Þjóðviljinn - 16.03.1986, Síða 12

Þjóðviljinn - 16.03.1986, Síða 12
Ástin er eina glœtan Spjallaðvið mœlskukóng framhaldsskól- anna Helga Hjörvar - Veistu þaö aö ég hef reynslu af því aö vera landsfrægur, sagði Helgi Hjörvar, 18 ára menntaskólapiltur, sem varö heimsfrægur á íslandi á dög- unum þegar hann varö mælskukóngur framhaldskól- anna og sagt var f rá og sýnt í sjónvarpi. Hvað áttu við mcð að þú hafir áður orðið landsfrægur, dreng- ur? - Tíu ára sönglaði ég inná hljómplötu hjá Amunda Ámund- asyni, Emil í Kattholti, - og hef verið laglaus síðan. Þá sórég þess eið að verða aldrei aftur frægur en Ómar eyðilagði það. Og því varstu að sverja? - Enn þann dag í dag, tæpum níu árum síðar, er æpt: EEEEE- EEEEMMMIIILL!_ - strák- skratti. Aður heldur en við gefum þér færi á að monta þig meira, viljum við hræra þjóðlega strenginn og spyrja um ætt og uppruna. - Móðir mín er Helga Hjörvar, skólastjóri Leiklistarskóla ís- ■lands, dóttir Marsibilar Bern- harðsdóttur, Önfirðings, nú forn- sala í höfuðstaðnum og Helga Vigfússonar, fv. verslunarmanns og fangabúðastjóra á Suðurlandi. Fóstruð af Stefáni Illugasyni Hjaltalín, Snæfelling og dags- brúnarverkara á eyrinni í sex ára- tugi. Faðir er Ulfur Hjörvar, Helga útvarpsmanns af Mýrum og Rósu Daðadóttur úr Dölum. Að rísa undir nafni Hefurðu fengið þjálfun fyrir ræðumennskuna annars staðar en í skólanum? - Já, ég var í Listdansskóla Þjóðleikhússins (maður varð nú næstum landsfrægur fyrir það, með tippi og þó í ballett) og þeir völdu gjarnan í hin ýmsu auka- hlutverk í ballettum og leikritum úr krakkaskaranum sem þar var. Þannig kviknaði áhuginn á leik- list, og ræðumennska er að stór- um huta leikræn tjáning. En blessað móðurmálið, hver hefur ræktað það með þér? - Það lögðust allir á eitt um að láta mig rísa undir nafni. Pápi minn er metnaðarfullur ís- lenskumaður og ég var snemma vaninn á að lesa upphátt. Það hefur einnig vegið nokkuð í ís- lenskuuppeldi mínu að ég ætti að standa undir nafni (afi hans og alnafni Helgi Hjörvar rithöfund- ur ög útvarpsmaður var mikilhæf- ur íslenskumaður einsog eldra fólk veit og man). Þannig að það hefur verið dekrað við þig í menningarlegu uppeldi? - Ónefndur ritstjórnarfulltrúi á ónefndri öldu í vesturbænum er raunar alltaf að núa mér og mín- um félögum því um nasir að við séum dekurbörn menntaðrar millistéttar. Hvað varðar menntunina er það rétt. Við vor- ekki að finna milli eyrnanna held- ur milli fótanna og síðan þá hef ég enga vinnu fengið. Ertu ofsafenginn flokksmað- ur? - Ha, nei, nei, - ég er lýðræð- issinnaður sósíalisti. Tek afstöðu eftir eigin höfði - með eða gegn Flokknum skiptir ekki máli. Al- þýðubandalagið er hins vegar dá- lítið spennandi núna. Þar takast á tvær kynslóðir, hvor með sína hugmyndafræði. Sjálfur aðhyllist ég meir lýðræðishugmyndirnar, enda er forræðishyggja ekki við mitt skap. Auk þess sem ég hef andstyggð á þessu eilífa makki við íhaldið - einkum í verkalýðs- hreyfingunni. ANt nema ísfólkið Ertu hreinræktað félags- málatröll, eða hefurðu fleiri áhugamál? -Eg hef áhuga á pólitík og bókum. Les allt utan Isfólkið og rauðu ástarsögurnar. Önnur áhugamál einsog leiklistin t.d. hafa vikið nokkuð fyrir þessu tvennu og því að drekka kaffi og spjalla, en af því hef ég mjög gaman. Við félagarnir sitjum gjarnan á Hressó og Öldugötu og ræðum hin áhugamálin, bækur og á- standið í Allaballanum - en ástar- málin eru rædd undir fjögur augu. Þú lifir svona bóhemsku lífi, 18 ára unglingur og eyðir þess utan gífurlegum tíma í ræðukeppni, fer þannig ekki að halla undan fæti í þínu aðalstarfi, skólanum? - Jú, það gengur ekki alveg nógu vel. En þú getur huggað þig við það að ég hef heitið að bæta úr því. Hefurðu ekki sagt þetta áður, Helgi minn? - Ef þú ert að dyigja um að ég sé kærulaus, nú eða bjartsýnasti maður í heimi, þá er svarið ja, ja, en það stendur til bóta. Hvar hefurðu unnið á sumrin og í fríum? - í fornsölu, saltfiski hjá Skúla Al. á Sandi, Hraðfrystihúsi Dýr- firðinga, og sl. sumar í fiski í Kósavirkinu í Klakksvík í Fær- eyjum. í jólaleyfum vinn ég í bókbandi en með náminu við hú- svörslu. Því starfi skiptir klíkan bróðurlega með sér. Þegar strákur nýtur svona vel- gengni eins og þú i ræðukepp- ninni, ertu ekki hræddur um að verða of montinn, hégómlegur og sjálfselskur, þú veist að þetta get- ur verið fylgifiskar velgengninn- ar? - Veistu, mér þykir fátt ömur- legra í fari fólks en hroki og sjálfs- birgingur. Ég reyni því að vera mér meðvitaður um þessar hætt- ur. Auðvitað elska ég sjálfan mig, það þarf maður að gera. Efast þú aldrei um ágæti þitt? - Sjálfsálitið er eins og loftvog- in. Stundum líður mér illa og þá nagar efinn mig, en öðrum stund- um gengur ágætlega og þá er ekk- ert að efast um. Er það ekki svo hjá flestum? Klíkan er naflinn Þú minntist á klíkuna, er hún mikilvæg? - Skiptir mig öllu! Kjarninn, ég, Orri Vésteinsson og Hrannar B. Arnarsson urðum vinir skömmu áður en við byrjuðum í M.H. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, fólk komið og farið eins og gengur. Kunningja- hópurinn stækkað og hlutföllin breyst - konum í hag. Eru allir í klíku í M.H.? - Já, skólinn er samansafn klíkna, misstórra mengja. Eftir því sem fólk eldist, stækka þær, verða opnari. En á öllum þessum breytingum hafa verið gerðar miklar rannsóknir af nemum í sálfræði. En af hverju urðu þessar klíkur til? Afnám bekkjarkerfisins veldur því að í stað hins félags- lega skjóls sem krakkarnir höfðu af bekknum, kemur klíkan. Klík- um látnir lesa heimsbókmenntir strax á unga aldri. Ég las t.d. Gorkí, „Barnæska mín“, tíu ára, en held ég hafi nú skilið ósköp lítið. Kannski það hafi verið vegna þess að engir peningar voru til fyrirTinna-bókunum, því dekurbörn vorum við ekki í efna- hagslegum skilning. Öreigar nú- tímans á Islandi eru jú listamenn. Hvar eru kostir blaðamanns? Er hún ekki dálítið hégómleg þessi ræðukeppni, - þið í kjólföt- um og hvaðeina? - Kjólfötin eru til að undir- strika leikinn. Þetta er öðrum þræði absurdleikhús - einsog lífið með sínum frímúrurum. Það já- kvæða við þessa keppni er sá áhugi sem vaknað hefur á ræðu- mennsku. Fleira ungt fólk lærir að tjá sig í ræðu, nota málið og mannréttindi sín - og kannski ekki síst: öðlast þor til þess. Þar með eykur keppnin í raun lýð- ræðið, - þarf ég að segja þér meira? Þegar Ómar Ragnarsson spurði þig í imbanum um daginn hvort þú hygðist fara í pólitík, þá hló salurinn, af hverju Helgi minn? - Salurinn veit að ég byrjaði um fermingu að drekka kaffi með landskunnum lýðræðissossum, söngkonum, blaðamönnum, út- varpsþulum, og hvaðeina - vest- ast í vesturbænum, Óskar minn. Þess utan tók ég 16 ára sæti í landsstjórn fylkingarinnar, sat í miðstjórn Alþýðubandalagsins o.fl. Ég var með unglingasíðu hér í Þjóðviljanum fyrir fjórum árum síðan, og þó þið séuð blessunar- Iega sjálfstæðir hér á blaðinu, vissu nú flestir krakkarnir að þetta er róttækt blað. Það vita líka allir að lífið er pólitík - nema kannski þeir hjá sjónvarpinu. Þú ert ekki lengur á Þjóðviljan- um drengur, hvers vegna? - Það voru einhverjir speking- ar í hreyfingunni sem komust að því að kosti blaðamanns væri an er hinsvegar mikið sveigjan- legra og fjölbreyttara fyrirbæri en bekkurinn. í þeim skiptir þroski og áhugamál öllu. - Aldur engu. Við félagarnir vorum raunar dá- lítið seinþroska, a.m.k. hvað varðaði samskiptin við hitt kynið. En það hefur breyst einsog allt annað. Og hvaða þýðingu hefur ástin þá í þínu lífi? - Alla. Rétt eins og klfkan, enda elska ég hana. Ástin er eina glætan í þessum myrka heimi hat- urs og mannfyrirlitningar. Ekk- ert er eins gefandi og að elska og vera elskaður. En vímuefni, eiga þau einhvern sess i hvunndeginum hjá þér? - Vímuefnalöggjöfina hef ég aldrei brotið enda öfgafullur stuðningsmaður hennar. Af á- fenginu og böli þess hef ég svo eins og aðrir næga reynslu til að hræðast alla ofneyslu. En þú verður að skilja það, Óskar, að bindindisviðhorfið gamla þekkist vart lengur. Krakkarnir vilja fara milliveginn, sigla milli böls og bindindis. Þú ert þá jákvæður unglingur Helgi Hjörvar? - O,ho,ho, - já ég nýt þess að hlæja - einkum að lífinu, en í bland er ég alvarlega þenkjandi. Með sífelldar áhyggjur af með- bræðrum mínum, en síður af mannvirkjum. Þú ert þá andstæða prósentu- mannsins, tilfinningavera? - Það er rétt. Reiðin, gleðin, sorgin og hamingjan. Það er það sem skiptir máli - líka í pólitík- inni. Réttlætistilfinningin. Ég hef fengið mig fullsaddan af þessum bókvitsþröstum með sinn krónu- og aura-sósíalisma. Hann hefur engu skilað og mun engu skila. Réttlætið er ekki prósenta. Brjóstvitssósíalisti er ég og hef alltaf verið. Ég varð sossi - þá 8 ára - á því að lesa Hróa hött, og það get ég sagt þér að lokum að seint hefðu þeir Hrói og kappar hans í Skírisskógi gert annan eins samning og þann sem gerður var á dögunum... -<Jg 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.