðið og færð afgreiðslu von bráðar. Hafnarfjörður, Garðabær og Mosfelissveit. Höfum opnað nýjar biðstöðvar við Ásgarð í Garðabæ, Esso-stöðina við Fteykjavíkurveg í Hafnarfirði og við Þverholt í Mosfellssveit. Þetta tryggir enn betri þjónustu. Höfuðborgarsvæðið er nú eitt gjaldsvæði. Nú getur Hreyfill ekið þér frá Laxnesi að Bessastöðum eða frá Austurvelli í Straumsvík á innanbæjartaxta Reykjavíkur UREVFILi. 68 55 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.