Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 8
Afdanska rit- höfundinum Svend Áke Madsen sem lesúrverkum sínumíNor- rœnahúsinud sunnudag Svend Áge við upphaf höfundskapar síns á sjöunda áratugnum ... ... og hór sæll og glaður áratug síðar. Að forðast einkunnarorð Eitt sinn er Svend Áge Madsen var að því spurður hver væru ein- kunnarorðin í lífi hans, svaraði hann: „að forðast einkunnar- orð“. Og rithöfundarferill sem spannar tug bóka, allt frá skáld- sögum og smásagnasöfnum til leikrita og útvarpsleikja verður ekki svo auðveldlega hnepptur í einkunnarorðl Boðskapur hans krefst olbogarýmis, viðfangsefni hans er Manneskjan. Svend Áge Madsen er módern- isti. Hann hóf feril sinn sem mód- ernisti í byrjun sjötta áratugarins og er módernisti ennþá í sínum nýjustu verkum. En modernismi fyrri verka hans gat verið erfiður viðfangs, þau voru bæði djúphug- ul og hugvitsöm, en í síðari verk- um hefur hann víkkað svið sitt og gerst opnari. Vinsældir hans og lesendahópur hefur vaxið í sam- ræmi við það. Svend Áge Madsen lagði stund á stærðfræði og tölvunarfræði áður en hann gerðist rithöfundur 22 ára að aldri. Þessa bakgrunns gætir í hrifningu hans á kerfum og snjöllum hugdettum, þótt menn megi ekki halda að það krefjist háskólaprófs í tölvunarfræðum að njóta verka hans. „Se dagens lys“ frá því 1980 er vísindaskáld- saga, þar sem Svend Áge Madsen kannar hvað gerist, ef öllum draumsýnum sjötta áratugarins um frjálst samfélag yrði hrint í framkvæmd. I þessu fram- tíðarsamfélagi hefjast allir dagar með nýjum maka, nýju starfi, ný- jum verkefnum, nýjum eða bara engum börnum. Ef íbúðin er í minna lagi, fær maður stærri íbúð á morgun. Öllu er stjórnað af tölvunni „Madam Datam“, sem á hverju kvöldi tekur á móti uppá- stungum frá fólki, áður en það tekur inn svefnpilluna sína og fyrir tilstilli risavaxins flutningak- erfis flyst til næsta dags. Endurnýjunarþjóðfélagið - eins Keld Jorgensen skrifar og það er kallað - virðist vera hin sannkallaða paradís: enginn get- ur verið óánægður, allir eru jafn- ir. RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS AUGLÝSIR Styrki til rannsókna og tilrauna árið 1986 Umsóknarfrestur er til 15. mars næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur: • Um styrk geta sótt einstaklingar, stofnanir eða fyrirtæki. • Styrkfé á árinu 1986 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álitlegum tæknisvið- um. Sérstök áhersla skal lögð á - fiskeldi - upplýsinga- og tölvutækni - líf- og lífefnatækni - nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu - undirstöðugreinar matvælatækni - framleiðni- og gæðaaukandi tækni • Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal byggt á - líklegri gagnsemi verkefnis - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróun atvinnugreina - möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi - hæfni rannsóknamanna/umsækjenda - líkindum á árangri • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um, að - samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur í framkvæmd verksins - fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í atvinnulífi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem miða að langframa uppbyggingu á færni á tilteknum sviðum. Höfuðverkur Og þó, aðalpersóna bókarinn- ar - Elef - er einn af hinum óá- nægðu. Hvernig á hann að henda reiður á dögum sínum og lífi þeg- ar það er bannað að endurtaka og rifja upp? Og hvaðan kemur mönnum kraftur til að takast á við verkefnin úr því að dagarnir eru alveg útreiknanlegir og lausir við átök? Hvernig gátu Adam og Eva látið tímann líða í Paradís? Elef byrjar að halda dagbók til að tengja tímann við sig og ná taki á lífinu. Hann verður ástfanginn af Mayu, sem einnig er í hópi hinna óánægðu, og hann þrengir sér inn í innsta hring Madam Datam til að trufla grundvallarlögmál breytingakerfisins sem lýtur að því að maður megi aldrei hljóta sama maka tvisvar og hannar for- rit með sér og Maju. Saman flýja þau og líf þeirra tekur nýja stefnu. Nú hafa þau eitthvað að berjast fyrir - og gegn. Þessa bók Svend Áge Madsen ber ekki að skilja á þá lund að ekki sé ástæða til að leita eftir jafnari skiptingu og samræmdara lífi. Aftur á móti vill hann leiða í ljós hversu óraunhæft það er að ætla að losa sig við valdið, og leitast við að láta okkur horfast í augu við það líf sem við lifum núna. Kraftaverk og katastrófur verða alltaf partur af heimsmynd- inni. Skáldsagan „Af sporet er du kommet" kom út árið 1984 og er sú af bókum Svend Áge Madsen sem mesta hylli hefur hlotið til þessa. Hún fjallar um trygginga- fræðing sem þjáist af viðvarandi höfuðverk, þar til hann dag nokkurn kemst að raun um að höfuðverkurinn hverfur ef hann leggur sig í lífshættu. í því skyni hættir hann sér út á glæpa- brautina og líður strax betur. í félagi með öðrum skrítnum kar- akterum hannar hann uppdikt- aða ímynd með því að raða sam- an tilskildum upplýsingum um nafn, stöðu, heimilisfang, nafn- númer, aldur o.s.frv. Dag nokkurn setur maður sig í samband við aðalpersónuna, sá hefur selt ímynd sína erlendu stórveldi sem ætlar að hagnýta sér hana við njósnir. Til hægðar- auka kynnir hann sig undir nafn- inu „Seven Áge Madnes“, en kysi gjarnan að koma fram í dagsljós- ið aftur með því að nota nýju í- myndina sem hópurinn var að enda við að búa til. Það kemur til einvígis en endalokin verða ekki látin uppi hér. Tiltölulega Þegar módernisminn var upp á sitt besta var í tísku að segja að „allt væri afstætt". Svend Áge Madsen hnykkti hér á með því að segja: „allt er tíltölulega afstætt“. f verkum sínum leitar hann hvar- vetna eftir svari við spurningum eins og: hvað er Manneskjan? og hvað er Sannleikur? hvað merkir Lífið? Spurningar sem svör finn- ast ekki við, en auðveldlega má skálda sögur út frá. Helsta verk Svend Áge Mad- sen er 800 blaðsíðna „Árhúsar- saga“ með erfiðum titli „Tugt og utugt i mellemtiden". Hún kom út árið 1976, en í „Se dagens lys“ frá 1980 kemur í ljós að „Tugt og utugt i mellemtiden“ er einmitt skáldsagan sem Elef og Maya taka sér fyrir hendur að skrifa til að ná tökum á fortíðinni. í mjög stuttu máli fjallar „Tugt og utugt í mellemtiden“ um Ludvig Alster, sem er dæmur saklaus fyrir morð. Hann brýst út úr fangelsinu í Horsens í því skyni að hafa upp á réttum sökudólgi og draga hann fyrir dóm. En í miðjum þessum hefndarráðstöfunum finnur hann til svo mikillar samlíðunar með mönnunum, að verknaðurinn tekur allt aðra og óvænta stefnu. Bókin er 800 blaðsíður og í henni er að finna álíka margar persónur og atburðaflækjur og í Arhúsum sjálfum. Svend Áge Madsen komst eitt sinn svo að orði í blaðagrein: „Lestu yfir eftirfarandi línur: „Napur næðingurinn hrifsaði í frakkalöfin og virtist halda mann- inum kyrrum. Ótrauður braust hann á móti vindinum en einmitt þegar hann var kominn að innganginum og ætlaði að knýja dyra, náði sársaukinn og þreytan yfirhöndinni og hann féll mátt- vana að foldu. Þá gerðist hið undarlega, dyrnar opnuðust, innanfrá. Augnaráð hans fikraði sig upp eftir verunni sem stóð í dyragættinni uns það nam staðar við uppljómað, brosandi and- lit...“ Áfsakið að ég skuli hætta svona í miðj u kafi, en við verðum að halda okkur við efnið. Ef þú hefur fundið næðinginn fara um þig og síðan fundið til notalegrar hlýju, þá er ekki um það að vill- ast, þú ert lesandi". Af myndunum tveimur sem fylgja þessum greinarstúf, má greina þróun þá sem Svend Áge Madsen hefur farið í gegnum frá því hann hóf feril sinn og þar til um miðjan sjöunda áratuginn: frá hinum innhverfa unga manni með bindishnútinn tryggilega reyrðan upp í háls og tortryggið augnaráð yfir í hinn blíða frjáls- lega Madsen. Á sunnudaginn gefst ykkur tækifæri til að dæma um Madsen eins og hann er í dag. 8 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 2. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.