Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 13
LeikHstarskólinn Allt í plasti! Þriðji bekkur verður að ung- lingum útá Nesi Leiklistarskóli íslands, 3. bekk- ur frumsýndi s.l. fimmtudag ung- lingaleikritið „Allt í plasti" og er þetta fyrsta opinbera sýning þessa bekkjar. Leikstjóri er And- rés Sigurvinsson, tónlist samdi og útsetti Jón Steinþórsson, en leikmynd og búninga hönnuðu og unnu nemendur úr Myndlista- og handíðaskóla íslands undir handleiðslu Guðrúnar S. Har- Úr sýningunni. Ljósm. Sig. aldsdóttur. Höfundur verksins eru þeir Volker Ludvig og Detlev Micel, en verkið var sýnt hjá Grips leikhúsinu í Berlín. Hafliði Arn- grímsson þýddi verkið, en söng- texta gerði Magnea J. Matthías- dóttir. í verkinu er fjallað um ástina, klíkuna, skólann, tilgangsleysið og tilraun unglinganna til að ráða sjálf sínum málum; - finna sér hlutverk í lífinu og tilgang. í þeirri leit fara krakkarnir sínar eigin leiðir. Til hins betra eða verra? Hver veit? Þetta verkefni er kennsluverk- efni, þótt það sé unnið eins og opinber leiksýning, en eftir þetta verkefni fer bekkurinn að vinna með Kjartani Ragnarssyni. I marsbyrjun verður svo haldið í skólaferðalag til Helsinki og Moskvu, en einu sinni á fjögurra ára námsferli fer hver bekkur utan til að skoða leikhús. „Allt í plasti“ er sýnt í Félags- heimilinu á Seltjarnarnesi og er grunnskólum og framhalds- skólum bent á að hægt er að panta miða fyrir nemendur í síma 25020. Næstu sýningar verða 1., 2. og 3. febrúar og hefjast kl. 8.30. þs XT 4WD TURBO Fjórhjóladrifinn sportbíll, sem vakið hefur heimsathygli Til sýnis laugardag og sunnudag kl. 14-17 Ingrid Jónsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir í hlutverkum sínum í „Allt í plasti'1 SUBARU XT 4WD TURBO er sennilega eini sportbíllinn, sem hentað getur við íslenskar aðstæður. Hann er fjórhjóladrifinn þegar þess þarf með og meðstillanlega hæð frá jörðu. Vélin er með afgasforþjöppu og er 136 hestöfl. XT TURBO 4WD er bókstaflega hlaðinn tækninýjungum. Komið og skoðið einnig úrval nissan bíla á frábæru verði INGVAR HELGASON HF. Sýnmgarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560 Nýjung. ORLOFSHUSA SPANI Fyrirtæki - starfsmannafélög Viö komum til ykkar og kynnum þennan nýja möguleika. Frekari upplýsingar á skrifstofunni aö Laugavegi 28, 2. hæö. Umboðsskrifstofan SUOMI SUN SPAIN s. 622675

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.