Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 2
Reykjavík stóriö Ég tel að Reykjavíkurborg eigi þegar í stað að kanna, hvort ekki sé rétt að taka Geldinganes frá fyrir fiskeldi með stjóriðjusniði. Þar á að framleiða mikið magn af því sem við Sigurður St. Helgason fiskalífeðlisfræðingur höfum kallað stórseiði, með því að nota 40 til 50 gráðu heitt affallisvatn sem ella rynni í framtíðinni ónýtt til sjávar. Fáist umframorka keypt á sama verði og önnur stó- riðja í landinu greiðir fyrir hana, þá borgar sig að dæla þarna sjó í landkvíar, þannig að mögulegur skortur á ferskvatni ætti ekki að hamla stórseiðaeldinu. Eldi af þessu tæi yrði orkufrekt á við aðra stóriðju, og það er auðvitað miklu nær að nota Geld- inganesið undir lífræna stóriðju af þessu tæi, en láta heldur lönd og leið alla gömiu draumana um eiturspúandi álver á Geldinga- nesi. Stórseiðin viljum við svo setja í sumareldi hér úti á Faxa- flóa og Kollafirði. Staðreyndin er nefnilega sú, að svæðið úti fyrir Reykjavík er sennilega eitt hent- ugasta svæðið á landinu til flot- kvíaeldis. Hér mætti auðveldlega framleiða mikið magn af Iaxi á ári hverju. Þetta sagði Össur Skarphéð- insson, ritstjóri, sem skipar fjórða sæti G-listans til borgar- stjórnarkosninganna í vor. En auk þess að vera ritstjóri er Össur einn fárra fiskeldisfræðinga landsins og lauk á sínum tíma doktorsverkefni í þeirri grein frá breska fiskimálaráðuneytinu. Fiskeldi - íslenska leiðin „Sigurður er fiskalífeðlisfræð- ingur og gamalreyndur fiskeldis- maður og rekur nú Eldisráðgjöf sf, sem er þekkt langt út fyrir landsteinana. Við höfum lengi ^verið sammála um að besta að- ferðin fyrir íslendinga til að auðgast á fiskeldi og skjóta sam- keppnisþjóðum ref fyrir rass væri að fara það sem við höfum nefnt íslensku leiðina í fiskeldi. í stuttu máli byggist leiðin á því, að nota þann séríslenska kost sem við höfum í heita vatninu, og nota það til að búa á ódýran hátt til það sem við höfum kallað stór- seiði. En það eru seiði sem eru stríðalin við kjörhita í 15 mánuði, og ná á þeim tíma um 400-700 gramm stærð í stað þess að vera 30 til 50 gramma þung, einsog sjógönguseiði eru yfirleitt í dag. Þessi stórseiði eru sjóvanin í maí, og séu þau þá sett út í flotkvíar í sjó af sama hitastigi og er hér utan við Reykjavík þá ná þau auðveldlega sláturstærð fyrir lok nóvember. Þannig notum við jarðhitann til að búa til ódýr stór- seiði og síðan náttúrulega sjávar- hitann hér við suðvesturströnd- ina að sumarlagi til að ala þau upp í markaðsstærð. Eldisferill- inn er þá ekki nema um tvö ár, eða að minnsta kosti ári skemmri en hjá Normönnum sem hlýtur auðvitað að koma sér afskaplega vel í samkeppninni við þá“. Sumareldi í flotkvíum - En er Reykjavík eitthvað hentugri til þess en önnur svæði? „Tvímælalaust. Meðalhitinn í vík einn besta stað á landinu til laxeldis í sjó“. Geldinganes - súrefni - En hvað með Geldinganesið, hvers vegna telurðu það svo heppilegt til stórseiðaeldisins? „Hvergi á landinu er jafn mikið magn af umframvarmaorku og hér í Reykjavík. Geldinganesið Horft yfir Geldinganes og út á Faxaflóa. Vegna aðstæðna er Geldinganes mjög vel fallið til stórseiðaeldis. Alla möguleika á því þarf hins vegar að kanna vel, áður en lagt er út í framkvæmdir. Kollafjörður og Faxaflói eru með bestu stöðum á landinu fyrir sumareldi á laxi. ofan í Áburðaverksmiðjunni. En þar fellur til mikið magn af sú- efni, og með því að nýta það í seiðaeldið er hægt að allt að tvö- falda framleiðsluna án þess að auka vatnsnotkunina. Þetta skiptir höfðumáli. - Af svona miklu fiskeldi í sjón- um og á Geldinganesi hlýtur þó að vera einhver lífræn mengun? „Á Geldinganesi yrði affallið Össur Skarphéðinsson: Sumareldi í Faxaflóa og Kollafirði á mikla framtíð fyrir sér. Nauðsynlegt að kanna möguleika á stórseiðaeldi á Geldinganesi. Gæti skapað atvinnu fyrir mikinn fjölda manns. Miljarða virði. Gætinýtt afgangsorku frá hitaveitunni. Nýtir umframorku. Súrefnií hlaðvarpanum getur tvöfaldað framleiðsluna. Styttir eldistímann um ár eða meir. Feikilegir möguleikar fyrir Reykvíkinga. sjónum hér fyrir utan er 9-10 gráður frá miðjum maí fram í nóvember. Þetta er mjög góður hiti til laxeldis í sjó, og ég held að óvíða séu færi á sjó með þessum sumarhita, þar sem kleift er að koma við laxeldi hér við land. Dýpið er lfka hentugt. Það er hægt að vera með traustar flot- kvíar út um allan Faxaflóa og Kollafjörð. Það skiptir miklu máli, því það dregur úr nauðsyn þess að láta kvíarnar standa þétt. En ég er þeirrar skoðunar að það sé varhugavert að hafa þær of ná- lægt hverri annarri. Komi upp sjúkdómur í kví, þá er alltaf meiri hætta á smiti milli kvía standi þær þétt. En ég tek hins vegar fram, að Færeyingar virðast annarrar skoðunar, þar stendur kví við kví út heilu sundin og firðina. Og eitt af því sem gerir þetta svæði svo hentugt fyrir kvíeldið er sú stað- reynd að samkvæmt mælingum verður aldan aldrei neitt vanda- mál að sumarlagi. Það sem skiptir þó ekki síst máli, og gerir að verkum að lax- eldi er svo vænlegt hér úti fyrir, er góð blöndun sjávarins við úthaf- ið. Hér er mikill munurinn á flóði og fjöru, heilir fjórir metrar, og þetta veldur afar góðri hreinsun. Þessi fjögur atriði, mjög heppi- legur sjávarhiti að sumri, gott dýpi, lftil alda og góð blöndun, gerir svæðið hér úti fyrir Reykja- er því í nálægð við gífurlega mikið magn af 40 til 50 gráðu heitu aff- allsvatni sem fellur til í Reykja- vík. f dag rennur þetta vatn ónýtt til sjávar. Hitaveituna þarf að skipuleggj a þannig í framtíðinni - og þetta gildir fyrst og fremst fyrir nýju hverfin sem verða til - að það verði hægt að safna þessu vatni saman og flytja út í Geld- inganes þar sem það yrði nýtt til framleiðslu á stórseiðum. Ég tek reyndar fram, að þetta er ekki mín hugmynd heldur Sigurðar St. Helgasonar. Þetta vatn vilj um við nota til að hita ferskvatn til seiðaeldisins, eða hreinlega kaupa umfram- orku frá Landsvirkjun á stóriðju- taxta og dæla sjó á land, sem við myndum svo hita með fyrrnefndu affallsvatni. Til að framleiða mikið magn stórseiða myndi þurfa gífurlegt magn af varma- og raforku en það myndi samt borga sig, fengist hún á sama taxta og stóriðjan kaupir hana. Stórseiða- eldi á Geldinganesi yrði því með stóriðjusniði, yrði í rauninni líf- ræn, reykvísk stóriðja. Þar með gætu menn lagt á hilluna allar hugmyndir um að setja eiturspú- andi stóriðju, á borð við álverks- miðju einsog marga fýsir á Geld- inganesi, alveg ofaní borginni. Fiskeldi á Geldinganesi yrði því líka náttúruvernd að hluta. Síðast en ekki síst er það alveg að sjálfsögðu hreinsað. Það nær ekki nokkurri átt hvernig af- rennsli fjölmargra eldisstöðva fer ómeðhöndlað út í hafið. En samt yrði í því mikill lífrænn úrgangur. Sömuleiðis félli til mikið af úr- gangi í kvíaeldi í Faxaflóa og Kollafirði. Það má reikna út, að fyrir hver þúsund tonn, sem eru framleidd, verði til lífrænn úr- gangur á borð við það sem kæmi frá hundrað þúsund manna borg þó án nokkurrar gerlamengunar. En einmitt þess vegna er flóinn hér fyrir utan svo hagstæður fyrir stórfellt fiskeldi, því hann hreinsast svo vel sökum blöndun- arinnar. Þar fyrir utan leggjum við Sigurður til að hér yrði ein- ungis um sumareldi að ræða. Með því að nota stórseiðin þarf ekki vetrareldi. Svæðið er því hvílt hálft árið, og það hreinsast algerlega á þeim tíma. Lífræn „mengun" af völdum eldisins yrði því ekki til vandræða, fyrr en mögulega væri farið að búa hér til tugþúsundir tonna.“ - Er engin hætta á að kvíafisk- ur hér fyrir utan eða stórseiði á Geldinganesi mengaðist af bakt- eríum úr skólpi Reykvíkinga? „Samkvæmt skýrslum sem ég hef kannað um þetta mál virðist það ekki vera, að minnsta kosti ekki fyrir þau svæði sem ég hef í huga að nýta fyrir kvíaeldi. Um það eru fleiri sammála mér. Svo má benda á, að allur laxinn sem gengur upp í hafbeitarstöðina í Kollafirði og í Elliðaárnar damlar hér í gegn á sumrin óskaddaður, fyrir nú utan það að Reykvíking- ar nærast að meira eða minna leyti á fiski sem er veiddur hér fyrir utan.“ - Nú virðast hins vegar allir tala um fiskeldi. Það er orðið að hálfgerðu tískuorði og á að leysa allan vanda. Getur það í rauninni gert eitthvað fyrir Reykvíkinga? „Það er rétt að menn tala mikið um fiskeldi, og sums staðar hafa þeir ekki farið með jafn mikilli forsjá og kappi. Svæðið hér fyrir utan Reykjavík er hins vegar ákj- ósanlegra en víðast hvar á landinu. Þar er ef til vill hægt að framleiða stærri Iax með minni tilkostnaði en víðast hvar annars staðar í floteldi. Þannig að ætli menn að framkvæma góða hluti í fiskeldi í staðinn fyrir að vera sí- fellt að röfla sig hása um mögu- leikana, þá geta þeir ekki annað en kannað kostina hérna fyrir utan. Staðreyndin er hins vegar sú, að nálægð þessa svæðis við Reykjavík hefur gert það að verkum að mönnum finnst það hálf fjarstæðukennt að ætla að fara að stunda laxeldi hér. En eftir alla þá vinnu sem ég hef lagt í að kanna þetta verð ég sífellt sannfærðari um möguleika þessa svæðis. Laxmaður minn Sigurður telur að í framtíðinni muni helm- ingur alls fiskeldis íslendinga vera á og við þetta svæði. - Getur markaðurinn hins veg- ar tekið við öllum þessum laxi sem íslendingar ætla að fram- leiða? „Markaðurinn verður ábyggi- lega ekki jafn sterkur og íslenskir bjartsýnismenn telja, og margt bendir til þess að verðið muni falla fyrr og hraðar en ýmsir töldu. En sú aðferð sem við Sig- urður viljum beita - íslenska leiðin - styttir eldisferilinn og nýtir samtímis annars vegar þau séríslensku gæði sem felast í jarð- hitanum sem býr til stórseiðin og hins vegar náttúrlegan og ókeypis sjávarhitann hér við suðvestur- hornið sem framleiðir matfisk- inn. Þessi aðferð minnkar fram- leiðslukostnaðinn, og einmitt vegna hennar ættum við að geta fótað okkur betur í samkepp- ninni, þegar harðnar á markaðs- dalnum. Þannig að ef það borgar sig ekki að framleiða lax með því lífræna stóriðjusniði sem við Sig- urður leggjum til hér á svæðinu, þá geta Islendingar alveg eins gleymt fiskeldi. Þá verður það aldrei arðbært. - Rekstrarformið á þessari stóriðju býður uppá margs konar möguleika. Við gætum hugsað okkur að hún yrði boðin út og mjög mörgum gefinn kostur á að taka þátt í ævintýrinu. Sjálfsagt er að samvinnufélög hafi forgang 2 SÍÐA - REYKJAVÍKURBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.