Þjóðviljinn - 16.03.1986, Page 9

Þjóðviljinn - 16.03.1986, Page 9
 SKILN 3 Tíunda hvert hjónaband endar með skilnaði. Á hverri viku fá dómarartíu kröfur um lögskilnað til afgreiðslu. Áfallið sem fólk verður fyrir við skilnað er talið jafnmikið og við fráfall maka. Hvernig líður þessu fólki? Hjónabandið á í vök að verjast um þessar mundir. Skilnuðum hefur farið ört fjölgandi und- anfarin ár og nú er svo komið að 1 af hverjum tíu hjónaböndum enda með skilnaði. Á hverri viku berast héraðsdómurum og borgardómara 10 kröfur um lögskilnaði. Samtímis gerist það að þeim sem ganga í hjónaband fer fækkandi. Vafalaust vegur að einhverju leyti upp á móti því hve margir velja að búa í óvígðri sambúð en tölur um þær eru óáreiðanlegar. Ljóst er þó að þeim hefur fjölgað vemlega sem velja það sam- búðarform. Þessar tölur segja okkur þá sögu að á hverju ári þurfa um eitt þúsund íslendingar að ganga í gegnum þá þolraun sem heitir hjónaskilnaður. Hér á eftir verður reynt að gera grein fyrir því hvernig sú þolraun hefur komið þremur einstak- lingum fyrir sjónir. ( næstu opnu segja tvær konur og einn karl frá reynslu sinni af skilnaði. Einnig er rætt við Sigrúnu Júlíusdóttur félags- ráðgjafa sem ásamt Nönnu K. Sigurðardóttur félagsráðgjafa heldur námskeið fyrir fólk sem hefur slitið samvistum við maka sína. Loks er stutt spjall við séra Sigurð Hauk Guðjónsson prest í Langholtssókn en lögum samkvæmt þurfa allir sem hyggjast sækja um skilnað að ræða við prest og þeim er uppálagt að ieita sátta milli hjóna. Það má því ætla að þeir hafi nokkuð góða yfirsýn yfir þá örðugleika sem fólk glímir við í skilnaði og hvaða ástæður reka það út í skilnað. —ÞH Sjá opnu. Sunnudagur 16. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.