Þjóðviljinn - 06.04.1986, Síða 20

Þjóðviljinn - 06.04.1986, Síða 20
Afmœlisór Tónleikar í Langholtskirkju í nœstu viku. Frakklandsferð og bygging félagsheimilis í bígerð Húsavernd Torfu- samtökin gefa út bók Torfusamtökin hafa sent frá sér rit um húsaverndun. í því er að finna erindi frá ráðstefnu sem samtökin gengust fyrir á sl. hausti. Þangað komu fjölmargir og urðu sumir frá að hverfa. Á ráðstefnunni héldu margir helstu sérfræðingar landsins á sviði húsa- verndunar erindi. f ritinu birtast er- indi eftir Birgi H. Sigurðsson skipu- lagsfræðing, Hörð Ágústsson listmájara og arkitektana Guðrúnu Jónsdóttur, Hjörleif Stefánsson, Þor- stein Gunnarsson og Þorvald S. Þor- valdsson sem jafnframt er forstöðu- maður Borgarskipulags Reykjavíkur. Þess ber að geta að ritið er gefið út í mjög takmörkuðu upplagi en það verður til sölu í Bókabúð Máls og menningar, Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Bóksölu stúdenta, hjá Sögufélaginu Garðastræti 13b og á skrifstofu Torfusamtakanna að Amtmannsstíg 1 (Torfunni) en þar má einnig panta ritið í síma. —|>H • •• aö skipta um veður, menningu, þjóötungur, eftir því sem hentar hverju sinni. • •• að vera í Kaupmannahöfn í dag og Rínar- dalnum á morgun. • •• aö njóta aðstoðar SL-veganestisins, (Euro- guide bókarinnar) þar sem þú hefur ógrynni upplýsinga um fallegar ökuleiðir og athygl- isverða staði, borgakort, gististaðaskrár og fleira og fleira. • •• að borga aðeins krónur 15.900,- fyrir flug og Ford Escort í 2 vikur, svo dæmi sé tekið. • •• að borga ekkert fyrir þriðju vikuna þegar fjórir eðafimmeru íbíJnum. Herbz Okeypis hjá í Danmörku • Ókeypis vegakort/bók • Tölvuútskrift með leiðbeiningum um stystu leiðir til þeirra áfangastaða sem þú hefur valið þér. • Afsláttarbók sem veitir margs konar afslátt á veitingastöðum, gististöðum, skemmtistöð- um, leikhúsum, skemmtigörðum og víðar. Afsláttarbókin getur hæglega sparað þér margar þúsundir króna. • Handhæg taska fyrir léttan farangur - fram- tíöareign sem alltaf kallar á góðar ferða- minningar. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727 Karlakór Reykjavíkur 60 ára Karlakór Reykjavíkur heldur upp á 60 ára afmæli sitt á þessu ári með ýmsu móti. Á sjálfan af- mælisdaginn, 3. janúar sl., var haldinn sérstakur hátíðarfundur ag í næstu viku verða árlegir hljómleikar kórsins fyrir styrkt- arfélaga sína. Hljómleikarnir verða haldnir fjórum sinnum í Langholts- kirkju. Þeir fyrstu verða á þriðju- dag, 8. apríl, kl. 20.30, síðan á sama tíma á miðvikudag og fimmtudag en lokatónleikarnir verða laugardaginn 12. apríl kl. 14.30. Stjórnandi kórsins á þess- um hljómleikum verður Páll Pampichler Pálsson og Guðrún A. Kristinsdóttir leikur undir á píanó. Einsöngvarar verða Frið- björn G. Jónsson, Hjálmar Kjartansson, Hreiðar Pálmason og Ólafur Magnússon en í tilefni af afmælinu munu margir eldri fé- lagar kórsins syngja með honum nokkur lög. Ýmislegt fleira stendur til á af- mælisárinu. Fljótlega eftir styrkt- artónleikana verður tekin fyrsta skóflustunga að nýju félagsheim- ili í norðanverðri Oskjuhlíð og í maí syngur kórinn með Sinfóníu- hljómsveit íslands í Háskólabíói. Þar verður ma. flutt verk eftir Skúla Halldórsson tónskáld við ljóð Vilhjálms frá Skáholti um Pourqouis pas?, franska rann- sóknaskipið sem fórst undan Mýrum fyrir réttum fimmtíu árum. íbúar á Bretagne skaga í Frakklandi munu minnast þessa skipstapa í júní í sumar og hefur kórnum verið boðið að syngja þar á fjórum stöðum á þeirri há- tíð. —ÞH Karlakór Reykjavíkur ásamt stjórnanda sínum, Páli Pampichler Pálssyni, og undirleikara, Guðrúnu A. Kristinsdóttur píanóleikara. Herbz Prófaðu flug og bíl íDanmöifcu • •• að vera á nýjum eða nýlegum bíl, traustum og skemmtilegum og líða eftir hinum full- komnu akvegum Evrópu. • •• að þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af kílómetragjaldi, lélegum merkingum eða bilunum. • •• að geta skotist á stuttum tíma til spennandi áfangastaða um alla álfuna; borga, bæja, skemmtigarða, veitingastaða, baðstranda - hvert sem er.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.