Þjóðviljinn - 16.03.1986, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 16.03.1986, Blaðsíða 20
Þögn sem við breytum í frjáls orð... Ávarp fœreyska skáldsins Róa Paturssonar við afhendingu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn nýveriðtók Rói Patursson við bók- menntaverðlaunum Norður- landaráðs fyrstur þeirra rithöf- unda sem á færeysku skrifa. í ávarpi sem skáldið flutti í því tilefni segir á þessa leið: Ljóð mín eru orðin til á vett- vangi einsafsmæstu tungumálum heintsins. Færeysk menning er næstum því ósýnileg í stærra samhengi. Og samt finna sérkenni samfélags og von mannsins um frelsi sér tjáningarform í þessari menn- ingu. Og það undarlega er, að tak- mörk tungu sem fáir mæla á eru hin sömu og takmörk stórþjóða- mála. Og þar - einhversstaðar á jað- arlöndum tungumálsins og menningarinnar, verður hið nýja til. Hér við landamerki tungu- málsins hittum við fyrir þögnina og markleysuna, sem ummynda skal í merkingu og mennskan veruleika. Hér hittum við þá þögn og þá kyrrð sem á að breytst í orð. Og það er til margskonar þögn. Við hittum fyrir þögnina í sjálf- um okkur. Ekki aðeins þögn hins óskiljanlega, heldur einnig þögn sorgarinnar - þá kyrrð sem við finnum allt í einu fyrir, þegar lif- andi rödd þagnar. Og svo þekkj- um við lífmagnandi þögn gleð- innar og skiljum hana öll - þá þögn sem vonin skýtur í rótum sínum. Við göngum á vit hinnar miklu þagnár náttúrunnar - þögn tillits- leysisins, sem um leið er þögn vanmáttarins í tæknimenningu okkar tíma. Einnig hér finnum Tom Ahlberg við upptökutækin í hljóðveri danska ríkisútvarpsins. Danmörk Sœnskur borgarstjóri í Kaupmannahöfn í blaðinu Nordisk kontakt les- um við þá athyglisvcrðu frétt að ungur svíi sé orðinn borgarstjóri í Kaupmannahöfn. Næst fréttum við sennilega að fullir svíar séu orðnir vinsælir í Nýhöfninni! En hvað um það þá mun 27 ára gamall sænskur nemi í blaða- mennsku, Tom Ahlberg, fara með stjórn fræðslu- og menning- armála í borgarstjórn Kaúp- mannahafnar næstu 4 árin. Yfir- stjórn borgarinnar er þannig háttað að efst trónir yfirborgar- stjóri en undir honum eru nokkr- ir borgarstjórar sem stjórna hin- um ýmsu málaflokkum og skipt- ast þeir niður á flokkana eftir at- kvæðamagni. Sósíalíski alþýðu- flokkurinn bætti við sig átkvæð- um í kosningunum á sl. hausti og fyrir bragðið varð Ahlberg borg- arstjóri, sá yngsti í Danmörku. Ahlberg ólst upp í nágrenni Stokkhólms til 10 ára aldurs en flutti þá til Danmerkur. Hann er enn sænskur ríkisborgari og segir að með því móti sleppi hann við að gegna herskyldu. Ahlberg hefur nýlokið gerð þáttaraðar fyrir unglinga sem flutt hefur verið í danska ríkisút- varpinu og hlotið miklar vinsæld- ir. Voru þessir þættir liður í starfsþjálfun hins verðandi blað- amanns. Ahlberg er unnandi rokktónlistar og á því sviði er Bruce Springsteen einna hæst skrifaður hjá honum. Kaup- mannahafnarbúar hafa þegar gefið honum . auknefnið „rokkborgarstjórinn" og vonast eftir því að honunt takist að standa við þær yfirlýsingar sínar að gera tilveruna skemmtilegri fyrir borgarbúa. Rói Patursson: takmörk smáþjóðatungu eru hin sömu og takmörk stórþjóðamála ... við markleysu, sem við verðum að ummynda án afláts og þýða á okkar eigið tungutak, sem við verðum að breyta í sannleika með einum eða öðrum hætti. Og svo er til þögn samfélagsins og sogunnar. Við þekkjum líka þögn vald- hafanna um lífið á jörðinni. Þögn einmanaleikans á götum okkar, í borgum okkar. Og þögn eymdar og fátæktar. Einnig þögn stríðsins og dauðans, hina ógnvænléga þögn tuttugustu aldarinnar. Öll þessi afbrigði þagnar verð- um við að rjúfa - umbreyta þeim og þýða í frjáls orð. Dala Yrja er afbrigði af danska Casteilo-ostlnum og hinum franska Bresse Blue. Osturinn er mildur með hvítri mygluskán aö utan og bláýróttur aö innan. Hann er mjög ijúffengur djúpsteiktur eöa grlilaöur t.d. ofan á kjötsnelö auk þess sem hann er góöur sem forréttur eöa ábætisréttur og á ostabakkann. Bragögæöi ostslns njóta sín best sé hann látinn standa utan kælis í 1—2 klst. fyrlr neyslu. Lúövík Hermannsson er ostameistari Mjólkursamlagsins I Búöardal. Hann lauk náml I Danmörku áriö 1977 og hefur starfaö aö iön sinni síöan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.