Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 20
AFMÆU Fyrstu brjóstabúrin líktust tveimur tesíum meö slaufum. hafa einhvern stuðning fyrir brjóstin. „Brjóstin eruekki vöðv- ar og verða ekki stinnari við að dingla laus,“ sögðu læknar og brjóstahaldarinn var tekinn fram að nýju. Og brjóstahaldarafram- leiðendur fögnuðu. í dag eru framleiddar þúsundir gerða af brjóstahöldurum, þunn- ir og þykkir, svartir og rauðir, úr næloni, silki, bómull eða blúndu og í öllum stærðum. Og brjósta- haldarinn heldur upp á aldaraf- mælið með reisn og viðurkenn- ingu. (byggt að nokkru á Ny Tid - ÞS) Aldarafmœll brjóstahaldarans Árið 1886 telst fæðingarár lítils fataplaggs, sem er í senn yfir- lætislaust og dularfullt. Þetta um- fangslitla fataplagg hefur lifað margt á langri ævi, verið elskað og hatað, brennt eöa því fleygt, en ætíö hefur það komið aftur fram í dagsljósið. Það hefuroröið tilefni langraog heitra umræðna um stöðu konunnar, kúgun henn- ar og áþján, karlmenn hafa bölv- að því, slitið og rifið í hita leiksins en konur jafnan hirt það upp af gólfinu þegardagar. Fataplaggið nefnist brjóstahald- ari. Brjóstabúr Það var á tímum Viktoríu drottningar að strangtrúaðir karl- fuglar fundu upp á því að troða höfuðprýði konunnar í búr. Tvær körfur, fléttaðar úr hrosshári, harðar og stífar, voru kræktar saman utan um brjóstin og bund- nar saman og skreyttar með bleikri slaufu. I þessari ruddalegu innréttingu voru stálþræðir til að halda verkinu á sínum stað og neðanvið tók lífstykkið við, til að halda kvenfuglinum og því sem honum tilheyrir í skefjum. Skömmu síðar fengu tveir þýskir herramenn sér ríflegt bankalán til að reyna að hefja framleiðslu á endurbættri útgáfu af brjóstabúrunum, sem líka voru kölluð tesíur með slaufu, eða bara brjóstakörfur. Þeirstofnuðu fyrir tækið Triumph. Þeir reyndust hafa heppnina með sér, hugmyndin var gull- tryggð og fyrirtækið blómstrar enn þann dag í dag. Ennþá var þó langt í að brjóstahaldarinn gæti talist til þæginda fyrir konur, því sumaar útgáfurnar frá því um aldamótin voru hannaðar utan um hörð fiskibein og vógu allt að hálft kíló. Hnýttir vasaklútar I hinni ungu Ameríku var mikið að gerast uppúr alda- mótunum og margt af hugmynd- aríku fólki sem vildi verða ríkt. Það var bandarísk kona, sem átti hugmyndina að endurbættum og þægilegum brjóstahaldara. Hún hér Mary Jacobs og seldi hún uppfinningu sína lífstykkjafyrir- tækinu Warner. Hennar brjósta- haldari var einfaldlega tveir silki- vasaklútar, hnýttir utanum brjóstin, skreyttir og bundnir með mjóum böndum. Það tók nokkurn tíma fyrir Bandaríkja- menn að sætta sig við þessa nýju útgáfu af brjóstabúrunum, - löngu síðar varð þessi útgáfa þó fyrírmyndin að því sem koma skyldi. „Barist á spjótsoddum" Stoppaðir, hringskornir, svampfylltir og hálfskornir hétu brjóstahaldar seinnistríðsáranna. Þeir sem muna þessa tíma muna eftir hringskornu spjótunum, sem konur í Reykjavík klæddust á böllunum. „Barist á spjótsodd- um“ kölluðu ungu herramennirn- ir í Reykjavík rælana sem dans- aðir voru í Gúttó, því það var þrautin þyngri að dansa við svo „harðbrjósta“ dömur. En með tímanum fækkaði harðbrjósta dömum og í staðinn komu ungar og frískar rauðsokk- ur, sem brenndu brjóstahaldar- ana og töldu það undirstöðu jafnréttis að ganga brjóstahald- aralaus. Karlmenn gripu andann á lofti og tímar frjálslyndis gengu í garð. Síðar sögðu endur- skoðunarsinnar að það hefði sannarlega verið merki þess hversu kúgaðar konur í raun og veru hefðu verið, að brjóstahald- araleysið skyldi verða tákn um frelsi, því fyrir langflestar konur væri bæði þægilegra og hollara að NOfAVU HOFUVIÐ! HVAÐ ER BETRA EN KÓKÓMJÓLK í NESTI HANDA KRÖKKUNUM? Hún er ekki bara góð á bragðið, hún inniheldur einnig ríkulegan skammt af nauðsynlegum næringarefnum. Úr kókómjólkinni fá krakkarnír m.a. A- og B—vítamín, prótein, kalk og járn. Ekki veitír af til styrktar vexti og vilja og viðhalds fullu fjörí. NOTAÐU HÖFUÐIÐ OG KAUFTU HOLLA KÓKÓMJÓLK í KASSAVÍS ÁLÆQRA VERÐI ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.