Þjóðviljinn - 06.04.1986, Side 19

Þjóðviljinn - 06.04.1986, Side 19
Alþjóða heilbrigðisdagurinn Barnið er faðir mannsins Eftir Silas R.A. Dodu Fyrirsögn þessarar greinar er fengin úr Ijóði eftir William Wordsworth en þar vill skáldið leggja áherslu á að reynsla barnsins mótar líf þess á síðari æviskeiðum. Á morgun, mánu- dag, er alþjóða heilbrigðisdagurinn og af því tilefni birtast hér tvær stuttar greinar eftir Silas R.A. Dodu en þær birtust upphaf- lega í málgagni Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, World He- alth, í byrjun þessa árs. Fjalla þær um einn útbreiddasta sjúk- dóm samtímans, of háan blóðþrýsting, og hvernig best er að fyrirbyggja strax í æsku að hann nái tökum á fólki. Höfundur greinarinnar er afrískur læknir sem gegndi starfi forstöðumanns hjarta- og æðasjúkdómadeildar WHO í Genf en hefur nú látið af störfum. Hár blóðþrýstingur er al- gengur víða um heim og veldur mörgum dauðsföllum. Flestir telja hann aðeins ógna þeim, sem komnir eru á miðjan aldur eða efri ár, en í ljós hefur komið, að hann er afleiðing lifnaðarhátta í æsku og á unglingsárunum. Sérfræðingar, sem starfað hafa að rannsóknum á vegum WHO, Alþjóða heilbrigismálastofnun- arinnar, í löndum, þar sem hár blóðþrýstingur er almennt vandamál, hafa lagt til, að samfé- lögin geri áætlanir, sem nái jafnt til ungra sem gamalla. Þeim til grundvallar eigi að liggja fjögur meginatriði: • Aðvörun um afleiðingar ofáts. Rétt þyngd fæst með því að takmarka neyslu við þarfir líkamans. • Aðvörun um ofneyslu salts. í flestum löndum heims er nú meira af salti í fæðunni en líkaminn hefur þörf fyrir. Draga má því úr saltneyslunni, án þess að það hafi slæmar af- leiðingar fyrir heilsuna. • Ábendingar um áhrif áfengis á heilsuna. Of mikil neysla áfengis hefur í för með sér aukna hættu á háum blóðþrýst- ingi. • Abendingum um heilsusemi líkamsræktar. Hún þarf ekki að byggjast á notkun flókinna tækja. Hressilegar gönguferðir geta verið nóg líkamsrækt. Skýrsla sérfræðinganna (Rannsóknir á blóðþrýstingi barna, tækniskýrsla WHO nr. 715) vekur athygli á því, að rann- sóknir á blóðþrýstingi barna gefi einstakt tækifæri til þess að kanna þau atriði, sem valda háum blóð- þrýstingi. f henni er einnig bent á Íeiðir til þess að koma í veg fyrir háan blóðþrýsting á fullorðinsár- um; reyndar fjallar hluti skýrsl- unnar um aðferðir til þess að ná því markmiði. Það er áiit sérfræð- inganna, að fyrirbyggjandi að- gerðir í æsku eigi jafnframt að henta fullorðnum; þær eigi því að vera í samræmi við þarfir alls samfélagsins. Þá er bent á, að að- gerðirnar eigi ekki að vera þann- ig, að einungis læknar og heilsu- fræðingar geti unnið að þeim. Þær þurfi að skipuleggja þannig, að kennarar og aðrir, sem starfa með börnum, geti einnig tekið þátt í starfinu. Meðal þess, sem bent er á í þessu sambandi, er lagasetning, og er meðal annars bent á lög, sem hafi það að mark- miði að takmarka natríuminni- hald ýmissa tilbúinna eða sam- settra fæðutegunda, svo sem barnamatar. Að breyta venjunum Á einum stað í skýrslunni segir: „Aðgerðir til þess að fyrir- byggja háan blóðþrýsting í börn- um hafa það að sjálfsögðu að meginmarkmiði að koma í veg fyrir háan blóðþrýsting á síðari æviskeiðum. Þær eiga margt sam- merkt með fyrirbyggjandi að- gerðum fyrir þá eldri, en fyrir- byggjandi aðgerðir á æsku- og unglingsárum verða að teljast áhrifaríkari. Sérstaklega ber að hafa í huga, að óeðlilega háan blóðþrýsting á fullorðinsárum má oft rekja til venja, sem myndast hafa á unga aldri og erfitt er að breyta síðar.“ Það er erfitt að benda á „ein- staklingsbundnar aðferðir", því að það er svo erfitt að benda ná- kvæmlega á, hvaða börn muni þjást af háum blóðþrýstingi síðar. Þess vegna eru aðgerðir, sem henta öllu samfélaginu, mun æskilegri. Þær hafa í för með sér, að breyta verður lífsvenjum fólks á öllum aldri, og jafnframt felst í þeim, að taka verður tillit til um- hverfisþátta, svo að gera megi að engu vissa þætti, sem valda háum Hjarta- og æðasjúkdómar koma ekki skyndilega heldur hafa í mörgum tilvikum byrjað að grafa um sig strax í bernsku. Þess vegna er hollt mataræði nauðsynlegur liður í forvörnum. blóðþrýstingi. Börn eru hluti samfélagsins, og því verður að taka fullt tillit til þeirra í slíkri áætlanagerð; ein af ástæðunum er, eins og fyrr segir, þörfin á því að koma í veg fyrir háan blóð- þrýsting á síðari æviskeiðum. Engar aukaverkanir af heilsurœkt Sérfræðingar segja, að menn eigi enn margt ólært um það, sem getur lækkað blóðþrýsting og komið getur í veg fyrir hækkun blóðþrýstings með aídrinum. En þeir segja: „Þó er nægilega mikið vitað, til þess að hægt sé að mæla með hóflegri neyslu á natríum og áfengi, aðgerðum til að fyrir- byggja offitu og aukinni heilsu- rækt sumra samfélaga. Ekki þarf að óttast neikvæðar aukaverka- nir slíkra aðgerða." f skýrslunni kemur fram, að það sé miklum erfiðleikum bund- ið að koma á almennum breyting- um á lifnaðarháttum manna á skömmum tíma. Um það segir síðan: „Til þarf að koma al- mennur vilji allra í samfélaginu, svo að hægt sé að hrinda í fram- kvæmd áhrifaríkri áætlun á þessu sviði. Þá þarf að koma til sam- starf manna í menntakerfinu, matvælaiðnaði, almennum iðn- aði og markaðsleitarfyrirtækjum, að ógleymdum heilsufræðingum og þeim, sem reka heilsuræktar- stöðvar. Sérfræðingar á sviði heilsufræði nýtast best, þegar þeir taka þátt í almennum að- gerðum, en einbeita sér ekki að því að ræða við einstök börn. Þess vegna ættu þeir og sérfræð- ingar á sviði heilsuræktar að vera í fremstu röð þeirra, sem skipu- leggja yfirgripsmiklar samfé- lagsaðgerðir, sem taka sérstakt mið af þörfum barna og ung- linga." Hvað ungur nemur... Þegar reynt er að koma í veg fyrir háan blóðþrýsting í ungu fólki, þá er verið að reyna að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma síðar á ævinni. Æðasjúkdómar, svo sem kransæðastífla, heila- blóðfall og hár blóðþrýstingur, eru meiriháttar sjúkdómsvaldar og valda mörgum dauðsföllum, en koma má í veg fyrir þá. Það er eitt af þeim skrefum, sem stigin verða, til þess að markmiði Al- þjóða heilbrigðismálastofnunar- innar, Heilbrigði fyrir alla, verði náð árið 2000. Skyndileg fjölgun kransæða- sjúklinga hélst í hendur við aukna velmegun iðnaðarþjóðfélag- anna. Það er rangt að kenna sjálfri velmeguninni um æðasjúk- dóma; orsakirnar má hins vegar rekja til vissra þátta í lífi þeirra, sem iðnríkin byggja. Velmegunin leysir úr læðingi áhrifamikil öfl, sem hvetja til lifnaðarhátta, sem hafa þessa neikvæðu þætti í för með sér. Fullyrðinguna um, að sjálfri velmeguninni sé ekki um að kenna, má hins vegar fá stað- festa, þegar litið er til þjóðfélaga, þar sem dauðsföllum af völdum kransæðastíflu hefur fækkað, þótt ekki hafi dregið úr vel- megun. Sérfræðingar í hjartasjúkdóm- um eru þeirrar skoðunar, að hefja eigi fyrirbyggjandi aðgerðir í æsku, því það er á því aldurs- skeiði, sem þær breytingar hefj- ast, er síðar geta valdið æðakölk- un og háum blóðþrýstingi. Það er einnig á því æviskeiði, sem til verða venjur, sem geta valdið þessum sjúkdómum, svo sem reykingar, ofát og hreyfingar- leysi. Börn verða fyrir margvís- legum áhrifum af fullorðnum. Haldi þeir sig við óholla lifnaðar- háttu, þá dregur úr áhrifum til- rauna til þess að móta venjur barna, svo að forða megi þeim frá sjúkdómum á síðari æviskeiðum. Af ofangreindu má ljóst vera, að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem ná til alls samfélagsins, ná bestum árangri; og þær verður að kynna vel, ekki síst í blöðum og sjón- varpi, svo að einstaklingarnir geri Hófleg hreyfing er ekki síður nauðsynleg og helst jafnt og þétt allt lífshlaupið. sér grein fyrir því, hvað þeir geta gert til að verja hjarta sitt. I því sambandi má nefna: • Skynsamlegt mataræði (lítið af dýrafitu og mikið af grænmeti og áyöxtum), en með því má draga úr kólesteróli í blóðinu og forðast offitu. • Engar reykingar. Sérfræðinga- nefnd Álþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar, sem starf- ar að því að skipuleggja að- gerðir til að fyrirbyggja æða- sjúkdóma, segir: „Markmiðið á að vera þjóðfélag, þar sem enginn reykir.“ • Minni saltneysla, takmörkuð neysla áfengra drykkja og eft- irlit sem sýnt getur háan blóð- þrýsting á frumstigi; einnig að- gerðir til að halda honum niðri. • Rétt líkamsþyngd og næg dag- leg hreyfing og líkamlegt álag. • Minni streita bæði í einkalífinu og á vinnustað. Sunnudagur 6. april 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.