Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 3
Einar Örn Morgunblaðinu, því frétta- stofan sjálf er illa í stakk búin til aðsegjatíðindin. Gengu því ýmsir vaskir menn í að jafna væringar þeirra Ingva Hrafns og Einars í gærmorgun og var allt með friði og spekt um eftir- miðdaginn. Af Halli Hallssyni er það hins vegar að segja að svo var hann viss um að fá starfið að hann sagði upp á Mogga. Á þeim bæ þykir ekki gott að leita eftir störfum hjá ríkisfyrirtækjum og þurfti Agn- es Bragadóttir t.d. að segja stöðu sinni upp þegar hún réði sig tímabundið í sjón- varpsþátt Ómars Ragnars- sonar. Hallur mun þó enn volgur með að komast á sjón- varpið því Markús Örn Ant- onsson útvarpsstjóri og Ingvi Hrafn eru að leita til að fjölga á fréttastofunni, innan tíðar. Gullskip Gull og postulín af hafsbotni Englendingurinn Michael Hatchcr tilkynnti á dögunum að hann hefði fundið mikla fjársjóði í hollensku Indíafari sem sökk á sunnanverðu Kínahafi árið 1750 hlaðið gulli og kínversku postu- líni. Fjársjóðurinn verður seldur á uppbði í Amsterdam í aprfl. Þar verður m.a. að finna 125 litlar gullstangir og ógrynnin öll af feg- ursta postulíni sem varðveist hef- ur mjög vel vegna þess að því var pakkað inn í te. Postulínið er í litunum bláu og hvítu og var ætlað á veisluborð evrópska aðalsins. Þarna eru 50 þúsund bollapör, 18 heil matar- stell og hafstjór af tekönnum, bjórföntum, smjördiskum, salt- staukum, sósukönnum og nátt- gögnum. Alls um 100.000 stykki. Hatcher getur ekki hirt allan ágóðann af uppboðinu því flakið og farmur þess er eign hollenska ríkisins. Stendur hann nú í samn- ingaviðræðum við hollensk stjórnvöld um það hver hlutur hans og annarra leiðangurs- manna skuli vera. Kveðst hann verðskulda meira en helming ágóðans. - ÞH/reuter. Laus hverfi Víðsvegar um bæinn DJÚÐVIIJINN Kjarvalsstaðir Reykjavík í myndlist Tónlist Horowitz spilar í Sovét Rússneski píanistinn Vladimir Horowitz sem orðinn er 81 árs ætlar að brjóta gamalt fyrirheit sitt nú í vor. Horowitz sem búið hefur í Bandaríkjunum í 61 ár hef- ur marglýst því yfir að hann ætli aldrei að snúa aftur til ættlands síns en nýlega var tilkynnt að hann færi í tónleikaferð til Sovétr- íkjanna í apríl. Hyggst hann halda tvenna tónleika, aðra í Bolsoj leikhúsinu í Moskvu en hina í Leningrad. - ÞH/Guardian Harðindi Hreindýr ó köldum klaka Það er hart í ári hjá síberískum hreindýrum um þessar mundir. Yfir 1.300 dýr hafa fallið úr þor vegna þess að aðalfæða þeirfa, hreindýramosinn, er hulinn ís. Sovésk yfirvöld hafa komið upp loftbrú til að flytja heilu mosa- breiðurnar til þeirra 90.000 dýra sem eftir lifa á hjarninu. - ÞH/reuter. í vorstendurtil að haldaá Kjarvalsstöðum sýningu sem heitir Reykjavík í myndlist og hefur verið skipuð sérstök nefnd til að velja verkin. Þetta er auðvitað í tilefni afmælisins en samhliða Listahá- tíðinni. Allir starfandi listamenn eru hvattir til að taka þátt og senda inn helst nokkur verk, sem eiga að hafa Reykjavík að umfjöllunar- eða yrkisefni. Skil fyrir 20. apríl. Jafnframt Reykjavíkurmynd- listarmönnum verður á Kjarvals-- stöðum í vor enginn minni en Pic- asso. Aftur skilum við góðum árangri beínt til faitteganna Samvinnuferðir-Landsýnbrautblað í íslenskri viðskiptasögu fyrir ári síðan og endurgreiddi farþegum sínum á árinu 1984 hluta af ferðakostnaði þeirra.Ástæðan var einföld; mun betri þátttaka í hópferðum sumarsins, og um leið betri afkoma en bjartsýnustu menn gerðu ráð fyrir. Þeir sem mynduðu umframtekjumar, farþegamir sjálfir, vom látnir njóta góðs af. ✓ ^K^msir létu hvarfla að sér að þama væri um að ræða einnota auglýsingabrellu en aðrir veltu því fyrir sér hvort vænta mætti framhalds á endurgreiðslum og þær yrðu jafnvel árviss viðburður hjá Samvinnuferðum-Landsýn. Við getum strax fullyrt að svona leiðréttingar á verðlagningu verði aldrei fastur liður í rekstrinum, en spumingunni um það hvort endurgreiðsla væri hugsanlega á dagskránni í ár, svörum við játandi. Okkur er það sönn ánægja að geta þakkað frábært samstarf við íslenska ferðalanga á síðasta ári með því að endurgreiða annað árið í röð! Rekstrarhagnaður Samvinnuferða-Landsýnar af árinu 1985 er umtalsverður, eins og á árinu þar á undan. Stjóm fyrirtækisins, sem skipuð er fulltrúum allra stærstu launþegasamtaka landsins, tók því þá ákvörðun að endurgreiða hópferðafarþegum síðasta árs samtals um 6 milljónir króna, eða 1200 kr. fyrir hvem fullorðinn farþega og kr. 600 fyrir böm. Þessi ákvörðun er í fullu samræmi við hinar félagslegu forsendur ferðaskrifstofunnar og það grundvallarmarkmið okkar að tryggja landsmönnum öllum sem ódýrastar orlofsferðir til útlanda. \/ið nýtum þessa fjármuni hinsvegar ekki aðeins til endurgreiðslu. Þeir sem taka þátt í hópferðum okkar á þessu ári munu einnig njóta góðs af hagstæðri afkomu, vegna þess að hún hefur gert okkur kleift að staðgreiða fyrir gistirými á áfangastöðum okkar, og þannig ná fram vemlegri verðlækkun umfram það sem annars hefði orðið. Við nýtum því þetta fé á tvöfaldan hátt í jrágu viðskiptavinaokkar-meðlægraverði 1986ogmeð endurgreiðslu til farþega 1985. Form endurgreiðslunnar er með þeim hætb að allir þátttakendur í hópferðum til Rimini, Grikklands, Rhodos, sumarhúsa í Danmörku, sæluhúsa í Hollandi og Dubrovnik í Júgóslavíu frá aukaafslátt á íerðum sínum í ár sem nemur endurgreiðsluupphæðinni. Ef farþegum síðasta árs gefst ekki tækifæri til utanlandsferða í ár fá þeir sömu upphæð greidda í reiðufé á tímabilinu frá 1. september til 31. desember 1986. Við munum senda öllum þátttakendum í ofangreindum hópferðum bréf með nánari upplýsingum um endurgreiðsluna. Það er okkur hjá Samvinnuferðum-Landsýn sérstök ánægja að undirstrika á þennan hátt að hagsmunir okkar og viðskiptavina okkar, sem flestir eru reyndar eigendur fyrirtækisins, fara saman. Við vonumst til að viðleitnin mælist vel fyrir. framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýnar Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727 l/SlA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.