Þjóðviljinn - 02.02.1986, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 02.02.1986, Qupperneq 7
Grœnhöfðaeyja heimildamyndagerð. Menn tala mikið um að það þurfi að styrkja íslenska menningu og menn segja á hátíðarstundu að það þurfi að styðja við bakið á íslenskri kvik- þetta verkefni en það er nú meiri tími en menn gefa sér yfirleitt í svona myndir. En við höfðum það alltaf hugfast að við mundum aldrei koma heim með neinn Stóra sannleik um eyjarnar. Og ég held að við höfum farið með þá hugmynd í farteskinu og kom- ið með hana heim aftur. Frá Mindeo, bænumþarsem Islendingarnireru búsettir. í Mindelo „Við Karl nefnum kvikmyndafyrirtækið okkar Þumal, eftir fjallinu sem við klifum með Alpaklúbbnum eins og ekkert væri“. Sigurður Grímsson. Mynd: Sig. myndin af annarri á svo til hverju kvöldi. Markaðurinn fyrir mynd- efni til útsendingar er að aukast. Það er alveg ljóst að markaður- inn er mun betri fyrir heimilda- myndir en fyrir dýrar leiknar myndir. Fótœklegur mólflutningur Þannig get ég ekki séð að Kvik- myndasjóðsstjórn hafi mikið til síns máls með þann málflutning sem hún hefur viðhaft varðandi Hins vegar er því ekki að neita að við urðum margs vísari um eyjarnar. Við vorum í Mindelo sem er á eyjunni St. Vincent. Þar eru íslendingarnir einmitt. Áður en við byrjuðum að mynda, reyndum við að átta okkur á um- hverfinu og tala við fólk, til að fá einhverja hugmynd um það hvernig þetta væri. Fyrst vorum við í landi en fórurn síðan út á sjó með íslendingunum á Feng og mynduðum þá í bak og fyrir. Svo fengum við ómetanlega aðstoð frá mönnurn í ráðuneyti sem sér um útvarp og sjónvarp. Við fórum á fund ráðherrans sem fer fyrir þessu ráðuneyti. Hann lét okkur hafa myndarlegt skjal sem opnaði okkur allar dyr. Ann- ars var alls ekki erfitt að ná til íbúa eyjanna. Þeir fá 80% af því sem þeir þurfa til að skrimta, er- lendis frá þannig að það er mikil- vægt að þeir fái athygli, menn viti hverjir þeir eru. Danska samvinnuhreyfingin Sömuleiðis komust í samband við okkur menn úr samvinnu- hreyfingunni dönsku. Þeir hafa verið með aðstoðarstarf þarna á eyjunum og báðu okkur að safna efni fyrir sig í stutta mynd um það starf. Nú, við höfum lokið við þá mynd, hún er um 15 mínútna löng. Auk þess að bæta fjárhags- aðstöðuna gerði þetta okkur kleift að kynnast ýmsu á eyjunum sem annars hefði ekki orðið. Hjá mönnunum í þessum vísi að kaupfélagi á Grænhöfðaeyjum fengum við mikinn fróðleik." Hvernig hyggist þið byggja myndina upp, eruð þið með mikið af viðtölum við fólk? „Nei, við gerum ekki mikið af því, við erum aðeins með tvö við- töl. Annað þeirra er við mann sem heitir Lineo Miranda. Það er maður á sextugsaldri, sem nú er talinn einskonar þjóðhetja á Sigurður Grímsson í læknisaðgerð. Hann fékk ígulbroddaá tærnar í fjöruborðinu. Grænhöfðaeyjum. Hann er einn þeirra sem lagði hornsteininn að því þjóðfélagi sem þar er nú. Hann er nú sestur í helgan stein en er auðvitað hafsjór af fróðleik um allt sem viðvíkur lífinu á Grænhöfðaeyjum. “ Eigum skap saman - Hvernig eru verkaskiptin hjá ykkur Karli? „Þau eru fyrst og fremst þannig að við vinnum santan, jafnréttháir í öllu því sem við ger- um. Og það er vel. Við eigum mjög gott skap saman og þær myndir sent við erum að gera saman, eru myndir gerðar af Karli Sigtryggssyni og Sigurði Grímssyni.“ - Er það ekki frekar óvenju- legt að fólk gangi í öll verk sam- an, engin verkaskipting? „Jú, það er frekar óvenjulegt, en við eruni báðir með nokkuð alhliða menntun. Komum þó úr sitt hvorri heimsálfunni, Karl frá Ameríku og ég frá Þýskalandi. Ég held að það sé ágæt blanda." - Og hvað sýnist ykkur unt möguleika á sölu? „Það lítur nokkuð vel út. Við erum þegar búnir að semja við íslenska sjónvarpið unt kaup á n.k. fréttamynd frá okkur um myndagerð, slíkt má gera á fleiri vegu en með því að ausa pening- um í leiknar kvikmyndir. Það getur skilað sér að fara til Grænhöfðaeyja til að gera heim- ildamynd. Þetta er land sem fáir þekkja. Við komumst að því í þessari ferð að það er varla til heimildamynd um Grænhöfða- eyjar, þannig að það ættu að vera góðir sölumöguleikar á svona mynd erlendis.“ IH Túnfiskveiði um borð í Feng. Túnfiskurinn er veiddur á stöng með föstu færi. Júlli, vólstjórinn á Feng. Hann lærði í Iðnskólanum í Reykjavík og er sjálfsagt eini Grænhöfðaeyjubúinn sem talar svo til lýtalausa íslensku. Sunnudagur 2. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.