Þjóðviljinn - 06.04.1986, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 06.04.1986, Qupperneq 5
Vígbúnaðarkapphlaup Að selja geimvopn Margir eru meira en vantrúaðir á geimvopnaáœtlun Bandaríkjanna, en áróður fyrir henni er rekinn af mikilli hörku, enda œtla margir sér að grœða á œvintýri þessu Menn kannast við þá meginhugmynd sem liggurað baki svonefndum Stjörnustríðsáformum Reagans Bandaríkjaforseta. Hún er sú, að koma fyrir í geimnum búnaði, sem finnur kjarnaodda Sovétmanna meðan eldflaugar, sem þá bera, eru á uppleið og eyða þeim síðan með öflugum geislavoþnum. Stjórnvöld kenna þessi áform við skammstöfunina SDI, en algengt er að kenna hana við fræga tæknibrellukvikmynd, Stjörnustríð, en þarskjótast geimverur á dauðageislum eins og að drekka vatn eða skylmast með prikum. Síðan geimvopnaáætlun var hleypt út í pólitískt andrúmsloft hefur það verið mjög algengt, að sérfróðir menn hafa reynt að skjóta hana niður. Gagnrýni þeirra stefnir í tvær áttir. Annars- vegar fara þeir, sem mest hugsa um pólitíska hlið málsins - þeir segja að hér verði um nýtt skref í vígbúnaðarkapphlaupi að ræða, sem muni, þegar allt kemur tií alls, ekki leiða til annars en veður gerast enn vályndari í heiminum en það nú eru. Þessir menn vitna svo til tæknifróðra, sem hafa bor- ið fram margar efasemdir um tæknilegan áreiðanleik þeirra geimvopna sem tilraunir eru farnar af stað með. Þeir segj a á þá leið, að í Stjörnustríðsáætlunum sé gert ráð fyrir nákvæmni og samstillingu vopna og stýrikerfa, sem aldrei verði unnt að ná - auk þess sem ótal ófyrirsjáanlegir hlutir á tvísýnum tímum, sem og tæknileg andsvör Sovétmanna við áætlunum Bandaríkjamanna gætu gert geimvopnin miklu verri en gagnslaus. Tœknileg vandkvœði f vesturþýska vikublaðinu Spi- egel er af stað farin mikill greina- flokkur um stjörnustríðsáformin. Þar er fyrst lögð mikil áhersla á það, hve óralangt er frá því, að lasergeislatækni hafi verið beisluð með þeim hætti, að hægt sé að nota hana til að eyða eld- flaugum og kjarnavopnum í mörg þúsund kílómetra fjarlægð. I raun og veru sé ástand þessarar tækni þannig, að til að mynda þennan „feiknalega aflmikla stuttbylgjugeisla" dugi ekki minna en að hlaða „geimfallbyss- una“ með atómsprengingu. Með öðrum orðum: til að skjóta niður atómvopn verður þú að byrja á því að sprengja atómsprengju! En sú samantekt í Spiegel sem hér er vitnað til er ekki síst for- vitnileg vegna þess, að þar er gerð ágæt grein fyrir því, hvaða aðferðum „sölumenn“ geim- vöpnaáætlunar Reagans, menn eins og James Abrahamson flug- hershöfðingi, beita tii að hafa áhrif á fjölmiðla og þar með al- menningsálit í þá veru, að menn hrífist með þeirri reyfaralegu hugmynd að riddarar hins góða geti með yfirburða geislatækni tryggt sig gegn öllum morðtólum Heimsveldis hins Illa, eins og Re- agan hefur stundum kallað So- vétríkin, a.m.k. þegar hann er ekki á leiðinni að tala við Gorbat- sjof flokksleiðtoga. Að skjóta bundna hœnu Dæmi er tekið af tilraun sem gerð var 1984 með mikið laser- appírat sem Miracl er kallað. Búnaður þessi, sem er feiknafyr- irferðarmikill og óhentugur, varð fyrst til þegar bandaríski sjóher- inn vildi vita, hvort hann gæti var- ið skip sín með lasgergeislum. Búið var að salta þau áform sem óhentug, en Reagan og hans menn grófu þau upp. Sýndar voru myndir af því, hvernig mið- þrep bandarískrar Titaneldflaug- ar eins og tætist í sundur þegar geislar frá Miracl lendir á því. Svona ætlum við að fara með Rússann, sögðu sölumenn geimvopnanna. Abrahamson lét að því liggja að þessi búnaður væri eiginlega klár til notkunar í hernaði („weapon grade“). En þegar málið var betur skoðað kom allt annað í ljós. Það kom nefnilega á daginn, að Mir- acl var í aðeins 800 metra fjar- lægð frá kyrrstæðu skotmarki þegar tilraunin var gerð. Þetta köllum við að skjóta á bundna hænu, sagði Philip Farley um þetta mál, en hann er eðlisfræð- ingur við Stanfordháskóla í Kalif- orníu og meðhöfundur að gagnrýninni úttekt á meginhug- myndum þeim sem liggja til grundvallar Stjörnustríðsáform- um. Maður bindur hænu og skýtur á hana af þriggja skrefa færi - og lætur að því liggja, að þar með sé sannað að vel sé hugs- anlegt að þú getir lagt að velli fugl sem flýgur í þéttu kjarri í segjum 1200 metra fjarlægð!... Það fylgir sögunni, segir Spieg- el, að lasergeislabúnaður af gerð- inni Miracl sé úreltur, tilraunin sem kvikmynduð var hafi ekki verið til annars en að koma með eitthvað „sýnilegt“ til að hjálpa til við áróðurinn sem rekinn er fyrir geimvopnunum. Loftbyssur Annað dæmi er frá blaða- mannfundi sem haldinn var í Col- orado Springs í nóvember í fyrra. Þar var enn að verki sölustjóri geimvopnahugmyndarinnar, James Abrahamson. Hann sýndi mynd af eftirlíkingu af sovéskri eldflaug af gerðinni SS-18. Á lík- ani þessu (sem var einn þriðji af James Abrahamson: svona ætlum við að fara með Rússana. hroughout time, great team have made history...We’r Auglýsing um geimvopnaáætlunina - við þurfum að örva ímyndunarafl þeirr sem borga ... fullri stærð) var gat mikið. Þetta gat, sagði Abrahamson, höfum við skotin á eldflaugarlíkanið úr „geislabyssu" (hugmyndin að baki slíkrar byssu er að skjóta skoti, ekki með aðstoð sprengi- efnis eða eldflaugareldsneytis heldur með tilstilli rafsegulafla). Abrahamson játaði að líkanið væru að vísu úr gipsi, timbri og pappa. En svona væri samt hægt að skjóta göt á sovéskar græjur með geislabyssu. Viðstaddir klöppuðu ákaft. Og þó var þetta líka auglýsing- abrella. Geimvopnamenn hafa ekki í höndum geislabyssu sem geti búið til önnur eins „göt“ úr nokkurri fjarlægð og sáust á myndum þeim sem sýndar voru. í rauninni var skotið gat á líkanið úr loftbyssu, sem er framhald af því vopni til að hrella með fugla, sem Fransmenn höfðu búið til þegar á sextándu öld og allir strákar kannast við. Útsmogin auglýsingatœkni Og þá er komið að því, sem menn veita kannski ekki alltaf at- hygli: að bandarískur vopnaiðn- aður hefði ekki velt 2500 miljörð- um dollara síðan heimsstyrjöld- inni síðari lauk ef ekki hefði kom- ið til útsmogin auglýsingatækni og fortölukúnstir, sem freista ráðamanna til að leggja fé í sífellt ný vopnakerfi. Um þetta mál er vitnað til frægs auglýsingamanns sem David Og- ilvy heitir. En hann hefur sagt á þessa leið: „Með því að nytsemi nútíma- vopns er mestan part staðsett í ímyndunarafli þess sem vopnin kaupir, þá eru auglýsingastarf- semi og virk fjölmiðlatengsli í raun og veru enn þýðingarmeiri fyrir vopnaiðnaðinn en fyrir neysluvöruiðnaðinn. Hér er í enn ríkara mæli en þegar seldir eru sportbílar eða snyrtivörur um það að ræða, að virkja ímyndun- arafl og leyndar óskir þess fólks sem eiga að bora“. Og Ronald Reagan, sem einu sinni talaði inn á auglýsingar fyrir General Electric Company, hef- ur þegar ýtt af stað í þjóðarvit- undinni því „ímyndunarafli" sem vopnaframleiðendur treysta á þegar þeir vonast til þess að Stjörnustríðsáætlunin verði þeirra mesta gullnáma. Allir vilja vera með - Lockheed, McDonn- el Douglas, LTV Aerospace, General Dynamics, Grumman, Aerojet General og fleiri stórfyr- irtæki, sem öll eru að meira en hálfu leyti háð vopnaframleiðslu, eru á þeim lista, og sá listi er langur. Þegar er búið að ganga frá um það bil 1000 samningum við iðnfyrirtæki um rannsókna- verkefni í þágu geimvopnaáætl- unarinnar. „Þeir peningar sem þegar eru farnir að streyma eru enn ekki peningaflóðið mikla, en þeir þjóna einkum því markmiði að búa til vini og stuðningsmenn og byggja upp kraftmikil hagsmuna- samtök“ segir John Pike sem hef- ur fylgst með geimvopnaáætlun- inni af hálfu Samtaka banda- rískra vísindamanna. Hagsmuna- samtök um að reka á eftir þeirri áætlun, tryggja það sem best að hún komist það langt og vítt og breitt að ekki verði við snúið. Og Time spáir því að Stjörnustríðsá- ætlunin verði kannski mesta „flesktunna" allra tíma - Sam- band rafeindaiðnaðarins giskar á að fram til 1994 muni takast að dæla í þá miklu tunnu allt að 70 miljörðum dollara. ÁB tók saman. Aðalfundur Miðgarðs verður haldinn miðvikudaginn 16. apríi kl. 18.00 að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Sunnudagur 6. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.