Þjóðviljinn - 16.03.1986, Side 2

Þjóðviljinn - 16.03.1986, Side 2
Miku skammtur af vanafestu Þaö er satt aö segja alveg meö ólíkindum hvaö maöur getur verið hrikalega vanafastur. „Þetta er bara ekki eölilegt," einsog amma sagöi stundum, þegar eitthvaö gekk framaf henni. Maður býr ævilangt í sömu Kvosinni, í sama hjónabandinu, á sömu vinina, þangað til þeir deyja, eöa maöur deyr sjálfur. Hangiö er í sömu vinnunni, á sama vertshúsinu, aðhafst það sama dag eftir dag, farið á fætur og allt það, fariö aö hátta og allt þaö. Alltaf þaö sama ár eftir ár og áratug eftir áratug. Ef eitthvaö ber svo útaf þessari venjulegu rútínu fær maður sjokk og getur ekki sofiö fyrir hjartslætti af ótta viö aö nú fari allt í skrall, tilver- an af sporinu og allt fari helvíðetil. Þegar ég var fjórtán ára vaknaði ég upp við þann vonda draum aö ég haföi ekki reykt í fjór- tán ár. Þá og á þeim aldri, hérna í Kvosinni, þóttu þeir ekki menn meö mönnum sem ekki reyktu aö minnsta kosti pakka á dag. Svo vanafastur var ég áfturámóti, aö mér var lífsins ómögulegt aö bregöa fjórtán ára vana mínum og fara aö reykja. Viö þetta böl baröist ég svo allt þar til ég var orðinn fimmtugur. Þá fyrst fór ég - líklega í ölæöi - aö reykja og þótti þaö raunar alveg afspyrnuvont. Þaö er fyrst núna aö ég er farinn aö sætta mig viö aö reykja, meira aö segja fariö að finnast þaö gott. Tók sex ár. Og þá loksins aö mér tókst að venja mig á aö reykja, fara allir aö garfa í manni að hætta aö reykja. En ég þekki sjálfan mig þaö vel aö ég veit aö slíkt er borin von. Annar er sá ávani sem mér er engin leið aö tileinka mér, en þaö er aö nota bílbelti. Sagt er aö erfitt sé aö kenna gömlum hundi aö sitja rétt og þaö má vel vera, en aö kenna mér aö sitja í bíl og meö bílbelti er óhugsandi. Og nú gengur semsagt maður undir manns- hönd aö reyna aö fá mig til að hætta aö reykja og fara aö nota bílbelti. Lengi vel var ég raunar fullur efasemda um ágæti bílbelta og reyndi að skoöa [Detta þjóöþrif- amál frá öllum hliðum. Ég hugsaði sem svo: Ef ég ek nú framaf björgum og steyti á nokkrum klettasyllum í hrapinu til sjávar, lendi svo á hvolfi í logandi bílnum þegar hann aö endingu hafnar í úfnum sjónum. Erekki hugsanlegt aövið slíkar aöstæöur geti bílbelti orðið til nokkurra trafala, ef ég þyrfti aö yfirgefa logandi bifreiðina á hafs- botni og við hin verstu skilyrði? í slíkum tilfellum þarf aö mörgu aö hyggja. Konan mín, sem er ákafur talsmaöur bílbelta, hefur svör viö öllum slíkum spurningum á reiðum höndum, enda hefur hún aflað sér menntunar í þessum fræöum af bókum, skýrsl- um og könnunum frá mörgum löndum. „Bílbelti eru stórhættuleg," hef ég stundum sagt viö hana, „sérstaklega ef maöur ekur fram- af klettum." „Danir hafa sannaö þaö, aö undir engum kringumstæöum getur veriö hættulegra að hafa bílbelti en aö hafa þau ekki,“ svarar hún aö bragöi. „Hvurn andskotann heldur þú aö danir geti sagt um þaö? Þaö eru engar mishæðir í Dan- mörku hvaö þá björg.“ „Himmelbjerget er í Danmörku." „Himmelbjerget er ekki fjall. Það er lægra en Öskjuhlíðin, þó hitaveitutankarnir séu ekki mældir meö.“ „Þaö eru fjöll í Sviss.“ „ Já enda eru svisslendingar búnir aö afnema lögin sem skylduöu fólk til aö vera meö bílbelti og áreiðanlega vegna (Dess hvaö hættulegt þaö er að vera meö bílbelti í fjallalöndum.“ „Ég ansa þessu ekki,“ segir nú konan mín. „Framvegis notar þú bílbelti eins og aðrar skikkanlegar manneskjur." „Hvernig á ég aö fara aö, ef mig langar til aö fá mér vindil úr hanskahólfinu og sit fastur í bílbeltinu?" „í fyrsta lagi átt þú ekki aö vera aö vasast í hanskahólfinu undir stýri og í ööru lagi átt þú að hætta aö reykja.'1 Ég sé að ég kemst ekki upp meö moðreyk og er þar aö auki orðinn allt of seinn í vinnuna. „Ef maður væri bara ekki svona andskoti lengi aö vefja sig í þennan andskota," tauta ég á leiðinni út. „Þaö tekur ekki nema tíu sekúndur aö setja þaö á sig og fimm aö taka þaö af sér,“ svarar hún aö bragði. Þaö er ekki nema tveggja mínútna akstur heimanað frá mér á vinnustað og enn vantar klukkuna tíu mínútur, svo ég ákveð aö nota bílbeltið í fyrsta sinn. Viðureigninni viö bílbeltið ætla ég ekki að lýsa hér, né heldur skömmunum á vinnustað fyrir aö mæta sjö mínútum of seint. En eftir þessa fyrstu reynslu mína af akstri ítvær mínútur meö bílbelti og hugleiöingar um málið síöan, kemur þessi húsgangur sannarlega uppí hugann: Þegar ég vagni velti víst skal ég hanga í stói fastur í bílabelti bundinn við ökutól. Hæpinn heiður Steingrímur Hermannsson lýsti því yfir í viötali viö Mbl. að hann hafi farið til Sviss að horfa á handbolta til að heiðra landsliðið með návist sinni. Þá var þessi vísa ort á ritstjórn Þjóðviljans: Þótt’ann flæktist þarum gleidur, þykir fleirum eins og mér tiltölulega hæpinn heiður að hafa Denna nálægt sér. ■ Ekkert breytist í Framsókn Það er allt einsog fyrir 15 árum í Framsóknarflokknum, sögðu menn úr stjórnum Sambands ungra Fram- sóknarmanna frá 1971 til 1973 sem hittust í samkvæmi á dögunum. Margir úr þess- um stjórnum heyrðu til svo- kallaðri Möðruvallahreyfingu og gengu síðar til liðs við Al- þýðubandalagið. Þegar þeir fóru yfir pólitíska sviðið í dag til samanburðar komust þeir hlæjandi að þeirri niðurstöðu að ástandið frá því í byrjun átt- unda áratugarins hefði verið pantað uppá nýtt; Þráinn Valdimarsson væri aftur orð- inn framkvæmdastjóri flokks- ins, Kristinn Finnbogason orðinn allsráðandi á Timan- um og Alfreð Þorsteinsson kominn í framboð í Reykjavík. Félagsheimili í Snobb Hill Það væsir ekki um toppana hjá SÍS. Nú hefur Guðjón B. Ólafsson sem búið er að velja sem arftaka Erlendar Einarssonar orðið sér úti um lóð í Snobb Hill, nánar tiitekið aö Laugarásvegi 20. Þar ætl- ar hann að byggja sér einbýl- ishús, sem er þess konar að það væri auðvelt að nota sem félagsheimili í meðalstórri sveit. Húsið, sem hann hyggst byggja þar, er 650 fermetrar og 1700 rúmmetrar, en venjuleg einbýlishús eiu ekki nema um 800 rúmmetr- ar. í húsinu eru 3 til 4 baðher- bergi og þar eiga að vera 4 bílastæði á lóð. Þess má geta að fyrir er á lóðinni annað eldra hús, en félagi Guðjón er þegar búinn að sækja um leyfi til að rífa það. Þeir borga góð laun hjá SÍS ...■ Hinn framsýni Hamsun Það hefur löngum viljað brenna við að bókmennta- fræðingar sem og aðrir beri það upp á skáld og rithöfunda að þeir séu undir áhrifum frá þessu og hinu stórskáldinu, og skáldbræður eru ekki skáldbræðrum sínum bestir hvað þetta áhrærir. í Hel- garpóstinum núna í vikunni stígur einn íslenskur skáld- mæringur fram á sjónarsvið- ið, Ásgeir nokkur Hvíta- skáld, þekktur fyrir frækilega baráttu sína gegn þröngsýn- um bjórhöturum, og viðrar skoðanir sínar á lífinu og til- verunni viö blaðamanninn Jóninu Leósdóttur. Ásgeir segist ekki vera mikill lestrar- hestur, en á hann sér þó einn uppáhaldsrithöfund, sem er hinn amríski Saiinger, sem skrifaði Catcher in the Rye, sem Flosi Ólafsson þýddi og kallaði Bjargvætturinn í grasinu. Ásgeir segist ekki vera eina skáldið sem hafi orðið fyrir áhrifum af áðurn- efndum Salinger, því ekki minna skáld en Knut Hams- un, sem reyndar var á tíræð- isaldri er Salinger sló í gegn með bók sinni, er að sögn Hvítaskáldsins, undir miklum áhrifum frá Salinger. Það verður ekki á Hamsun logið, að framsýnn maður mun hann hafa verið.B Eins og blaðalesendur muna stóð til að Samvinnuhreyfing- in gæfi út sögu sína fyrir nokkru en hún strandaði á því að sagnfræðingurinn sem ráðinn hafði verið til verksins, Helgi Skúli Kjartansson, vildi segja frá hlutum sem SÍS- forystan vildi láta liggja í þagn- argildi. Nú höfum við hlerað aö um það leytí sem SÍS átti aldarafmæli fyrir 4 árum hafi Eysteini Sigurðssyni verið fal- ið að þýða bækling um fram- tíðarsýn samvinnumanna. Bæklingurinn var gerður að tilhlutan Alþjóða samvinnus- ambandsins og í honum voru rissaðar útlínur af þeim heimi sem samvinnumenn vildu stefna að um næstu aldamót. Andrés Kristjánsson var beð- inn um að lesa yfir þýðinguna með tilliti til málfars og gerði hann það. Síöan hefur ekki til bæklings þessa spurst. Þegar Andrés fór að lengja eftir út- komunni reyndi hann að fá handritið með það í huga að fá að bæklingnum annan útgef- anda, t.d. KRON. Sú leit endaði á Kjartani P. Kjart- anssyni blaðafulltrúa SÍS sem kvaðst ekki mundu afhenda handritið. Þar við situr. En á næstunni verða haldnir aðal- fundir kaupfélaganna og svo vill til að á þeim, sem og aðal- fundi SÍS í sumar, verður yfir- skriftin nokkurn veginn sú sama og á bæklingnum, þ.e. framtíðarsýn samvinnu- manna. Við höfum heyrt að Andrés hafi í hyggju að rifja upp efni bæklingsins á þess- um fundum og kannski kemur þá í Ijós hvað það var sem SlS-forystan vildi ekki leyfa okkur að lesa.B Framtíðin ritskoðuð 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.