Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 9
Sífellt nýjar rannsóknir á málsvœð- um heilans Guðrún Sigríður: Eini útlendingurinn sem er að læra talmeinafræði við háskólann í Padova. Ljósm.: E.ÓI. Guðrún Sigríður Sigurðar- dóttir er ung kona sem er bú- settá Ítalíu, draumalandi margra íslendinga, og leggur þarstund á nám sem erall- sérstætt og nefnisttalmeina- fræði.Talmeinafræði erfag sem ekki er kennt hérlendis ennþáog er tiltölulega nýtt innan læknisfræðinnar. En hvernig dettur íslendingi í huga að fara út í slíkt nám á Ítalíu, manni kemurnúfyrsttil hugar að tungumálið hljóti að vera stór Þrándu í Götu og blaðamaður spyr Guðrúnu fyrst þeirrar sþurningar. „Pað varþað nú ekki svo mjög fyrir mig. Eg hafði lært frönsku og latínu og var búin að vera í málvísindum hér heima áður en ég fór fyrst út 1981. Og fyrsta vet- urinn fór ég eingöngu til þess að læra málið og kom svo heim aft- ur. En síðan fékk ég áhuga á þess- um fræðum og þar sem maður þarf að læra þetta erlendis þá fannst mér ágætt að fara tii Ítalíu aftur. Égerbæðihrifinaflandiog þjóð og svo er líka það að flestir þeirra sem hafa lært talmeina- fræði hafa farið annað hvort til Bandaríkjanna eða Skandinavíu og mér fannst skemmtilegra að það komi inn í þetta áhrif frá fleiri löndum og jafnvel aðrar áhersl- ur.” Hvar er skólinn staðsettur? „Hann er í gömlum háskólabæ á Norður-Ítalíu sem heitir Pado- va. Þarna eru um 50.000 stúdent- ar við nám, en ég bý ásamt fjöl- skyldu minni í Lecco sem stendur við Como vatn. Ég er eini út- lendingurinn í þessu námi í Pado- va og er nú á síðasta ári." Kynntumst í lest Pú ert gift ítala? „Já, hann heitir Gino Manna, hagfræðingur, og við eigum eins árs son sem heitir Rafaele. Við Gino kynntumst fyrst í lest og skiptumst svona á addressum eins og fólk gerir en hittumst síð- an aftur fyrir hreina tilviljun hér á íslandi þegar hann stoppaði hér í nokkra daga á leið sinni frá Am- eríku. Síðan kom í ljós að hann bjó rétt hjá skólanum sem ég er í og það má segja að þetta hafi ver- ið tilviljun á tilviljun ofan hjá okkur!” En svo við snúum okkur að náminu aftur, hvernig fer það fram og hver eru helstu viðfangs- efni talmeinafrœðinga? „Námið tekur þrjú ár og síðan er praktík í þrjá mánuði sem maður getur tekið á sama stað, þar sem skólinn er eiginlega einkasjúkrahús tengt háskólan- um. Talmeinafræði er samruni úr þremur greinum: læknis- og taugafræði, málvísindum og sál- fræði. Skólarnir, hvort sem þeir eru í Bandaríkjunum eða Évr- ópu, leggja mismunandi mikla áherslu á þessa þrjá grunnþætti og þeir mótast nokkuð af því. ít- alski skólinn leggur mesta áhersl- una á sálfræði og málvísindi en sumir skólar leggja mun meiri áherslu á læknisfræðilegu hlið- Rœtt við Guðrúnu Sigríði Sigurðardóttur sem eraðljúka námií talmeinafrœði við háskólann í Padova ina. Pessi áhersla á sálfræðiþátt- inn í þeim skóla sem ég er í kemur ekki óvart á Ítalíu, þar sem þeir hafa fyrir löngu mótað sér nokk- urs konar framúrstefnu sálar- fræði sem er svolítið sérstök. ítal- ir hafa ekki eins mikið af sér- stofnunum fyrir fólk sem á við erfiðleika að stríða eins og annars staðar, heldur reyna þeir að blanda þessu fólki inn í samfé- lagið og menntakerfið.” Fólk gefur sér nœgan tíma Hvernig gengur slíkt fyrir- komulag? „Þetta er ekki svo erfitt í landi einsog Italíu, þar er ekki eins mikill hraði á öllu og annars stað- ar. Öll mannleg samskipti eru mun hægari, og mannlegri vildi ég segja. Fólk gefur sér nægan tíma til þess að sinna vinum sín- um og fjölskyldu enda er fjöl- skyldan grunneining þjóðfélags- ins þarna og mikil virðing er bor- in fyrir henni. Fólk er komið styttra í neyslukapphlaupinu og Italir eru vel á verði að tapa ekki niður eldra gildismati. En eins og ég sagði áðan þá skiptist námið í þessa þrjá grunnkúrsa og síðan lærum við ýmislegt sem tengist þeim. Par á meðal eru kennd lífeðlisfræði, hljóðeðlisfræði, uppeldisfræði, tilraunahljóðfræði, barnasál- fræði og ýmislegt fleira. Þess utan þá lærum við það sem viðkemur hinurn ýmsu tal- og málmeinum og þá fjallar læknir um læknis- fræðilegu hliðina á þeim og tal- meinafræðingur um praktísku hliðina. Viðfangsefni okkar eru svo all- ir mögulegir tal- og málgallar sem fyrir geta komið, bæði hjá börn- um og fullorðnum. Hjá börnum er þetta oftast seinkaður tal- þroski, stam og framburðargallar sem koma í kjölfar klofins góms. Talmeinafræðingar aðstoða einn- ig fólk sem hefur einhverja radd- galla en þeir vilja helst hrjá vissar starfsstéttir, svo sem kennara, leikara, söngvara o.s.frv. Eins þá sem barkinn hefur verið tekinn úr. Þá hefur það lítið tæki framan á eða inní hálsinum sem myndar tón, eða þá að því er kennt að mynda hljóð með því að gleypa loft niður í vélindað og mynda hljóð með því að ropa loftinu uppúr sér aftur og talar þá með svokallaðri roprödd.” Afasia (mólstol) vegna heilaskaða „Stærsti hluti þeirra sem þurfa að leita til talmeinafræðinga er fólk sem hefur orðið fyrir heila- skaða á vinstra helmingi heila, af völdum heilablæðingar, blóð- tappa o.tl. og hefur við það feng- ið sjúkdóm sem nefnist afasia, en hefur verið nefndur málstol á ís- lensku. Þetta er kallað stol vegna þess að málið er ekki tapað alveg, en því er stolið um tíma. Þessi sjúkdómseinkenni eru í meginatriðum tvenns konar og koma fram ef sköddun verður í nánd við málsvæði heilans. Ef hún verður við hreyfistöðina þá hefur það þau áhrif á sjúklinginn að tal hans brenglast, allt frá hljóðaruglingi upp í setningar- og merkingarfræðilega brenglun. Sjúklingurinn skilur þó allt tal í kringum sig og gerir sér fulla grein fyrir því að hann talar rangt. Hins vegar hefur sköddun á öðru svæði gagnstæðar afleið- ingar, talið er óskert en mál- skilningurinn brenglast, og hann skilur Iítið af því sem er sagt við hann og er ekki meðvitaður um það sem hann segir sjálfur. Síðan eru til fleiri tegundir af málstoli, til dæmis þegar tengslin á milli stöðvanna tveggja eru rofin. Nýj- ar rannsóknir líta sífellt dagsins ljós þar sem fagið er jú enn ungt og tiltölulega stutt síðan þessi samvinna á milli taugafræði og málvísinda hófst. Allar rannsóknir á þessum sjúklingum eru einnig áhuga- verðar fyrir málvísindin m.a. því að svo virðist sem hljóðtapið komi fram í öfugri röð við mál- töku barna, þ.e. þau hljóð sem barnið lærir fyrst tapa málstols- sjúklingar síðast og öfugt. Sá sem kom með þessa kenningu fyrstur var rússneski málfræðingurinn Roman Jakobson og hann setur hana í samband við þróun og eðli tungumála, sem samkvæmt hon- um er allsstaðar eins. Nokkur hljóð eru til í flestum tungumál- um sem barnið lærir fyrst, en afasiu-sjúklingar tapa síðast. hvaða móðurmál sem þeir kunna að tala.” Þolinmœði og mannúð mikilvœgast „Þetta er nrikið þolinmæðis- starf, til dæmis geta liðið margir mánuðir áður en alvarlega skadd- aðir afasiu-sjúklingar fara að sýna batamerki. Skólastjórinn okkar, sem er einn þekktasti barkaskurðlæknir ítala, leggur mikla áherslu á að talmeina- fræðingurinn myndi gott sam- band við sjúklinginn og talar oft við okkur um „umanitá”, þ.e. að mannúðin sé það sem er mikil- vægast í samskiptum tahneina- fræðings og sjúklings.” Hvernig eru launkjör í þessu starfi? „Það fer eftir því hvar fólk fer til starfa, í skóla eða á sjúkrahús og á Italíu fara margir á einka- sjúkrahús eða útí eigin rekstur. Þeir sem starfa á sjúkrahúsunt úti fá sama kaup og sjúkrahúslækn- ar, sem er auðvitað betra en hér heima, Eftirspurnin eftir fólki er alls staðar mikil og líka hér heima og það væri spennandi að vinna hér. Aftur á móti kann ég mjög vel við mig á Ítalíu og get vel hugsað mér að vera búsett þar áfram. Fólkið er mjög elskulegt og vill allt fyrir mann gera. Mér finnst að ég finni til dæmis fyrir meiri fordómum hér á íslandi gagnvart manninum mínum held- ur en ég finn fyrir gagnvart mér úti.” Þú minntist á sterk fjölskyldu- bönd áðan, nú ert þú vœntanlega meðlimur í ítalskri stórfjöl- skyldu? „Jú, jú, ég er það,” segir Guð- rún og hlær við. „Foreldrar Ginos eru báðir látnir en hann á fimm eldri systur sem hafa allar gengið honum í móðurstað. Þær tóku mér opnum örmum strax sem er mjög ánægjulegt, því að þegar ít- alir giftast útlenskum konum þá er fjölskyldan oft uggandi um að maðurinn fái nú ekki nógu góðan mat hjá konunni sinni og hún hugsi ekki nægilega vel um börn- in og svo framvegis. Gino er frá Napólí og þar er fólk frekar aftar- lega á merinni í þessum málum. En ég var strax tekin eins og ein af fjölskyldunni og allir eru boðnir og búnir til þess að hjálpa manni.” Mafían er hluti af daglega lífinu Pessa dagana eru íslendingar að horfa á ítalska þætti í sjónvarp- inu og þeir snúast fyrst og fremst um Mafíuna. Verður þú vör við starfsemi hennar? „Það eru heilu bæirnir á suður- hluta Italíu þar sem ástandið er svipað og þessir þættir sýna, til dæmis á Sikiley og í Napólí. Ef fólk á verslun eða smáfyrirtæki þá er mjög líklegt að það borgi vissan skatt til Mafíunnar og það vita allir. í norðurhlutanum er meiri leynd yfir Mafíustarfsem- inni og hún fer t.d. fram í stærri hótel-ogspilavítarekstri. Á ftalíu er viðhorfið einfaldlega þannig að ef fólk kemst í einhverjar álnir þá getur það leyft sér að svindla einsog það getur. Glæpir eru al- gengir og eitt sinn varð maðurinn minn fyrir því að maður var skotinn úti á götu beint fyrir framan augun á honum.” Hver eru viðliorf stjórnvalda í þessum málum? „Það er sagt um stjórnmála- mennina að þeir séu rotnastir af öllum, hins vegar er enginn barnaleikur að eiga við mafíósa, og Mafían er sums staðar bara hluti af daglegu lífi fólks.” Og í þeim töluðum orðum ljúk- um við þessu spjalli við Guðrúnu Sigríði Sigurðardóttur, tilvon- andi talmeinafræðing, um tal- meinfræðina og lífið á henni ítal- íu. -vd. Sunnudagur 2. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.