Þjóðviljinn - 06.04.1986, Side 13
Þorvaldur
Örn Árnason
BRÉF TIL
JESÚ
Reykjavík, á páskum 1986.
Kæri Jesús!
Efþú hefðir fæðst á Húsavík fyrir 29 árum og alist upp á Brekkunni á
Akureyri hjá móður þinni, henni Maríu, sem vann 10 stundir á dag í
spunaverksmiðjunni tilþess aðþú gætir gengið menntaveginn og lesið
fornsögurnar, Laxness, Marx, Nýjatestamentið og mannréttindaskrá
Sameinuðu þjóðanna og leitað sannleikans einn og ótruflaður uppi á i
öræfum, -þá vildiéggerastlærisveinnþinn ogsamverkamaður, straxá
morgun - og fylgja þérþegár þú færir að hughreysta þá niðurlægðu svo
þeim finnist þeir ekki verri menn þótt þeir geti ekki komið sér upp þaki
yfir höfuðið og farið til sólarlanda.
Ég myndi vilja sjá þig ná ökumönnum lifandi út úr samanlögðum
bílhræjunum, tala viðþá angistarfullu svo þeir hætti við að fyrirfara sér
og hjálpa úrvinda vinnuþrælum til að komanast í samband við börnin
sín.
Ég vildi heyra þig segja okrurunum til syndanna og taka forstjórana,
prestana og ritstjórana á beinið.
Ég myndi brjótast með þér inn í sjónvarpshúsið að næturlagi í
nóvember og eyðileggja allar spólurnar með jólaauglýsingunum í ár
svo við gætum sjálf ákveðið hvað við keyptum ekki.
Ég vildi vera félagi í byltingarflokki þínum sem boðaði samhjálp,
sjálfræði og jafnrétti og berðist fyrir réttlátri skipan samfélgsins hér á
Islandi og um heim allan, útbýta með þér dreifiblöðum við Ríkið,
hjálpa þér við að koma upp hátalarakerfi á Lækjartorgi, og setjast með
þér á malbikið fyrir framan Awacs-vél á Keflavíkurflugvelli áður en
hún færi í loftið til þess að stjórna takmörkuðu kjarnorkustríði.
Ég myndi bera fyrirþig mynda vélina og nestispokann þegarþú færir
um vígvellina í Afganistan til að geta sagt fólki um heim allan frá
glæpunum sem verið er að drýgja þar núna og vinna með þér í fáeina
mánuði á sjúkrastöð í Nicaraqua.
Ég myndi kasta mér á leigumorðingjann sem KGB og CIA réðu til
að drepa þig þegar valdhöfum heimsins væri orðið ljóst að þeim stafaði
ógn aforðum þínum og athöfnum og ég myndi hjálpa Maríu, móður
þinni, viðlcitina að líkamsleifum þínum þegar óþokkunum aðendingu
tækist að láta þig hverfa.
Ég vildi að égþyrði að hættá lífi mínu tilþess að halda byltingarstarf-
inu áfram eftir aðþú værir fallinn frá íþeirri von að einhvern tíma verði
öll mannanna börn bræður og systur sem hjálpist að við að gera jörðina
að þeirri paradís sem okkur báða dreymdi um, þcgar við vorum litlir
drengir.
Þinn Þorvaldur Örn.
Laus staða
Laus er til umsóknar staða lektors í franskri málfræði og málvísind-
um við heimspekideild Háskóla íslands.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rannsóknir og
ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðu-
neytinu fyrir 1. maí 1986.
Menntamálaráðuneytið,
1. apríl 1986.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna
starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
Seljahlíð, vistheimili aldraðra v/Hjallasel
1. Hjúkrunarfræðinga á dag- og kvöldvaktir.
Upplýsingar gefur Aðalheiður Hjartardóttir í
síma 73633.
2. Starfsfólk í ræstingu og aðhlynningu á vist,
um er að ræða vaktavinnu.
3. Hársnyrti, um er að ræða V2 starf.
4. Snyrtifræðing til fótaaðgerða, um er að ræða
V2 starf.
5. Starfskraft við símavörslu.
6. Starfskraft í þvottahús.
7. Húsvörð, um er að ræða dagvinnu.
8. Sjúkraþjálfara.
Upplýsingar gefur María Gísladóttir, forstöðu-
maður í síma 73623 frá kl. 10.00 til 12.00, dag-
lega.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást,
fyrir kl. 16.00 mánudaginn 13. apríl.
meira úrval af teppum / hraðari afgreiðsla,
á auðveldarihátt. / bættþjónusta.
NY TEPPADEILD
Nýir rafmagns-teppastandar gera okkur kleift að
sýna þér meira og meira úrval af tepparúllum á
auðveldari hátt.
2)
3)
4)
Á fallegu parketgólfinu taka stöku teppin sig sérlega
glæsilega út.
Bætt vinnuaðstaða auðveldar afgreiðslu og betri
þjónustu.
JL-teppadeild: Greiðslukjör gerast varla betri.
RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND
BYGGINGAVÖRUDEILD HRINGBRAUT 120 sími 28600