Þjóðviljinn - 16.03.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.03.1986, Blaðsíða 16
Rocky IV Stallone fékk 6.000 árslaun Deng Hsiao-ping Kvikmyndaleikarar í Holly- wood eru stjörnur ma. í þeim skilningi aö þeirfásumir hverjirstjarnfræðilega há laun fyrir leik sinn. Frá því var ný- lega greint í bandarísku tíma- riti aö það tæki leiðtoga stærstu þjóðarveraldar, Deng Hsiao-ping hinn kín- verska, sex þúsund ár að vinna fyrir þeirri upphæð sem Sylvester Stallone fær fyrir að leika i einni kvikmynd. Deng Hsiao-ping — 2.000 dollara á ári. Sylvester Stallone — 12 miljónir dollara á mynd auk ágóðahlutar. Stallone lék í tveim myndum sem frumsýndar voru á síðasta ári, Rambo og Rocky IV, ogfékk að launum 12 miljónir dollara — uþb. hálfan miíjarð íslenskra króna — fyrir hvora mynd. Auk þess samdi hann um ágóðahlut af Rocky IV sem gæti hækkað upp- hæðina í 20 miljónir. Stallone er langsamlega hæst launaði leikar- inn í Hoilywood um þessar mundir, hann fær allt að heimingi hærri laun en þeir sem koma hon- um næstir. Stallone hefur þó enn ekki slegið Marlon Brando við. Hann þáði 3,7 miljónir dollara og ágóðahlut til viðbótar fyrir að birtast í 20 mínútur á tjaldinu í myndinni Superman. Næstir koma Robert Redford, Dustin Hoffman og Warren Be- atty sem þiggja 6 miljónir dollara fyrir hverja mynd sem þeir leika í. í 5 miljóna flokknum eru svo Jack Nicholson og Eddie Murphy en sú kona sem ber mest úr být- um fyrir kvikmyndaieik er Meryl Streep. Hún fékk 3 miljónir doll- ara fyrir leik sinn í Out of Africa sem fjallar um dönsku skáldkon- una Karen Blixen. Meryl Streep — 3 miljónir dollara á mynd, enda kona. Karlar trekkja, segja framleiðendur Það viðgengst mikið launamis- rétti milli kynja í Hollywood eins og sést á því að Streep sem leikur aðalhlutverkið í Out of Africa er aðeins hálfdrættingur á við Ro- bert Redford sem leikur stærsta karlhlutverk myndarinnar. Samt er hlutverk Streep miklu veiga- meira og hún hefur verið útnefnd Dustin Hoffman — 6 miljónir dollara á mynd auk ríflegs ágóðahlutar. til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn en ekki Redford. Þær konur sem næstar koma í tekjum eru Goldie Hawn sem fær 3 miljónir dollara fyrir hverja mynd en í tveggja miljóna flokknum eru Shirley MacLaine, Sally Field, Jane Fonda, Kath- leen Turner og Jessica Lange. Það er gamalt orðtæki í Holly- wood að það séu fyrst og fremst karlmenn sem dragi fólk í bíó. Goldie Hawn — 3 miljónir dollara á mynd. Þetta endurspeglast í því að 69% hlutverka í kvikmyndum þar sem leikarar fara með einhvern texta falla körlum í skaut en 31% kon- um. Karlar hafa því úr helmingi fleiri rullum að moða og gott bet- ur. Konur hafa fleiri skýringar á þessu misrétti á takteinum. Fjármagnið sem kvikmyndafyrir- tæki hafa úr að spila kemur mest frá körlum og þeir treysta konum Jack Nicholson — 5 miljónir dollara á mynd. síður til að stjórna dýrum mynd- um. „Það er sjaldgæft að konur fái að stjórna myndum sem kosta meira en 5 miljónir dollara," segir Barbara Klein kvikmynda- framleiðandi. Hún er hins vegar alveg ósammála þeim sem segja að einungis karlar dragi fólk í bíó. „Ég er viss um að fólk kemur til að sjá Shirley MacLaine, Jane Fonda og Meryl Streep þótt engir karlar séu í aðalhlutverkum, rétt eins og fólk flykktist í bíó hér á árum áður til að sjá Judy Gar- land, June Allyson og Lönu Turner. Harður bransi Færri hlutverk þýðir meiri samkeppni og þar af leiðir að konur verða að sætta sig við lægri laun. Auk þess bendir stéttarfé- lag leikara í Hollywood á að kon- ur þéni mest séu þær undir þrí- tugu eða yfir áttræðu. Karlar eru hins vegar best launaðir á aldrin- um 40-80 ára og hafa því lengri starfsaldur. Kvikmyndagerð í Hollywood er harður bransi og leikarar eiga á hættu snöggt gengisfall ef þeir leika í myndum sem ekki trekkja nóg. Einn þeirra sem hefur orðið fyrir slíku er kyntröllið Burt Reynolds. Hann varð fyrsti leikarinn sem rauf fimm miljón dollara múrinn árið 1980 þegar hann lék í myndinni Cannonball. En á síðustu þremur árum hefur stjarnan hans hnigið og launin sömuleiðis. Og ekki eru aliir stjörnur í Hollywood, því fer fjarri. í stétt- arfélagi leikara eru 60.000 félags- rnenn og 70% þeirra hafa innan við 2.000 dollara (85.000 kr.) í árstekjur fyrir kvikmyndaleik. —ÞH/reuter Marfumynd Skotvopnum beitt gegn mynd Godards Kaþólikkar í Brasilíu siguðu vopnuðum lögreglumönnum á Maríumynd Godards enda telja þeir at og frá að heilög mey hafi leikið körfubolta meðan hún var og hét. Enn heldur franski kvikmynda- leikstjórinn Jean-Luc Godard áfram að valda hugarangri mcðal íhaldsmanna heimsins. Nýjasta mynd hans, Ég heilsa þér María, sem sýnd var á kvikmyndahátíð hér á landi í fyrra, veldur íhalds- sömum kaþólikkum miklum and- vökum og undanfarið hafa staðið deilur um myndina í Brasilíu. Fyrir skömmu þurftu lögreglu- menn að beita skotvopnum til að koma í veg fyrir sýningu myndar- innar í kaþólskum háskóla í Sao Paulo. Stúdentar höfðu reynt að gera að engu tilraunir lögreglu- manna til að stöðva sýninguna. Engan sakaði þó í átökunum. Forseti Brasilíu, Jose Sarney, lét í síðasta mánuði undan þrýst- ingi kaþólsku kirkjunnar og bannaði sýningar á Maríumynd Godards. Héraðsdómari í Sao Paulo leyfði síðar sýningar á myndinni um tíma en alríkis- dómstóll ógilti svo þann úrskurð. íhaldssamir kajjólikkar hafa það út á myndina að setja að hún brjóti í bága við túlkun kristinnar kirkju á meyfæðingunni. 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.