Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 14
Eitureftirlit Herferð gegn slóða hœtti Það er væntanlega á flestra vitorði, að á markaði hérlendis sem erlendis eru alls kyns nauðsynjavörur sem innihalda ýmis skaðvænleg efni, efni sem geta valdið stórslysum á til að mynda ungabörnum. Enda verða slík slys nær daglega oft með hryllilegumafleiðingum. Þessi slys eru ekki óhjákvæmileg frekaren umferðarslyst.d., entil þess að hægt verði að draga úr tíðni þessara slysa verður óneitanlega margt að koma til. Þjóðviljinn hefur undanfarna daga fjallað nokkuð um eftirlit með merkingum vara sem eru stórhættulegar ef þær eru ekki hafðar til að þjóna sínum tilgangi og ef ekki er rétt með þær farið. Til eru allstrangar reglur um hvernig merkja á slíkar vörur, en komið hefur í ljós að aðeins í undantekningartilfellum er farið eftir þessum reglum. Samkvæmt þeim eru framleiðendur og inn- flytjendur slíks varnings skyldað- ir til að hafa þau varnarorð á um- búðum að öllum megi vera ljóst að þar er ekki blávatn og barna- meðfæri á ferð. Heilbrigðisyfirvöldum á hverj- um stað er ætlað að hafa eftirlit með að þessum reglum sé fylgt eftir, en þau eru stórlega vanbúin til þess. Þar skortir bæði fjár- magn til eftirlitsins og mannafla til að annast það. Hér á eftir verð- ur gengið út frá stöðu Heilbrigð- iseftirlits Reykjavíkur, en engin ástæða er til að ætla að ástandið sé skárra annars staðar á landinu. Skilningsleysi Tryggvi Þórðarson heilbrigðis- fulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sagði í samtali við Þjóðviljann í vikunni að innflytj- endur og framleiðendur varnings sem fellur undir áðurnefndar reglur séu mjög tregir til að fylgja þessum reglum og aðeins í ör- fáum tilfellum sé þetta gert sómasamlega. „Það er gífurleg vinna fólgin í þessu eftirliti og við getum ekki sinnt því sem skyldi nema með því að fá mann til þess sem getur unnið að því eingöngu. En þetta er mjög brýnt verkefni," sagði Tryggvi. Heilbrigðiseftirlitið í Reykja- vík er í fjársvelti eins og svo margar stofnanir hins opinbera sem ekki skila árlega beinum hagnaði í opinbera sjóði. Það er háð fjárveitingum Reykjavíkur- borgar ár hvert, sem oftar en ekki eru af svo skornum skammti að aðeins er hægt að sinna því eftir- liti sem brýnust nauðsyn er á, og eru þó oft vanhöld á að jafnvel því sé hægt að sinna. Tekjumöguleikar Á það var bent við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkur- borgar að samkvæmt lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftir- lit er sveitarstjórnum heimilt að innheimta ákveðið ársgjald af þeim aðilum sem teljast eftirlits- skyldir. Borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins gerðu það reyndar að tillögu sinni að þetta gjald yrði innheimt nú í ár samkvæmt á- kveðinni gjaldskrá, en tillagan fékk aðeins stuðning fulltrúa minnihlutaflokkanna. íhaldið í borgarstjórn lýsti sig andvígt því að þetta gjald yrði innheimt af stóreignamönnum, veitingahúsa- eigendum, kaupmönnum og fleirum, sem fást við eftirlits- skyldan atvinnurekstur. Framsýnni sveitarfélög mörg hver eru hins vegar farin að inn- heimta þetta gjald við góðar undirtektir, enda eru þær gjald- skrár sem gilda hófsamari í meira lagi. Á Akranesi stóð þetta undir helmingi rekstrarkostnaðar heil- brigðiseftirlitsins í fyrra, en þar fer gjaldið þó ekki yfir 30 þúsund fyrir árið og allt niður í 5 þúsund. Aætlað er að á Akureyri hefði þetta skilað heilbrigðiseftirlitinu nær einni og hálfri miljón í tekjur ef farið væri eftir svipaðri gjald- skrá og á Akranesi. Það er engum blöðum um það að fletta að í Reykjavík þýddi þetta miljónat- ekjur fyrir Heilbrigðiseftirlitið og myndi auka mjög á möguleika þess til að sinna sínum störfum einsog vera ber. Það er því ekki um það að ræða að þessir pening- ar séu ekki til heldur vantar vilj- ann til að sækja þá til réttra aðila. Með þessar fjárupphæðir í höndunum gæti Heilbrigðiseftir- lit Reykjavíkur hafið nánast her- ferð á hendur þeim framleiðend- um og innflytjendum sem ekki hirða um að fara eftir settum regl- um og valda með því oft varan- legu tjóni, einkum þegar unga- börn komast í efni sem ekki eru merkt sem skyldi og því höfð á glámbekk þar sem öllum er opinn aðgangur. Þetta er spurning um pólitískan vilja. Hlutverk almennings En það er auðvitað vonlaust að ætla eftirlitsstofnun að koma slíku í viðunandi horf. Margt fleira þarf að koma til. Almenn- ingur þarf sífellt að vera á varð- bergi gegn þeim slóðahætti sem viðgengst í þessum efnum, og beita þrýstingi svo að þessu verði hagað að siðaðra manna hætti. Jóhannes Gunnarsson formað- ur Neytendasamtakanna sagði í viðtali í Þjóðviljanum á fimmtudaginn, að þetta væri eitt af þeim málum sem leggja yrði kapp á að lagfæra. Jóhannes bendir á að til eru talandi dæmi um hvaða afleiðingar sum þess- ara efna geta og hafa haft, en við- brögðin eru í engu samræmi við það. Nú er svo komið að samtök- in eru að gefast upp á friðsam- legri baráttu gegn þessari óáran á íslenskum markaði og íhuga að kæra þá framleiðendur og inn- flytjendur sem ekki fylgja settum reglum. Neytendasamtökin eru hér með hvött til að láta af því verða og beita sér með öllum ráðum fyrir því að skikkan verði komið á þessi mál. Ung börn í hœttu Samkvæmt upplýsingum frá Olafi Olafssyni landlækni eru börn tveggja til fjögurra ára sá hópur sem tíðast verður fyrir slys- um af völdum eiturefna. í rann- sókn sem byggð er á gögnum frá Slysadeild Borgarspítalans frá 1979 kemur fram að slys vegna eitrana meðal barna á þessum aldri eru 11% allra slysa sem verða í heimahúsum. Það segir sig sjálft að börn á þessum aldri geta með engu móti borið skyn- bragð á hvað þau hafa milli handa hverju sinni, hvort það er vítissóti eða bara hversdagslegur svala- drykkur, ekki fyrr en afleiðing- arnar láta á sér kræla. Þarna er ábyrgð foreldra því mikil, en ábyrgðin er ekki síður yfirvalda og þeirra aðila sem sjá um að koma títtnefndum varn- ingi á markað og í hendur kaupenda. Yfirvöld verða að skilja að til þess að fylgja settum reglum eftir í framkvæmd verður oftast nær að koma til fjármagn og aðstaða. Og, ekki síst verður að gera fram- leiðendum og innflytjendum skiljanlegt að reglur eru settar til þess að farið sé eftir þeim. -gg LEIÐARI Meiri skilning Víöa í nágrannalöndum okkar hafa myndast fjöldahreyfingar fólks sem er öðru fremur með- vitað um að náttúran er viðkvæm fyrir ýmsum mannanna gjörðum og það að menn hafa í ó- stjórnlegri gróðafíkn unnið geysilegtog óbæt- anlegt tjóná umhverfi sínu.Sömusögu er að segja um manninn sjálfan. Honum stafar hætta af mörgu því sem hann hefur skapað með hyggjuviti sínu og notfærir sér á ýmsa lund. Hér á íslandi er þessi meðvitund afar dauf. íslendingar geta og munu vonandi alltaf geta státað af fagurri náttúru, sem ekki hefur borið verulega skarðan hlut frá borði í sambýli sínu við manninn. En þetta er langt frá því að vera sjálfgefið og óumbreytanlegt. Til þess að þarna geti ríkt nauðsynlegt jafnvægi þurfum við sífellt að hafa það hugfast að við berum ábyrgð gagnvart sjálfum okkur og umhverfinu. Þetta á við um nánast allt sem við tökum okkur fyrir hendur, hvort sem við hellum olíuúrgangi og eiturefnum í pytt á sorphaugum án nokkurra varúðarráðstafana, eða stefnum þessu jafnvægi í voða á einhvern annan hátt. Vitað er að reglur um merkingar á skaðvæn- legum vörum eru þverbrotnar af innflytjendum og innlendum framleiðendum. Þess gætir í allt of ríkum mæli hér á landi sem einkennir auðvald annarra landa að gróðafíknin er sett öllu ofar, og lítið sem ekkert er gert til að koma í veg fyrir það. Meðvitundarleysi stjórnvalda í þessum efnum er þjóðinni til háðungar. Valdhöfum hverju sinni virðist með öllu ógerlegt að skilja hvaða þýðingu það hefur að til staðar sé virkt eftirlit með þeim aðilum sem bera ábyrgð á t.d. merkingum vara sem innihalda skaðvænleg efni. Þessar vörur láta lítið yfir sér, en hafa ósjaldan valdið ómældu tjóni. Til eru nokkuð strangar reglur um hvernig skal merkja umbúðir, en til þess að hægt verði að fylgja þeim eftir þarf að leggja til þess fjármagn og aöstöðu. íhaldsþursinn í Reykjavík virðist til að mynda vísvitandi hafa lokað augunum fyrir þessari staðreynd og með- an svo er, er ekki að vænta úrbóta. Þeir eru ófáir voðaatburðirnir sem hafa orðið vegna alls kyns kæruleysis í þessum efnum. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma virðist það eitt hins vegar geta opnað augu kerfisins að meiriháttar slys verði. En til þess má auðvitað ekki koma. Koma verður af stað víðtækri og ítarlegri umfjöllun um þessi mál hvar sem því verður við komið. í skólum, á heimilum, í stjórnmálaflokkum, á vinnustað og í fjölmiðlum. Þannig verður að opna augu stjórnvalda fyrir því að þessum hlutum ber að koma í skikkanlegt horf. Það gerist ekki nema með því að almenn- ingur vakni til vitundar og beiti stjórnvöld þrýst- ingi með öllum tiltækum ráðum. -gg 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.