Þjóðviljinn - 16.03.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.03.1986, Blaðsíða 8
Eyjólfur ungur, séra Eyjólfur og Scheving sýslumaöur (Jakob Pór Einarsson, Þorsteinn Gunnars son og Gísli Rúnar Jónsson): Hann hefur komist aö því aö við getum ekki látið eins og viö komum hvert öðru ekki viö ... Mitt handrit hefur ekkert sjáiistœtt gildi... Nú í vikunni var frumsýnd í lönó leikgerð skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, Svartfugl. Höfundurhennarer Bríet Héöinsdóttir, sem jafn- framt er leikstjóri - og hafði viö upphaf þessa spjalls margt gott um samstarfsfólk sitt aö segja- leikarana, Steinþór Sigurðsson sem gerir leikmynd, Jón Þórarins- son sem skrifar músíkfyrir sýninguna og Daníel Walt- hers sem setur saman Ijósa- mynstrið... En samtalið var um Svartfugl og hér á eftir er gengið út frá því að ekki þurfi að rifja upp sérstak- lega dapurleg örlög Bjarna á Sjö- undá og Steinunnar ástkonu hans (þau mál eru m.a. rakin í saman- tekt í síðasta sunnudagsblaði Þjv.). En fyrst var að því spurt, hvernig á því stæði að svo oft og víða er unnið að því að setja skáldsögur á svið. Þœr stóru spurningar - Má vera, sagði Bríet, það sé vegna þess að skortur er á inn- lendu efni. Þessar leikgerðir skáldsagna eru sýndar með nýj- um íslenskum verkum, ekki í stað þeirra - eins og nú sannast í Iðnó. Svo er að muna eftir því, að það er til miklu meira af góðum dram- atískum skáldverkum en góðum dramatískum leikritum. Kannski hafa líka verk eins og þetta hér breiðari og sterkari skírskotun en mikið af því efni, sem okkur stendur til boða. Þau voru skrifuð áður en menn urðu feimnir við að spyrja hinna stóru spurninga. Sumir kvarta yfir því, að leikhúsfólk sé að vaða með skít- ugum skónum ofan í annarra manna verk. En hvað gerir það til? Svartfugl stendur allt af sér, hvort sem þessi sýning misheppn- ast eða ekki. Eins og skáldsögur Halldórs Laxness standa af sér misjafnlega heppnaðar sýningar. Kannski getur það verið skásti ár- angur slíkrar sýningar, að áhorf- andinn komi heim af henni, taki Svartfugl fram og lesi skáldsög- una aftur vandlega. Eða lesi hana í fyrsta sinn. Handrit og eilífðarmól - Ferðu frjálslega með þetta efni? - Nei. Það er vitanlega hægt að skrifa sjálfstætt leikverk um Bjarna og Steinunni, flytja verk- ið að Sjöundá, útrýma Eyjólfi presti að mestu eða eitthvað í þá veru. En það er ekki mín aðferð. Ég er blátt áfram að færa Svart- fugl á svið. Mitt handrit hefur ekkert sjálfstætt gildi - það getur eins farið á haugana um leið og hætt er að sýna. Ég lít satt að segja á það eins og leikstjórnar- handrit handa sjálfri mér. En vit- anlega er í því eins og í sjálfri leikstjórninni falin viss túlkun. Ég reyni að sýna minn skilning á verkinu - en heimta vitanlega ekki að hann sé réttur og endan- legur. - Atburðir sögunnar gerast um aldamótin 1800. Finnst þér erfitt að nálgast það aldarfar, hugsun- arhátt atburðatímans? - Mér sýnist, að þær spurning- ar sem vaka fyrir Gunnari Gunn- arssyni séu tíma- og staðlausar, þær eru sammannlegar og sið- ferðilegar. En vitanlega er sjálfri atburðarásinni stýrt af sögutím- anum - á okkar tímum gætu Bjarni og Steinunn blátt áfram skilið við sína leiðu maka. Og þessi fjarlægð í tíma gefur svo tækifæri til að ydda þær siðferði- legu spurningar sem uppi eru hafðar. Rœtt við Bríeti Héðinsdóttur um leikgerðir skóldverka og sektogóbyrgð ÍSvartfugíi Gunnars Gunnarssonar Engin einföld svör - Það er oft vikið að sekt og samsekt í þessu verki. Finnst þeim Steinunni og Bjarna að þau séu sek? - Það held ég. Það er rangtúlk- un á Svartfugli að halda að Gunn- ar skrifi söguna til að hvítþvo þau - enda ætla ég honum ekki svo grunnan mannskilning, að hann búi til algott fólk og alvont. í þessari sögu segir frá öflum sem Íeynast í okkur öllum og þar með, að við skyldum varast að dæma aðra af grunnfærni. Þau Steinunn og Bjarni fremja ástríðuglæp, þeim er varla sjálfrátt - en það er um leið ljóst, að við getum ekki lagt blessun okkar yfir mann- dráp, hvort sem einkaframtakið eða heil þjóðfélög eru að verki. - En samsekt séra Eyjólfs? - Séra Eyjólfur endar á því að skjóta sínu máli til guðs, hann ræður ekki við þetta, hann mun ekki fyrr en á efsta degi fá að vita hvaða þátt hann sjálfur, sem gat einn fengið þau Steinunni og Bjarna til að játa, átti í þessum harmleik. En á hinn bóginn hefur hann komist að raun um það, að við getum ekki látið eins og við komum hvert öðru ekkert við. Ég held að við færum flest að eins og séra Eyjólfur ef aðstæður vildu flækja okkur f svipuð örlög, og ef við værum sæmilega innrætt mundum við spyrja líkt og hann. Sannleikskrafan - Er eitthvað í þessu verki af þeirri hugmynd að glæpamaður- inn verði af innri þörf að gefa sig fram? - Eitthvað er það. Það færist viss ró yfir Bjarna þegar hann hefur gert hreint fyrir sínum dyr- um. En séra Eyjólfur hefur meira hugann við þá iðrun, sem verði að koma fyrir glæp og hann er líka knúinn áfram af þeirri þörf, að sannleikurinn komi fram þótt ófrýnilegur sé. Það er eitthvað í okkur öllum sem kallar á að svar fáist við spurningunni: hvað gerðist? Mér finnst það þessa dagana óþolandi tilhugsun að kannski fáum við aldrei að vita hver drap Olof Palme. - Jón prófastur Ormsson? - Já, það eru skiptar skoðanir um hlutverk hans í þessu verki. Það er sagt að í hans heimi sé syndin ekki til. Það er líka hægt að ásaka hann fyrir vanrækslu- synd. Ef hann fengi að ráða hefði réttvísin aldrei náð fram að ganga. En þá verður að spyrja: gátu þau Bjarni og Steinunn lifað farsælu lífi á Sjöundá eftir það sem á undan var gengið? Það held ég ekki. Ástandið er strax eftir að Jón Steinunnarmaður er drepinn orðið óbærilegt. Hún Guðrún þín, segir Steinunn, verður að fara eins og Jón minn - annars segi ég frá. Scheving sýslumaður og séra Eyjólfur verða líka á einu máli um þetta - og það ræður mestu um að yfir- valdið fær klerkinn til að hjálpa sér að fiska eftir játningu. Gott mótvœgi Persóna Schevings er reyndar mjög vel skrifuð hjá Gunnari Gunnarssyni. Hann er með sín- um kaldranalega húmor gott mótvægi við þessa þungbæru sögu, og þessi greindi og glæsilegi yfirstéttarstrákur er ekki bara harður dómari, hann er marg- brotin persóna. Gleymum því heldur ekki, hve ungir þeir eru þessir strákar, prestur og sýsli, sem eru að ráðskast með þessa rosknu öreiga frá Sjöundá. - Scheving býr svo um hnúta að engar líkur eru á því að dómur hans verði mildaður ... - Já. Þetta er fyrsta mál hans, hann er settur sýslumaður í for- föllum afa síns. Kannski verður hann að æsa sig upp í grimmd til að geta fellt þennan harða dóm - og því stekkur hann upp á nef sér þegar þeim möguleika er hreyft, að Bjarni hafi kannski drepið Jón bónda í nauðvörn. Ég er ekki svona ... - Hvernig skilur þú það mis- ræmi sem fram kemur í játning- um Bjarna og Steinunnar eftir að þau höfðu þó komið sér saman um að segja allt sem var? - Eins og Eyjólfur hafði vonað, kemst Bjarni til viss æðruleysis og finnur til léttis við játninguna, þrátt fyrir allt. En skelfingin gríp- ur Steinunni. - Og undan henni losnar hún ekki? - Ég veit ekki. Hún segir undir lokin: í rauninni er ég ekki svona. Og því trúir maður - við aðrar aðstæður hefði hún orðið venju- leg bóndakona með fimm börn. Maður trúir því líka að hún gat lent í svona máli - og þá kannski hver sem er ... - ÁB. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.