Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 19
Þrœðir sem slitna Ógnvekjandi lýsing á afleiðingum kjarnorkustríðs Atriði úr Threads. Sjúkrahúsin eru engan veginn í stakk búin til að annast þann mikla fjölda sem leitar til þeirra eftir að lemstrað fólkið hættir sér út úr birgjum sínum. Á mánudagskvöldið mun sjónvarpið flytja áhorfendum dómsdagsviðvörun um afleiðingar kjarnorkuárásar á Bretland. Kvikmynd þessi nefnist Threads (Þræðir) og eru höfundar þeir Barry Hines, sem samdi handrit og Mick Jackson, sem leikstýrði. Threads er óvenju áhrifamikil lýsing á því hvað gerist þegar 200 megatonnum af kjarnorkusprengjumervarpaðá Bretland. Sprengiaflið er 10.000 sinnum meira en sprengjurnar sem varpað var á Hirosima í lok seinni heimsstyrjaldar. Þó einhver þíða virðist hafa átt sér stað í samskiptum stórveld- anna að undanförnu, er þó langt í það að þau komist að samkomu- lagi um að afvopnast öllum kjarn- avopnum sínum. Og á meðan slík vopn eru til er hættan á því að til þeirra verði gripið, fyrir hendi. Það er því öllum hollt að setjast fyrir framan skjáinn á mánudag- inn og kynnast því hvaða örlög kunna að bíða mannsins fái stríðsæsingamennirnir að halda áfram helreið sinni, það jafnvel þó áhorfendum kunni að þykja sú iífsreynsla sem þeir verða fyrir í hægindinu í stofuhorninu heima sársaukafull og ógnvekjandi. Hliðstœður Threads hefur gjarnan verið borin saman við bandarísku kvik- myndina Day after og eru flestir sammála um að breska kjarnork- uviðvörunin gefi mun raunsann- ari mynd af afleiðingum ef til átaka kæmi milli stórveldanna, en sú bandaríska. Ýmislegt er þó sammerkt með þessum tveim kvikmyndum. Báðar ganga þær út frá því að átökin hefjist í Mið-Austurlönd- um. í Threads hefjast átökin með Í'Vi að Sovétmenn ráðast inn í ran. Slíkt á lítt upp á pallborðið í Washington og er ákveðið að láta hart mæta hörðu og verður það til þess að átökin færast til Vestur- Evrópu. Fyrst til V-Þýskalands og þaðan til Bretlands. Ekki er þess getið hvort ísland sé einnig skotmark, en telja verður slíkt líklegt þar sem sprengjunum er varpað á bandarískar herstöðvar í Bretlandi. Þó viss þíða sé í samskiptum stórveldanna má ekki mikið bera út af til að allt hlaupi í baklás og ástandð í mið-Austurlöndum er síður en svo friðvænlegt um þess- ar mundir. Um þessar mundir er bandaríski flotinn t.d. vígbúinn fyrir ströndu Líbýu og til alls lík- legur. Sögusvið kvikmyndarinnar er Sheffield, Jíriðja stærsta borg Bretlands. 113 mílna fjarlægð frá borginni er bandarísk herstöð og verður sú herstöð fyrir árás. Verður þetta óneitanlega til þess að hugurinn leitar til þeirrar staðreyndar að rúmlega helming- ur íslensku þjóðarinnar býr í ná- grenni segulstöðvarinnar á Mið- nesheiði. Fjölskyldusaga Til að færa frásögnina nær áhorfandanum er inn í hana ofin saga tveggja fjölskyldna, milli- stéttarfjölskyldu og verkamann- afjölskyldu. Þræðir ástarinnar tengja þessar tvær fjölskyldur, því unglingarnir fella hugi saman. Barn kemur undir og unga parið ákveður að láta pússa sig saman ög stofna heimili. Þá fellur sprengjan og piltur ferst en áhorf- endur fá að fylgjast með afdrifum stúlkunnar og seinna dóttur hennar, sem fæðist skömmu fyrir jól á fyrsta ári eftir að sprengjan féll. Sagan hefst mánuði fyrir hörm- ungarnar og henni lýkur 13 árum seinna. Inn í sjálfa frásögnina er svo skotið ýmsum upplýsingum og eru þær annaðhvort tölvu- prentaðar á skjáinn eða fluttar af þuli. Vísindaleg nákvœmni Við gerð Threads var gætt mjög mikillar nákvæmni í gagna- söfnun. Var leitað til þekktra vís- indamanna í því skyni og á það jafnt við læknisfræðilegar afleið- ingar kjarnorkusprengjunnar, sem og vistfræðilegra. Síðast en ekki síst er lögð rnikil natni í lýs- ingu á þeim sálrænu afleiðingum sem hörmungarnar hafa á þá sem eftir lifa. Þeir sem eigra um sviðna jörð eftir að helvítiseldurinn hefur ætt um hana og kjarnorkuveturinn sem fylgir í kjölfarið lagt að velli þau fáu strá sem upp úr standa, eru firrtir flestum mannlegum til- finningum. Það eina sem rekur þetta fólk áfram er lífsviljinn og til að halda lífi eru öll brögð not- uð. Allar tilfinningar fólksins hafa verið sprengdar burt. Mick Jackson, leikstjóri kvik- myndarinnar segir að hingað til hafi ráðamenn ekki gert sér grein fyrir hvaða sálrænar afleiðingar kjarnorkustríð hafi á eftirlifend- ur. „Þeir virðast álíta að eftir að versta geislunin er horfin komi fólk skríðandi út úr birgjum sín- um með rekur á öxlum einsog dvergarnir sjö syngjandi Hæ, hó, hæ, hó til vinnu höldum nú.“ Jackson álítur að einmitt þau sálrænu áhrif sem sprengjan hafi á fólkið kunni að reynast erfið- asta vandamálið að eiga við. Almannavarnir Það brjálæði sem grípur um sig hefst strax og fólk gerir sér grein fyrir að svo kunni að fara að dómsdagur sé í nánd. Götuó- eirðir eiga sér stað og fólk hamstrar matvæli svo allar versl- anir tæmast. Brjálæði þetta nær svo hámarki þegarsprengjan fell- ur en eftirleikurinn einkennist af tilfinningasnauðum verum sem vafra stefnulaust um í leit að æti og þar er aflsmunar neytt í barátt- unni um sérhverja brauðskorpu. Almannavarnakerfi borgar- innar klikkar gjörsamlega og er lýsingin úr birgi yfirstjórnar þess með áhrifaríkari þáttum kvik- myndarinnar. Það leiðir vissu- lega hugann að því hvernig al- mannavarnakerfi okkar íslend- inga er háttað. Vefurinn Upphafsorð kvikmyndarinnar, útskýra nafn hennar. Á skjánum er mynd af könguló sem spinnur vef sinn af mikilli elju. I bak- grunni heyrist rödd segja: „Borg- arsamfélagið einkennist af því að hvað tengist öðru. Þörfum ein- staklingsins er fullnægt af hæfni allra annarra; líf okkar eru sam- tvinnuð í vef. En þau tengsl sem eru styrkleiki samfélags okkar, eru jafnframt þess veikasti hlekk- ur.“ í Threads (Þráðum) slitna þessi tengsl hvert af öðru og vef- urinn hrynur. _Sáf Ps. Á undan útsendingunni verður umræðuþáttur um cfni myndarinnar. Heimildarmvnd- in „On the eighth day“ verður svo sýnd á næstunni, en í henni lýsa vísindamenn bæði austan tjalds og vestan því hvaða áhrif kjarnorkustyrjöld hefði á líf- heim okkar. VINNUFA TABUÐIN E LAUGA VEGI76 - HVERFISGÖTU26

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.