Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 11
! I Mynd E.ÓI. kirkjan, hafa látið þessi mál að mestu afskiptalaus, þótt ekki sé víst, að mjög rúmar lagaheimildir um frjóvgun muni hljóta vel- þóknun kirkjunnar. Afstaða kirkjunnar Björn Björnsson prófessor í guðfræði við Háskóla íslands sagði í viðtali við blaðið að innan kristinnar kirkju væru skiptar skoðanir um réttmæti tækni- frjóvgunar, en ekki væri um sam- ræmda andstöðu að ræða. Sið- fræðingar kirkjunnar hafa fjallað talsvert um þessi mál frá ýmsum hliðum og almennt leggja menn mikla áherslu á að gengið sé vel frá öllum lagalegum og félags- legum atriðum. Taldi Björn lík- legt að meiri andstaða yrði gegn tæknifrjóvgun, ef kona væri ein- stæð og enginn faðir tæki þátt í uppeldi barnsins. Sagði hann að rómv.-kaþólska kirkjan væri op- inberlega andvíg tæknifrjóvgun með gjafasæði, þótt hún beitti sér ekki beinlínis gegn henni. Kristin kirkja hefur hins vegar lýst yfir andstöðu við hinar svokölluðu meðgöngumæður, þótt yfirlýst andstaða sé ekki gegn tæknifrjóv- gunum. Jón Höskuldsson: Kandidatsritgerð um málið Jón Höskuldsson, lögfræðing- ur, skrifaði kandidatsritgerð í lögfræði árið 1984 um tækni- frjóvgun. í ritgerðinni er rakin saga tæknifrjóvgunar og sagt frá framkvæmd og lagalegri stjórn aðgerðanna í ýmsum löndum. Fjallað er um tæknifrjóvgun með sæði eiginmanns/sambýlismanns og með gjafasæði og tæknifrjóv- gun með sæði úr látnum manni. Þá er fjallað um samþykki til tæknifrjóvgunar, stöðu læknis og refsiábyrgð og rétt barnsins til að fá að vita um uppruna sinn. í spjalli við Jón kom fram að hann fékk áhuga á þessu efni, þegar hann las sifja- og barnarétt og í Ijós kom að gat er í löggjöfinni þegar kemur að börnum, sem getin eru með tæknifrjóvgun. „Ég vissi þó ekki vel hvað ég var að fara út í, en naut dyggilegs stuðnings Guðrúnar Érlends- dóttur, dósents og síðar Jóns Hilmars Alfreðssonar læknis, sem hefur haft umsjón með tæknifrjóvgun á Kvennadeild Landspítalans. Efnið reyndist ákaflega áhugavert og ég fagna því að nú skuli vera komin fram tillaga hér á landi um nefnd sem kanni réttaráhrif tæknifrjóvgun- ar hér á landi.“ „Hver er þín skoðun á sænsku öfinni?" g álít það rof á nafnleynd sæðisgjafans sem þar er kveðið á um vafasamt og margir sænskir læknar telja það rothögg fyrir starfsemina. Ég álít mjög þýðing- armikið að skýr lagaákvæði séu um réttaráhrif tæknifrjóvgunar, ekki síst þar sem faðir getur t.d. við skilnað farið í vefengingarmál og vinni hann málið er barnið föðurlaust. Þetta er nokkuð flók- ið dæmi, þar sem ástæðan fyrir því að konan fær tæknifrjóvgun er tilorðin vegna ófrjósemi karlsins, en ekki hennar sjálfrar. Barnalögin frá 1981 veita öllum börnum skilgetnum sem óskil- getnum, sömu réttarstöðu, og því Núliggurfyrir Alþingi tillaga til þingsólyktunarum „réttaráhrif tœknifrjóvgunar". 50 börn hafa fœðst hér getin með tœknifrjóvgun, og telst þaðmjög hátt hlutfall.Svíarhafa fyrstirV-Evrópu- þjóðasettlög um tœknifrjóvgun sem kveða á um að þegar börnin stœkki skuliþeimskýrtfrá hinum líffrœðilega föður. Hververður afstaða íslendinga? Verður einhleypum konumáíslandi gefinn kosturá tœknifrjóvgun? Rœtt um þessar spurningarog ýmsar fleiri í opnunni er nauðsynlegt að ísl. löggjöf hafi að geyma ákvæði sem gera ráð fyrir að börn geti orðið til með tæknifrjóvgun með gjafasæði." „Hafa slík mál komið upp hér á landi?“ „Nei, ekki mér vitanlega. Það hefur aldrei reynt á nauðsyn slíkra laga ennþá, sem betur fer. Ég tel eigi að síður óhjákvæmi- legt að ganga betur frá lagalegu hliðinni, ekki síst með tilliti til erfðamála." „Varðstu var við fordóma gagnvart tæknifrjóvgun, er þú varst að safna upplýsingum hér á landi?" „Nei, aldrei. Ég var að vinna þessa ritgerð í nokkra mánuði, og hafði að vísu ekki tök á að kanna afstöðu fólks almennt til tækni- frjóvgana, en ég varð hvergi var við annað en áhuga og velvilja fólks.“ „Telur þú að í væntanlegri ís- lenskri löggjöf ætti að vera heim- ild fyrir „einstæðar" konur að fá tæknifrjóvgun?" „Mér finnst það alls ekki óhugsandi, ef aðstæður eru að öðru leyti fullnægjandi. íslenskar ógiftar konur eru ekki skyldaðar til að feðra börn sín. Þetta þarf að skoða mjög vel, ekki síst vegna þess að þetta eru nokkuð dýrar aðgerðirogmjöglangurbiðlisti. í í raun sé ég ekkert sem mælir gegn því.“ Jón Hilmar Alfreðsson: Tekst í 70% tilfella Eins og fyrr segir eru nú yfir 50 íslensk börn í landinu, sem getin hafa verið með tæknifrjóvgun, langflest með sæði óþekktra manna og er aðgerðin fram- kvæmd á Kvennadeild Landspít- alans. Jón Hilmar Alfreðsson, sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp, hefur haft um- sjón með þessum aðgerðum. Hann ritaði ásamt læknunum Sig- urði Þ. Guðmundssyni og Gunn- laugi Snædal grein um tækni- frjóvgun í bandaríska læknatím- aritið Obstetrical and Gynecol- ogical Survey. Við hittum Jón Hilmar að rnáli og byrjuðum á því að spyrja hann hvernig sæðisgjafar væru valdir: „Það er reynt að afla sjálfboða- liða með því að hræra menn til samúðar með því vandamáli sem barnleysi er mörgum og hefur mest verið leitað til háskólanema Sunnudagur 2. febrúar 1986, ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.