Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 4
AF SJÓNARHÓLI Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri: Menningarstefna hvað?... Undanfarnar vikur hafa farið fram í fjölmiðlum nokkrar um- ræður um menningarmál og til- efnið verið „menningarstefna stjórnvalda” þó að vísu hafi sú umræða snúist uppí deiiur um hverjir hafi komið eða ekki kom- ið fram í sjónvarpi, eða í víðari skilningi hvort einhvers konar rit- skoðun eða skoðanakúgun sé viðhöfð í ríkisreknum fjölmiðl- um. Ekki ætla ég hér að fjölyrða um hvort sú sé raunin, heldur hitt, sem er athygli vert að þau orð Sigurðar A. Magnússonar um „bannlista” eða „óæskilega menn” (ég man ekki nákvæmlega orðalagið) sem hann viðhafði í fjölmiðlum í tilefni rithöfunda- verðlauna útvarpsina voru hreint ekki aðalatriðið í máli hans, heldur einmitt „menningarstefna stjórnvalda”. Hann beindi spjót- um sínum að stjórnvöldum og því skeytingarleysi sem þau sýna menningu lands og þjóðar. Hann viðhafði þung orð um þær smáupphæðir sem veitt er til lista og benti á að þær upphæðir væru sjálfsagt talsvert lægri en hinar, sem listastarfsemi landsins aflar ríkissjóði beint eða óbeint. Tók hann sem dæmi að söluskattur af bókum stendur einn og sér undir stórum hluta þess fjár sem varið er til iista og menningar. Af hverju hafa þessi ummæli S.A.M. ekki orðið neinum að umræðuefni í fjölmiðlum? Af hverju tóku nú ekki „rannsókn- arblaðamennirnir” til óspilltra málanna við að grafast fyrir um réttmæti svona fullyrðinga? Af nógu væri að taka. Það væru sjálf- sagt ófáar prósentutölurnar sem hægt væri að draga fram í dags- ljósið. Hve margir starfa við list- ir, hve margir við ýmiss konar hliðar- og þjónustustörf við listir og menningarmál? Hvað tekur ríkið beint í sköttum, launa- tengdum gjöldum, söluskatti o.s.frv.? Hvað margir sjá, skoða, heyra og lesa það sem listamenn landsins hafa fram að færa? Hve háar upphæðir koma inn í að- gangseyri ýmiss konar og standa þannig að hluta til undir þessari starfsemi? Hvað fær ríkissjóður og hvað lætur hann af hendi rakna? Þannig mætti lengi telja og væru menn þá einungis að halda sig við blákaldar stað- reyndir, sem hægt væri að mæla í krónum, höfða- og hlutfallstöl- um. Þetta allt og margt fleira gæti nú verið verðugt verkefni fyrir unga og ötula fjölmiðlamenn. Og er þá enn ótalið hvaða gagn er að öllu þessu bardúsi fyrir land og þjóð, enda vissulega örðugra við- fangs; þar er komið að því sem ekki verður í askana látið. Tómlœti fjölmiðla En víkjum aftur að S.A.M. og ræðu hans. f henni kom ekkert það fram, sem hann og margir aðrir höfðu ekki þegar sagt á ráð- stefnu, sem Bandalag íslenskra listamanna hélt í nóvember sl. Af hverju vakti sú ráðstefna enga at- hygli? Því fjölluðu fjölmiðlar ekki um hana og þá reiði og von- brigði sem mátti svo glöggt merkja þar í máli manna? Maður skyldi þó ætla að það skipti þjóð- ina og ráðamenn hennar ein- hverju þegar listamenn landsins lýsa yfir áhyggjum, hver um ann- an þveran, af því tómlæti sem menningunni (því eina sem rétt- lætir tilveru okkar sem þjóðar, eins og fínu karlarnir segja á stór- hátíðum) er sýnt. En einhverra hluta vegna telja fjölmiðlar það ekki skyldu sína að koma þessum upplýsingum áleiðis. Af hverju ekki? Svarið er líklega að þetta þyki ekki fréttir. En á hverju byggir þetta fréttamat og hverjir ráða því? Ansi er ég hrædd um að það séu starfsmenn fjölmiðla. Nú skilst manni að fjölmiðlar álíti það hlutverk sitt að koma til móts við neytendur að einhverju leyti og sinna því sem fólkið í landinu hefur áhuga á að fá vitn- eskju eða upplýsingar um. Það er erfitt að halda því fram að ekki sé fyrir hendi áhugi á listum í landinu. Um það vitna beinharð- ar tölur og hægt að tína til bóka- kaup, bókaútlán, aðsókn að leikhúsum, óperum, tónleikum og myndlistarsýningum. Einnig mætti nefna menningarstarfsemi út um allt land. Af hverju er fólk að setja upp leiksýningar, syngja 'í kórum, reka tónlistarskóía, fá listamenn til að kynna sín störf eða halda námskeið? Varla er ástæðan sú að það græði á þessu stórar fúlgur! Hvaða þörf er verið að fullnægja? Því sýna fjölmiðlar þessu lítinn sem engan áhuga? Umfjöllun um menningarmöl Það þykir öllum fjölmiðlum sjálfsagt að hafa fasta liði um íþróttir nánast á hverjum degi. Þetta þykir sjálfsögð þjónuslavið allt það fólk sem annað hvort stundar íþróttir eða hefur gaman af að fylgjast með þeim. Það er ekkert sem bendir til þess að sá hópur fólks sé fjölmennari en hinn sem áhuga hefur á listum. Ég er ekkert að amast hér við þessum íþróttaþáttum, en undr- tttf FELAGSMALASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR W Félagsmálastofnun Reykjavíkur óskar eftir aö taka húsnæöi á leigu fyrir unglingastarfsemi. Um er aö ræöa: 1. Skrifstofuhúsnæði þar sem koma mætti fyrir 3 skrifstofuherbergjum, aðstööu fyrir ritara og biö- stofu, auk kaffistofu, salernis og sameiginlegs rýmis. 2. íbúðir eöa skrifstofuhúsnæði ca. 100 m2, meö einu stóru herbergi og tveim minni auk eldhúss og salernis. Hvort tveggja þarf aö vera staðsett í miö- eöa vesturbæ Reykjavíkur. Uþþlýsingar í síma 621611, frá kl. 13:00-15:00. ast hví menningarstarfsemi býr ekki við sama kost. Eini fasti liður dagblaða um menningarmál eru auglýsinga- síður, þ.e. upplýsingar sem þeir sem hafa eitthvað fram að færa á sviði lista borga fyrir dýrum dóm- um. í útvarpi ereinn fasturþáttur sem greinir frá því helsta sem er að gerast í listum og kemst vita- skuld ekki yfir nema lítinn hluta. Sjónvarpið felldi niður „Glugg- ann” sem var hálfsmánaðarlega yfir vetrarmánuðina og ekkert kemur í staðinn. Ég tel ekki nokkurra mínútna innskot í „Á líðandi stundu”. Kvikmyndaþátt- ur verður á dagskrá, en þar verð- ur sjálfsagt sjaldan fjallað um innlendar kvikmyndir af skiljan- legum ástæðum. Það sem listir og listamenn fá að auki eru „dóm- ar”. Mætti rita um þá „umfjöllun um menningarmál” íangt mál, lengra en svo að ég hætti mér út í það hér. Einnig fer fram nokkur kynning á því sem er á döfinni, aðallega á höfuðborgarsvæðinu, en þá vill oft brenna við að sent sé á vettvang fólk sem veit ekkert um hvað málið snýst og hefur ekki á því minnsta áhuga. Þær spurningar sem listamenn, sem í flestum tilfellum hafa lagt allt sitt þrek og getu langtímum saman í það verk sem á að fara að kynna, þurfa að svara eru á stundum hreint yfirgengilegar. Af því mætti segja margar sögur og spaugilegar, svona eftir á að hyggja, en eru auðvitað ekkert annað en sorgleg dæmi um sinnu- leysi fjölmiðla. Ég treysti mér hreinlega ekki til að tíunda dæmi hér, en ímyndum okkur að íþróttamenn þyrftu að svara spurningum á borð við, „Hvað gerir maðurinn sem stendur þarna fyrir framan þetta net?” eða „Segðu mér, Ásgeir Sigur- vinsson, er þetta í fyrsta skipti sem þú spilar fótbolta?”. Spurn- ingar í þessum gæðaflokki eru nú oft hlutskipti listamanna. Hvað vill fólkið? Umfram þetta sem hér hefur verið talið, þ.e. kynning, dómar og keyptar auglýsingar (mismun- andi miklar eftir fjölmiðlum) er sáralítil umræða eða umfjöllun um menningar- og listastarfsemi í fjölmiðlum. Ég vil taka það skýrt fram til að forðast allan misskiln- ing að ég er ekki að gera hér að umræðuefni þá list og listsköpun, innlenda og erlenda, sem völ er á í mismiklu magni eftir fjölmiðl- um, heldur hina hlið mála, um- fjöllun og umræðu. Af nógu er að taka. Listamenn sjálfir hafa heilmargt til málanna að leggja, sé eftir því leitað og sömuleiðis neytendur og áhuga- fólk ýmiss konar. Sjaldan eru stjórnmálamenn krafðir svara um menningarstefnu sína, enda þykir nú stjórnmálaöflum varla ómaksins vert að hafa menning- armál á stefnuskrám sínum. Fleira skal tínt til. Umræðuefnin gætu verið, til hvers listir, eru þær einhverjum til gagns og þá hvern- ig og hvers vegna, staða íslenskra lista og menningar, bæði faglega séð og félagslega, kynning á lista- verkum ýmiss konar, nýjum og gömlum, innlendum og er- lendum, hvað vantar, hvert stefn- ir, hvar eru brestir, hvar vantar aðstöðu eða peninga, hvar mætti spara, hvernig á að afla peninga, er réttlætanlegt að eyða svona litlu eða miklu í hana? Hvernig þjóðfélagi vill fólk iifa og starfa í og hvaða hlutverki þjónar listin þar, getur hún eflt skilning fólks á sínu eigin lífi og annarra, vísar hún veginn, er hún birtingar- mynd drauma og framtíðarsýna, er hún afþreying, skemmtir hún, svæfir hún, af hverju er fólk að stunda list og af hverju vilja sumir njóta listar en aðrir hafa engan áhuga? Þetta eru bara örfáar uppástungur! Én af hverju þetta tómlæti fjöl- miðla? Þeir skáka eflaust í því skjólinu að almenningur hafi ekki áhuga. En hvaðan kemur þeim sú vitneskja? Hafa þeir kynnt sér eða hafa þeir áhuga á að kynna sér hvort sú sé raunin? Vita þeir hvað „fólkið vill!”? En setjum nú svo að það sé rétt mat að áhugi sé ekki fyrir hendi, hver er þá ábyrgð fjölmiðla? Ætla þeir gagnrýnislaust að ganga í hóp þeirra sem æpa „fólkið vill, fólkið vill”! Hvað vill fólk og hvers vegna? Fæðist það með einhverja ákveðna skoðun á því hvað það vill? Skyldi það sem „fólkið vill” ekki vera birtingarmynd þess, sem það hefur átt kost á að kynn- ast og þá hætt við að það sem mest rúm fái, ráði stefnunni og smekknum? Kvikmyndir, popp, glens og grín Fróðlegt væri að gera á því ær- lega úttekt hvað fær mesta um- fjöllun og rými í fjölmiðlum og hvað ræður magni og gæðum. Er til dæmis hugsanlegt að það sé nokkuð einlitur hópur fólks, bæði hvað varðar aldur og áhug- amál, sem nú setur svip sinn á fjölmiðla. Er það hugsanlega skýringin á þeirri sjálfhverfu sem oft einkennir fjölmiðla. Fjöl- miðlafólk tekur viðtöl hvert við annað um fjölmiðlamál, spyrill fær til sín gest og gesturinn sýnir atriði úr kvikmynd þar sem spyr- illinn leikuraðalhlutverkið, heilir dálkar blaða fara undir bollaleg- gingar um það hvort þessi eða hinn ætli að starfa áfram hjá ein- um fjölmiðli eða hvort hann ætlar að flytja sig yfir á annan, starfs- fólk sjónvarps klappar fyrir sjálfu sér í lok þáttar og hneigir sig fyrir samstarfsfólki og þjóðin situr og horfir agndofa á. Ér þetta skýr- ingin á því að kvikmyndir og popp virðast vera þeir einu þættir menningarlífs okkar sem fá veru- lega athygli? (I báðum tilfellum oftast erlend framleiðsla.) Er þetta skýringin á að því virðist hafa verið slegið föstu að ung- lingar hafi ekki og vilji ekki hafa áhuga á öðru en poppi, að ekkert sé skemmtilegt nema glens og ..fréttamenn halda að þjóðin hafi meirióhugaáað heyra og sjá stjórnmálamenn syngja og dansa, en gefaskýringarát.d. uppsögn 200 kvenna í fiskiðnaði grín? Skýringin á að það þykir merkilegri leiklistarfrétt að leikarar fleygi hverjir öðrum á bakið undir yfirskini jafnréttisbaráttu en frumsýning á nýju íslensku verki eftir ungan höfund, sem full ástæða er til að gefa gaum? Að maður tali nú ekki um að þessi gervislagsmál þykja merkilegra innlegg í bar- áttu kvenna, en raunveruleg bar- átta íslenskra kvenna. Aftur undir því yfirskini að það sé af- markað mál, sem fáir hafi áhuga á. Það fer sjálfsagt eftir því hvernig er talið, en sé sú einfalda en algenga aðferð notuð að telja konur ekki með, má e.t.v. renna stoðum undir þá fullyrðingu. Er þetta skýringin á því að frétta- menn halda að þjóðin hafi meiri áhuga á að heyra og sjá stjórnmálamenn syngja og dansa, en gefa skýringar á t.d. uppsögn 200 kvenna í fiskiðnaði? Skýringin á að verðmætamatið virðist byggjast á því, hver sé fall- egastur, smartastur, sterkastur, fljótastur að hlaupa, ósvífnastur í viðskiptum eða kjaftforastur í fjölmiðlum? Og ef einhver er á öðru máli er umsvifalaust hægt að afgreiða hinn sama sem forpok- aðan, gamaldags, miðaldra (hræðilegt skammaryrði í þjóðfé- lagi sem dýrkar æsku en hatast við krankleik og elli), þröngsýn- an, kultursnobbara og gott ef sá hinn sami er ekki með útlitskom- plexa eða of feitur. Ábyrgð fjölmiðla á skoðana- myndun og -mótun er mikil og tími til kominn að listamenn og aðrir sem einhverja trú hafa á mikilvægi menningar í lífi hverrar þjóðar, fari að skoða vandlega hvernig þeim þykja fjölmiðlar rísa undir þeirri ábyrgð og blanda sér í ef þeim þykir þurfa. 30. janúar 1986. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN 2. febrúar 1986 IAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Fóstrur, Þroskaþjálfar. Okkur vantar fólk til aö sinna séraðstoð viö börn á leikskólum og dag- heimilum. Sveigjanlegur vinnutími. Upplýsingar á skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277. Umsóknum ber aö skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæö á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.