Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 10
TÆKNIFRJÓVGUN MEÐ GJAFASÆÐI Taliö er að fyrsta tæknifrjóvgun á konu hafi veriö gerð af breska lækninum John Hunter árið 1790, og var notað sæði úr eiginmanni konunnar. Takmörkuð vitneskja er um þetta tilfelli, en vitað að barn fæddist eftir tæknifrjóvg- un árið 1834. Uppúr 1860 var farið að reyna tæknifrjóvg- un sem úrræði við barnleysi bæði í Frakklandi og Banda- ríkjunum og þá eingöngu notað sæði eiginmanna kvenn- anna. Undir aldamótin síðustu var reynd tæknifrjóvgun með gjafasæði í Bandaríkjunum og fóru aðgerðirnarfram með mikilli leynd. Yfirleitt var notað nýtt sæði, en sjald- nastenduðu þessartilraunirmeð þungun. Tæknifrjóvgun á dýrum átti sér hins vegar miklu lengri sögu, og byggðu menn að verulegu leyti á þeirri reynslu. Þegar árið 1776 tókst ítala nokkrum, Lazzaro Spallanzani að varðveita sæði úr manni með frystingu og 90 árum síðar stakk prófessor Paolo Mantegazza upp á því að stofnaður yrði sæðisbanki til notkunar við fjölgun dýra og jafnvel manna líka til að opna möguleika á fæðingu skilgetinna barna eftir lát eiginmanns á orrustuvelli. Áriö 1953 veröa þáttaskil í notkun á frystu sæöi, þegar sýnt er fram á að hægt sé að nota það til frjóvgunar. Með því að nota glyseról til að vernda eiginleika frumanna var hægt að geyma sæðið, en það hafði verið reynt við dýrafrjóvganir frá árinu 1949. Nýr möguleiki Þegar Ijóst var að hægt var að nota sæði, nýtt eða fryst til að frjóvga egg konu, án þess að karl- maður kæmi þar við sögu nema sem sæðisgjafi, eygðu barnlaus hjón nýjan möguleika. Ekki að- eins þar sem barnleysið orsakað- ist af ófrjósemi karlsins, einnig þegar um erfðasjúkdóma var að ræða, eða af einhverjum ástæð- um ekki hægt að koma við getn- aði við samfarir. Á skömmum tíma verða gífurlegar framfarir í tæknifrjóvgun. í dag er talið að yfir 10 þúsund börn fæðist árlega í Bandaríkjunum eftir tækni- frjóvgun. Hér á íslandi eru þegar yfir 50 börn getin með þessum hætti, en aðgerðirnar hófust 1979. Þar sem aðgerðir þessar eru gerðar á ríkisspítölum (víðast hvar í Evrópu) og greiddar af sjúkrasamlagi er sú vinnuregla höfð að aðeins giftar konur geta fengið tæknifrjóvgun og þá með skriflegu samþykki eiginmanns, sem tekur á sig allar föðurskyldur gagnvart barninu. Sæðisgjafar eru valdir eftir ítarlega rannsókn, til að koma í veg fyrir hugsanlega erfðasjúkdóma, og fullkominnar nafnleyndar gagnvart þeim gætt. Vitað er um einkasæðisbanka, sem selja sæði og uppfylla ekki fyrrgreind skilyrði hvað varðar samþykki eiginmanns. Hins veg- ar er víðast hvar mikill skortur á lagalegri og félagslegri stjórn þessara aðgerða, ekki síst nú eftir að æ fleiri afbrigði af tæknifrjóvg- un hafa komið fram með aukinni tækni. Til viðbótar hefur lækna- vísindunum tekist að frjóvga egg í tilraunaglösum. Sílkt er ekki ýkja flókið lagalega ef eggið er úr hinni væntanlegu móður og sæðið úr eiginmanni hennar, en hins vegar getur málið vandast ef frjóvgað egg er flutt í aðra konu (meðgöngumóður) og/eða sæðið er úr óþekktum sæðisgjafa. Hver er þá móðir barnsins? Og hver er réttur barnsins er það stækkar til vitneskju um uppruna sinn og foreldra? Erfið dœmi f franska blaðinu Le Nouvel Observateur nýlega er skýrt frá ýmsum dæmum sem upp hafa komiö og sem hafa orðið ágrein- ingsefni lækna, lögfræðinga og viðkomandi einstaklinga. Frægt varð dæmið um frönsku konuna, sem vildi að reynd yrði tækni- frjóvgun með sæði látins eigin- manns hennar. Hann lét geyma sæði úr sér, þegar Ijóst var að hann var með krabbamein og þurfti að gangast undir læknisað- gerðir sem myndu draga mjög úr frjósemi hans. Fleiri dæmi má nefna: Ófrjór maður vildi að sæði úr bróður hans yrði notað til að frjóvga eiginkonu hans. Foreldrar kröfðust þess að einkasonur þeirra, sem lá fyrir dauðanum eftir umferðarslys, eftirléti sæði í sæðisbanka spítalans. Jón Hilmar Alfreðsson læknir: Hæpið að neita konu á þeirri forsendu einni að hún sé einhleyp. Ljósm.: Sig. Við flutning á frjóvguðu eggi í leg konu, koma upp enn fleiri vandamál. Blaðið nefnir dæmi um konu, sem komin var úr barn- eign, en vildi mjög gjarnan eignast barn með manninum, sem hún var nýgift. Læknisfræði- lega var talið mögulegt að frjóvga egg úr annari konu með sæði manns hennar og flytja eggið síð- an í leg hennar. Jafnvel þótt kon- an sé aðeins rétt komin yfir fimmtugt og mjög hraust, er slíkt talið hættulegt fyrir konuna, en áhættuminna fyrir barnið. Hvaða afstöðu á að taka í slíku dæmi? Sœnsku lögin Fleiri útgáfur eru á undantekn- ingartilfellum sem upp geta kom- ið, bæði vegna læknisfræðilegra og lagalegra vandamála, en slík dæmi verða þó jafnan fágæt. Þýð- ingarmeira er að taka afstöðu til þess hvort löggjafinn leyfir ein- hleypri konu að fá aðgang að tæknifrjóvgun, en til þessa hefur þess hvarvetna verið krafist að bæði faðir og móðir standi að ósk um tæknifrjóvgun og víðast hvar þurfa þau að hafa verið í hjóna- bandi nokkurn tíma. Jafnvel þótt lagaákvæði séu ekki fyrir hendi, eru þó allsstaðar þar sem slíkar aðgerðir falla undir sjúkra- samlag, ákveðnar vinnureglur sem stuðst er við. Samtök hómo- seksual fólks hafa einnig látið mál þessi til sín taka af skiljanlegum ástæðum og víða hafa lesbiskar konur í sambúð óskað eftir tækni- frjóvgun, en ennþá hefur slíkt ekki verið samþykkt í vinnuregl- Jón Höskuldsson lögfræðingur: Rof á nafnleynd sæðisgjafans skapar fleiri vandamál en það leysir. Ljósm.: Sig. um lækna. Svíar hafa nú sett fyrstu lögin í Vestur-Evrópu um tæknifrjóvgun og þar kemur fram að til að fá leyfi til tæknifrjóvgun- ar verða að vera fyrir hendi hlið- stæðar aðstæður og við ætt- leiðingu, þ.e. góðar heimilisað- stæður og tryggt samband, þótt hjónaband sé ekki skilyrði. Kraf- ist er „föður“ að barninu, sem gengst á vissan hátt við sæðinu sem sínu, því allir aðilar eru bundnir þagnarskyldu og barpið fæðist sem barn eiginmanns móð- urinnar. Gert er ráð fyrir að fleiri lönd setji lög um tæknifrjóvganir og meðgöngumæður, en í síðari tilfellum er ekki aðeins þörf á lag- asetningu sem kveður á um hver sé í raun líffræðileg móðir barns, heldur er einnig talið að setja þurfi lög sem banni meðgöngu gegn greiðslu. Slíkt hefur þegar orðið dómsmál og almennt er mun meiri andstaða gegn „með- göngumæðrum“ og þess konar þungunum en gegn tæknifpjóvg- un. „Nefnd verði skipuð" Þar sem ljóst er að nauðsynlegt er að hafa skýr ákvæði um réttar- áhrif tæknifrjóvgunar með tilliti til allra aðstandenda auk barnsins sjálfs, hefur á alþingi nú nýlega verið lögð fram tillaga um að skora á dómsmálaráðherra að skipa þegar í stað fimm manna nefnd vegna þessa. Fyrsti flutn- ingsmaður tillögunnar er Guðrún Helgadóttir, en þingmenn úr öllum flokkum eru meðflutnings- menn. í greinargerð með tillögunni kemur fram að árið 1979 þegar ákveðið var að hefja þessar að- gerðir hér á Iandi, féllst þáver- andi heilbrigðis- og tryggingaráð- herra á að þær yrðu greiddar af sjúkrasamlagi. Fram að því höfðu konur farið utan til þessara aðgerða en ekki er vitað hversu margar eða hversu lengi. í greinargerðinni segir: „Sú vinnuregla hefur verið við- höfð til þessa að aðgerðin er ein- ungis gerð á konum í hjónabandi og með skriflegu samþykki eigin- manns. Ástæðan fyrir því er sú að samkvæmt íslenskum lögum er eiginmaður konu faðir barns hennar nema það sé vefengt og annað sannað. Sú spurning hlýtur hins vegar að vakna hver réttar- staða aðila sé ef til vefengingar kæmi, t.d. við skilnað eða í erfða- máli.“ Þá segir ennfremur: „Þess var áður getið að einungis giftar konur komi til greina þegar um tæknifrjóvgun er að ræða hér á landi. Það orkar tvímælis vegna þess að konum er ekki skylt að feðra börn sín samkvæmt íslensk- um lögum.“ Þetta síðasta atriði skiptir miklu máli hér á landi, börn bera almennt ekki ættarnöfn á íslandi og auk þess hefur fjöldi óskilget- inna barna jafnan verið hærri hér á landi en víðast hvar annars stað- ar og trúlega minni fordómar. Staða ógiftra kvenna sem vilja eignast barn með tæknifrjóvgun hlýtur því að skýrast mjög verði sett löggjöf hér á landi um málið. Nafnleynd rofin Hér á landi hefur verið notað sæði, sem fengið er frá dönskum sæðisbanka. Þeir sem gefa sæði fá oftast einhverja umbun, en ekki beinlínis greiðslur. Velur læknir sæðisgjafann með tilliti til hára- litar og annarra atriða þannig að eitthvert samræmi sé með útliti eiginmanns/sambýlismanns, og sæðisgjafa, en þiggjendur geta ekki valið gjafann sjálfir. Læknir hefur hér úrslitavaldið, en jafn- framt er gætt fullkominnar nafn- leyndar og hingað til lands eru ekki send nöfn hinna erlendu sæðisgjafa. Mjög eru skiptar skoðanir um það hvort barn eigi að fá vitneskju um uppruna sinn og þá hvenær. í sænsku lögunum er kveðið á um að barnið skuli „þegar það hefur náð tilskildum þroska" fá aðgang að upplýsing- um um hinn líffræðilega föður sinn. Eru það talin mannréttindi sem ekki sé hægt að svipta þessi börn. Þetta atriði í sænsku lögunum hefur valdið miklum deilum með- al lækna þar í landi, sem sumir telja að með þessu sé fótunum kippt undan eðlilegum framgangi þessara mála og lagaákvæðið skapi miklu fleiri vandkvæði en það leysi. Faðir, sem veit, að fyrr eða síðar mun barn hans fá vitn- eskju um tilurð sína og geta einn- ig leitað uppi líffræðilegan föður sinn, muni eiga mun erfiðara með að bindast barninu eðlilegum föðurböndum. Auk þess sé það sæðisgjöfum til mikilla óþæginda að geta átt von á því að hvenær sem er að sonur eða dóttir komi fram í dagsljósið. Hver er þá staða þessara barna gagnvart börnum sem sæðisgjafinn síðar eignast í hjónabandi? Eru þau systkini barnsins? Hvað með erfðarétt? Það er því augljóst að margar ástæður kalla á skýr og ótvíræð lagaákvæði um tæknifrjóvgun og rétt og skyldur aðila. Önnur af- brigði getnaðar og þungunar kunna síðar að kalla á fleiri laga- greinar, þegar ljóst verður að ís- lendingar muni taka þátt í þeirri þróun sem erlendis hefur orðið. Með færri barneignum og minnkandi möguleikum á ætt- leiðingu innlendra sem erlendra barna, verður án efa reynt að gefa fólki kost á að eignast börn með hjálp nýjustu læknisfram- fara, sé það nauðsynlegt, þótt vonandi sé að slíkt verði „undan- tekningar" en ekki regla. Hinar trúarlegu og siðfræðilegu hliðar málsins hafa ekki verið teknar hér til umfjöllunar, enda hefur það verið svo víðast hvar að kirkjan, jafnvel einnig kaþólska 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN |Sunnudagur 2. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.