Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 6
Fjallið Þumall, upphaf kvikmyndafyrirtækis þeirra Karls og Sigurðar. Þeir gerðu mynd um ferö Alpaklúbbsins á Þumalinn. „Þegar ég leit upp eftir hlíöinni viö upphaf ferðar, lá við að ég frysi. Þegar ég var kominn af stað var eins og ég hefði aldrei gert annað en að klífa fjöll," sagði Sigurður um þessa reynslu. Karl fær sér eina rettu úti á sjó við Grænhöfðaeyjar. Sjómaður á Grænhöfðaeyjum í 66 gráður norður, um borð í Feng. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. febrúar 1986 Frá Þumli til Sigurður Grímsson og Karl Sigtryggsson taka heimildamyndirí félagi og gera víðreist. Þeir kvikmynduðu menn ÍAIpaklúbbnum á fjaiiinu Þumli í Skaftafellsörœfum og fóru til Grœnhöfðaeyja til kvikmyndagerðar síðasta sumar „Það hefur stundum verið sagt um íbúa Grænhöfðaeyja (Cabo Verde) að þeir séu snjöllustu betlarar í heimi.“ Það er Sigurður Grímsson sem hefur orðið. Hann fór ásamt fé- laga sínum Karli Sigtryggssyni þangað suður eftir til að gera kvikmynd um íslendinga sem eru að kenna íbúum nútíma veiðiað- ferðir. Sigurður hefur orðið: „Aðstæður á Grænhöfða- eyjum eru frábrugðnar aðstæð- um í öðrum vanþróuðum löndum að því leyti að þarna eru svo til engar auðlindir. Ein megin ástæðan fyrir því að stórþjóðir hafa sótt í að aðstoða þessa þjóð er sú að landið er landfræðilega hagstætt til að koma sér upp ein- hverri aðstöðu af hernaðarlegum toga. Þannig hafa Kínverjar byggt þeim þinghús, Rússar út- vegað þeim hafnir og Þjóðverjar og Hollendingar hafa hjálpað þeim með skóla og vegi. Gefðu mér ekki fisk En viðhorfið hjá þeim lýsir sér kannski í því sem einn viðmæl- andi okkar hafði eftir Mao: Gefðu mér ekki fisk í soðið, kenndu mér hvernig á að veiða hann.“ - En hvernig var aðdragand- inn að ykkar ferðalagi? „Við Karl Sigtryggsson fórum af stað með þetta verkefni í vor, ég hafði þá frétt af þessu fisk- veiðiverkefni sem Þróunarsam- vinnustofnun íslands er með í gangi þarna suðurfrá. Ég hafði samband við þá hjá Þróunarsam- vinnustofnuninni og bar undir þá þessa hugmynd um að gera kvik- mynd um þetta verkefni og einnig almennt um lífið á eyjunum og tóku þeir vel í þessa hugmynd. Ég hafði hitt þá íslendinga sem eru þarna suður frá og svo var það að ég fékk hringingu frá þess- um mönnum þar sem þeir voru um borð í Feng sem er skipið sem þeir nota. Þeir voru þá úti á sjó við Grænhöfðaeyjar. Þeir spurðu mig að því hvort ég ætlaði ekki að fara að koma mér þangað suður eftir. Það má segja að þessi hring- ing hafi verið upphafspunktur- inn. Eftir hana fórum við að undirbúa þetta af alvöru. Við fór- um að athuga með fjármögnun þessa verkefnis og lögðum meðal annars inn umsókn hjá Kvik- myndasjóði. Þar fengum við af- svar. Þær viðtökur sem við feng- um hjá Kvikmyndasjóðnum drógu nú nokkuð úr okkur kjark- inn. En við sóttum um aftur við seinni úthlutun. í millitíðinni fór ég um bæinn og ræddi við ýmsa ráðamenn og bað um aðstoð til að gera þetta verkefni mögulegt. Á endanum fengum við styrk frá Þróunarsamvinnustofnun ís- lands, tveimur ráðuneytum og Rauða krossi íslands. Þessir styrkir gerðu okkur kleift að fá upp í útlagðan kostnað af ferð- inni þarna suður eftir. Fiskveiði- verkefnið Nú, hugmyndin var að fara til Grænhöfðaeyja og skoða hvað íslendingarnir væru að gera þarna, þetta fiskveiðiverkefni sem Þróunarsamvinnustofnun fs- lands stendur fyrir. Á hinn bóg- inn var hugmyndin sú að safna myndefni sem mundi duga okkur til að gera einhvers konar þjóð- lífsmynd um eyjarnar. Þá auðvit- að eins og við upplifðum þær. Við gáfum okkur tvo mánuði í Grænhöfðaeyjar, þannig að það koma nokkrir angar af þessu verkefni, við tökum það í nokkr- um skrefum. Og við sjáum reyndar ekki fyrir endann á þessu enn. Því meira sem við skoðum það efni sem við komum með frá Grænhöfðaeyjum því fleiri möguleika sjáum við á því að búa til heilstæðar myndir. B.S.R.B.- verkfallið Svo má ekki gleyma því efni sem við Karl söfnuðum um verk- fall B.S.R.B. hér um árið, það var óhemjumikið efni og það ætl- um við að fara í næst. Við byrjum ekki á neinu nýju fyrr en því verð- ur lokið. Sú mynd verður að koma fyrir almennings sjónir sem allra fyrst. Og við vonumst til þess að fá stuðning til þess. Því hvernig sem á það er litið er þetta mjög merkiieg heimild. Við fylgdumst mjög náið með þessu verkfalli frá upphafi til enda, eyddum í það einum sjö klst. á filmu. Og ég veit ekki til þess að verkfall eða vinnudeilur hafi ver- ið kvikmyndaðar á svipaðan hátt og við gerðum. Mér skilst að stór hluti þess sem filmað var í verk- falli Dagsbrúnar 1955, hafi glat- ast og slíkt má ekki henda það efni sem við Karl höfum nú undir höndum.“ Sigurði er tíðrætt um heimilda- myndina og þann sess sem hún hefur í sögu okkar á þessari öld. „Ef við tökum sem dæmi menn eins og Ósvald Knudsen, Loft Guðmundsson, Óskar Gíslason. Þeirra framlag í kvikmyndagerð er ómetanlegur fjársjóður í sögu fslands. Nú eru myndir þeirra taldar stórmerkar heimildir. Hlutur Kvik- myndasjóðs En því miður er ekki litið á heimildamyndir nútímans sömu augum. Ef ég man rétt voru að- eins 6% af því fé sem Kvik- myndasjóður hafði til úthlutunar síðast sem fóru til heimilda- myndagerðar á síðasta ári. Þetta segir kannski alla söguna um á- standið eins og það er í dag. Stjórn Kvikmyndasjóðs segir sem svo að heimildamyndir sem styrktar hafa verið, skili sér seint og illa en ég er sannfærður um að þær heimildamyndir sem gerðar hafa verið hér á landi hafa eigi skilað síðri árangri en þær leiknu. Það er lagt mikið fjármagn í leiknar myndír og flestar af þeim hafa farið fallít en ég kannast ekki við að þær heimildamyndir sem hafa verið gerðar, hafi ekki náð að borga þennan útlagða kostnað. Ég held líka að það sé alrangt að ekki sé markaður fyrir heim- ildamyndir erlendis. Við ís- lendingar erum alveg eins vel í stakk búnir til að gera heimilda- myndir eins og aðrar þjóðir. Það vantar ekki markaðinn í íslenska sjónvarpinu. Það kemur hver

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.