Þjóðviljinn - 16.03.1986, Síða 17

Þjóðviljinn - 16.03.1986, Síða 17
_____________________ FRÉTTASKÝRING____________________________ Reykjavíkurflugvöllur Slysið vekur upp deilur Sýnt að flugvöllur í Vatnsmýrinni getur haft stórslys í för með sér Óhappið sem varð síð- astliðinn mánudag þegar Fokkervél frá Flugleiðum rann stjórnlaust af Reykjavík- urflugvelli út á Suðurgötu, þannig að við stórslysi lá, hef- ur vakið upp að nýju deilur um staðsetningu flugvallarins í miðri höfuðborginni, kosti þess og galla og bollalegg- ingarum hvarværi hentugast að koma þessu olnbogabarni fyrir. í byrjun janúar var samþykkt í borgarstjórn nýtt deiliskipulag af flugvallarsvæðinu sem í raun fest- ir flugvöllinn í sessi þar sem hann er og gerir ráð fyrir geysilegum fjárfestingum á þessu svæði. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins og Kvennaframboðs mæltu harkalega gegn þessu deiliskipulagi, enda hefur það verið skoðun þeirra, að flytja beri flugvöllinn út fyrir borgina, jafnvel að koma þessari flugum- ferð á Keflavíkurflugvöll. Sjálf- stæðisflokkurinn, Alþýðuflokk- urinn og Framsóknarflokkur greiddu hins vegar atkvæði með deiliskipulaginu, enda telja full- trúar þessara flokka það hagsmuni borgarinnar að flug- völlurinn fari hvergi. Lukkan réði Slysið á mánudaginn hefur fyrst og fremst minnt menn á þá hættu sem stafar af þessari stað- setningu flugvallarins. Sigurjón Pétursson Abl. sagði í samtali við blaðið að hann teldi það einstaka heppni, að einungis skyldi hafa orðið þarna eignatjón. „Þetta atvik sýndi ljóslega þá hættu sem er þarna til staðar, enda verða langflest flugslys í nágrenni flug- valla, í flugtaki eða lendingu.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi Kvennaframboðs tekur undir þetta sjónarmið. „Við höfum alltaf talið að flug- völlurinn eigi að víkja úr borg- Það munaði óhugnanlega litlu að olíubíll annars vegar og strætisvagn fullur af fólki hins vegar yrðu á vegi Árfara þegar flugvélin rann stjórnlaust út á Suðurgötu. inni, m.a. vegna slysahættunnar. Slys geta orðið þarna hvenær sem er. Og ég minni á að ýmsir emb- ættismenn, t.d. slökkviliðsstjór- inn í Reykjavík, hafa bent á þessa slysahættu og varað við því að vera með flugvöllinn þar sem hann er,“ segir Ingibjörg. Hún flutti tillögu í borgarráði í vikunni þess efnis að leitað verði álits óvilhallra manna á þeirri hættu sem borgarbúum stafar af flugumferðinni, en afgreiðslu hennar var frestað. Það er hins vegar vert að minnast þess, að þegar deiliskipulagið var staðfest í borgarstjórn í byrjun árs flutti Kvennaframboðið tillögu sem er nær samhljóða þessari, en hún var felld. Þó er auðvitað mögu- legt, að hugur manna til hennar hafi breyst við slysið á mánudag- inn. Lág slysatíðni Þjóðviljinn leitaði álits Guð- jóns Petersen framkvæmdastjóra Almannavarna á því, hvort þessi hætta væri raunveruleg, en hann taldi svo ekki vera. „Flugvellir eru í þéttbýli um allan heim, sem ræðst kannski fyrst og fremst af því að fólk vill eiga stutt í flugsamgöngur. Tíðni óhappa eins og þess sem varð í vikunni er hverfandi lítil, og mín persónu- lega skoðun er sú að út frá þessu sjónarmiði sé ekki ástæða til að fetta fingur út í staðsetningu Reykjavíkurflugvallar," sagði Guðjón. GARÐAR GUÐJÓNSSON Það hefur verið bent á það sem hugsanlegan möguleika til að forðast slys eins og hér er rætt um, og minnka ónæði af flugum- ferð að Iengja austur-vestur- braut Reykjavíkurflugvallar um 300 metra, m.a. til þess að létta flugumferð af svokallaðri norður-suður-braut. Þá þyrfti hins vegar að breyta umferð bif- reiða verulega, t.d. þannig að Suðurgata yrði grafin niður undir enda austur-vestur-brautar, og það er dýr framkvæmd sem sér- fræðingar telja að muni aðeins minnka flug yfir miðborgina um 5-10%. Auk þess sem flugvöllurinn veldur slysahættu og ónæði í borginni hafa andstæðingar hans lagt áherslu á að Vatnsmýrin er gífurlega dýrmætt byggingarland fyrir borgina og hentar vel fyrir allt að 20 þúsund manna byggð. Með því að nýta Vatnsmýrina sem byggingarland fyndist lausn á margvíslegum skipulagsvanda sem komið hefur upp á síðari árum. Davíð Oddsson og meirihluti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn hafa á undanförnum árum lagt mikið kapp áað þenja byggð í borginni í austur, og jafnvel inn á lögsögu nærliggjandi hreppa. Með þessari stefnu hefur borgin stofnað til illdeilna t.d. við Mos- fellshrepp. Þannig hefur Davíð svo að segja tekið þá stefnu að flytja byggðina út fyrir borgar- rnörkin í stað þess að flytja flug- völlinn út fyrir borgina, sem er talið miklu hagkvæmara. Borgar- skipulag hefur lagt til að mögu- leikar á flutningi flugvallarins yrðu kannaðir í ljósi þessara staðreynda, en af því varð ekki. Málið ókannað Og þar er komið að atriði sem er allrar athygli vert. Sigurjón Pétursson sagði í samtali við Þjóðviljann, að fulltrúar Abl. hafi í borgarstjórn lagt til að allir möguleikar á öðru flugvallar- stæði yrðu kannaðir, en því var hafnað. „Það er álit kunnugra að til að mynda á Geldinganesi sé hægt að koma upp fullnægjandi flugvelli fyrir innanlandsflug og það eru til teikningar af flugbraut þar. Það yrði vissulega kostnað- arsamt, en þó æskilegt þó ekki væri nema með tilliti til þess hversu verðmætt byggingarland Vatnsmýrin er. Þetta og annað þarf að kanna til þrautar. Ef hér verður alvarlegt slys er ljóst að flugvöllurinn verður að víkja og þá er betra að hafa aðra staði á takteinum. Flugvöllur í Geld- inganesi myndi hafa hverfandi litla hættu eða ónæði í för með sér. En ef ekkert heppilegt flu- gvallarstæði er til, þá þarf að at- huga hvort ekki er hægt að flytja þessa umferð á Keflavíkurflu- gvöll,“ sagði Sigurjón. Það er skoðun Ingibjargar S. Gísladóttur, að flugumferðin eigi að fara um Keflavíkurflugvöll, þar sé verið að byggja stóra flug- stöð og óþarfi að byggja aðra á Reykjavíkurflugvelli, eins og deiliskipulagið gerir ráð fyrir. „Þessi mál hafa aldrei verið skoðuð oní kjölinn, og það væri þarft verk að krefjast þess að allir möguleikar verði skoðaðir. Það er að mínu mati fáránlegt að halda að það breyti einhverju um hættuna þótt Suðurgata verði grafin niður, eða komið verði fyrir umferðarljósum, aðflugið verður eftir sem áður yfir mið- borgina,“ sagði Ingibjörg. Deiluefnið á betri stað Slysahætta, ónæði, kostir Vatnsmýrarinnar sem byggingar- lands, allt eru þetta veigamikil rök fyrir því að flugvellinum verði fundinn betri staður. En jafnvel þótt sú röksemdafærsla verði ofan á, er ljóst að það tekur ár ef ekki áratugi að Áytja dei- luefnið á betri stað. Þann tíma verður skilyrðislaust að nýta til þess að finna framtíðarlausn á þessu máli. - 88- Leiðari Flugvöllur á skökkum stað Flugvöllurinn í Reykjavík hefur löngum verið bitbein manna. Um áratugaskeið hafa verið á lofti efasemdir um skynsemi þess að hafa hann áfram í Vatnsmýrinni. Andstæðingar vallarins hafa fyrst og fremst bent á, að honum fylgi veruleg slysahætta. Með rökum hafa menn haldið því fram að það sé einungis spurning um tíma hvenær stórslys hljótist af völdum flugum- ferðar um völlinn, því beri að finna honum ann- an stað hið fyrsta. Atburðir síðustu viku staðfesta, aðtiað stafar veruleg slysahætta af flugvellinum í Vatnsmýr- inni. Einungis kraftaverk gerði að verkum að ekki varð manntjón á mánudag þegar flugvél í flugtaki rann út af brautinni og út á Suðurgötu við enda vallarins. Um Suðurgötu er mikil og stöðug umferð bifreiða. Strætisvagnar eru á ferð fyrir enda vallarins nokkrum sinnum á klukkustund, og tæpast hefði þurft að spyrja að leikslokum ef flugvél hefði lent á strætisvagni meö fjölda farþega. Það er lítil huggun að vita til jjess að til er hópslysaáætlun vegna flugvallarins, sem síð- asta mánudag var næstum því sett í gang. Til- vist slíkrar áætlunar undirstrikar einungis líkur á slysum í tengslum við völlinn. Hún sýnir að ábyrg yfirvöld líta á slys sem raunhæfan mögu- leika. Atvikið á mánudag brýnir fyrir mönnum þá staðreynd, að aðeins með því að flytja flugvöll- inn út fyrir borgarmörk, úr nábýli við byggð, verða slysalíkurnar minnkaðar einsog framast er unnt. Það er vert að benda á, að erlendis hafa orðið slys vegna grenndar flugvalla við þétta byggð, og þar er gjarnan stefnt að því að koma flugvöllum úr byggðamiðjum og út á borgar- jaðra. Hins er líka skylt að geta, að framkvæmda- stjóri Almannavarna, Guðjón Petersen, telur ekki ástæðu til að fetta fingur út í staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Hann greinir frá því að tíðni slysa af því tæi sem henti á mánudaginn sé hverfandi. En atvikið á mánudag sannaði þó eigi að síður að þau verða, og það er einungis spurning hvenær. Til að minnka líkur á slysum í tengsium við flugumferð á Reykjavíkurflugvelli hefur verið rætt um að lenga austur-vestur brautina um 300 metra, og grafa Suðurgötuna undir brautarend- ann. En það yrði hins vegar dýr framkvæmd, og þó hún kæmi að líkindum í veg fyrir slys einsog það sem varð á mánudag, þá telja sérfræðingar að hún muni ekki minnka flug yfir miðborgina nema um 5 til 10 prósent. Lenging flugbrautar- innar skiptir því ekki höfuðmáli. En að minnka flug yfir borgina er siysavörn sem ber að stefna að. Þess má geta, að á sínum tíma lagði borgar- skipulagið til að kannaðir yrðu rækilega mögu- leikar á flutningi flugvallarins. Af því varð aldrei vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins og hagsmunaaðila í flugi. En tillaga borgarskipu- lagsins grundvallaðist á því, að Vatnsmýrin, þar’ sem völlurinn stendur, er mjög dýrmætt bygg-i ingarland. Væri völlurinn fluttur skapaðist rými fyrir 20 þúsund manna byggð. Með því mætti ráða bót á margvíslegum skipulagsvanda sem hefur komið upp á síðustu árum. Þeir sem vilja flugvöllinn burt hafa bent á ýmsa möguleika. Sumir hafa vísað á Keflavík- urflugvöll sem miðstöð innanlandsflugsins, sökum þeirrar aðstöðu sem þar er fyrir hendi og er verið að efla. Aðrir hafa bent á Geldinganes. Kosturinn við síðari staðinn er nálægðin við byggðina í Reykjavík, og fyrir borgina hefði sá staður í för með sér að atvinnan sem borgarbú- ar hafa af fluginu héldist að mestu í byggðar- laginu. Það er tiltölulega skammt síðan Sjálfstæðis- flokkurinn lét samþykkja nýtt deiliskipulag af flugvallarsvæðinu sem í raun festir flugvöllinn í sessi um skeið. Hins vegar hlýtur að koma að því að völlurinn verði fluttur. Það liggur á að gera það sem fyrst, áður en verulegt manntjón hlýst af slysum í tengslum við hann. Slysavarnar- sjónarmið af þessu tæi virðast hins vegar ekki eiga upp á pallborðið hjá þeim sem fara með málefni Reykvíkinga og það er auðvitað miður.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.