Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 7
ness vegna á fólkið líka að ráða meiru. - Sig. arhverfa. Þegar rædd eru mál á borð við dagvistun, skóla, um- ferð og almenningssamgöngur sem snerta hverfin er sjálfsagt að fulltrúar þeirra hafi sitt að segja um það.“ Bolungarvíkur- samkomulagið Þegar Garðastrætissamkomu- lagið var undirritað á sínum tíma gagnrýndi Kristín það harðlega. „Brýnasta málið í íslenskri pó- litík núna er að brjóta á bak aftur láglaunastefnuna sem ríkt hefur undanfarin ár. Það er ekki bara að hún hafi skapað marga pers- ónulega harmleiki heldur er hún beinlínis hættuleg fyrir framtíð- ina og getur haft ægilegar afleið- ingar hvað varðar lýðræði, menn- ingu og félagslega þætti í samfé- laginu. Við sjáum bara hvernig fólk flykkist úr undirstöðugreinum einsog uppeldis- og fræðslustörf- um en slfkt getur haft marþætt áhrif á mannlíf framtíðarinnar. Þetta er nokkuð sem verður að takast á við og það er hægt að gera það í borgarstjórn með því að brjóta enn eitt skarð í lág- launamúrínn og feta í fótspor Bolvíkinga. Það er að mínu mati eitt af frumskyldum þeirra sem stjórna sveitarfélagi að sjá til þess að fólkinu í sveitarfélaginu sé boðið upp á sem mesta og besta þjónustu og til að það sé hægt verður að greiða þeim sem inna þessi störf af hendi sómasamleg laun. Annars fæst fólk með menntun ekki til starfa. Þau ósið- samlegu laun sem þessu fólki er boðið upp á hafa orðið til þess að það flýr störfin. Þetta ástand hefur það m.a. í för með sér að mjög ör skipti eru á starfsfólki á barnaheimilum í Reykjavík. Segist Kristín vita dæmi þess að börn hafi allt að 10 sinnum fengið nýja manneskju á deildina hjá sér á einu ári en slíkt bitnar auðvitað á öryggi barn- anna. Réttindi barna „Ástandið í dagvistarmálum eru mjög slæmt í borginni. Ein- göngu forgangshópar eiga kost á dagheimilisvist allan daginn fyrir börn sín. Fólk í sambúð verður annaðhvort að leita til dag- mæðra, en margt af því fólki er láglaunafólk þar sem báðir aðilar vinna úti fullan vinnudag og jafnvel meira. Dagmæður eru bæði óöruggur og dýr kostur. Kostar um 10 þúsund krónur að hafa barn hjá þeim og þær geta vitaskuld ekki boðið upp á sama aðbúnað og maður gerir kröfur til á barnaheimilum. Þá er það al- gengt að börn verði að skipta um dagmæður vegna þess að þær eru oft í þessu tímabundið. Ég er þeirrar skoðunar að upp- eldi bárna sé eitt viðkvæmasta og vandasamasta starf sem hægt er að taka að sér og treysti því best því fólki, sem vegna áhuga hefur aflað sér menntunar í uppeldis- störfum og ég er viss um að gott uppeldi barna á góðum barna- heimilum getur átt ríkan þátt í að jafna aðstöðu barna. Þar er hægt að veita þeim örvun sem ekki er tryggð á öllum heimilum. Hinn kosturinn sem fólki í sambúð er boðið upp á er að hafa barnið hálfan daginn hjá dag- mömmu og hinn hlutann á leik- skóla. Þá þurfa foreldrarnir að hendast í hádeginu og skutla barninu af einum stað á annan sem er óviðunandi bæði fyrir barnið og foreidrana. Það er yfirlýst stefna Sjálfstæð- ismeirihlutans að leggja áherslu á fjölgun leikskólaplássa og hefur verið unnið í þeim anda þetta tímabil. Við erum á móti þessari stefnu. Við viljum, leggja áherslu á dagheimili því þar er þörfin æp- andi og þó æskilegt væri að öll börn ættu kost á veru á barnahei- mili þá verða börn þeirra sem eru útivinnandi að njóta forgangs því börn heimavinnandi fólks geta frekar nýtt gæsluvellina.“ Húsnæðisekla aldraðra Annað mál sem Kristín telur að verði að njóta forgangs í borg- arstjórn eru húsnæðismál aldr- aðra. „Við þá þjóðfélagsbyltingu sem orðið hefur, við það að staða fjölskyldunnar hefur breyst og að konur vinna mun meira úti en áður, þá koma þær kröfur til sam- félagsins að það beri ábyrgð á vel- ferð barna og aldraðra. En einsog börnin þá býr gamalt fólk í Reykjavík við mikið óöryggi, það sést best á því að 1300 manns eru á biðlista eftir öruggu húsnæði í Reykjavík og þessi biðlisti hefur tvöfaldast í tíð núverandi borg- arstjórnarmeirihluta. Þörfin eykst stöðugt en úrbæturnar sl. 4 ár gagnast nær eingöngu þeim efnameiri því öll áhersla er lögð á uppbyggingu húsnæðis sem á að selja gömlu fólki. Þessar nýju íbúðir eru svo dýrar að jafnvel fólk sem á skuldlausa ágætis íbúð hefur ekki tök á að kaupa hvað þá þeir sem eru í meirihluta á biðlist- unum, fólk sem ekki á eigin íbúð. Þarna vill Alþýðubandalagið fara allt aðra leið. f fyrsta lagi viljum við stórbæta heimaþjón- ustuna og hjúkrunina fyrir aldr- aða svo þeir geti búið sem lengst heima. Auk þess viljum við leggja áherslu á sérhannað hús- næði með þjónustu fyrir gamalt fólk þar sem það getur búið fyrir lága leigu.“ Hús unga fólksins Eitt stærsta áhyggjuefni nú- tímaþjóðfélags er vaxandi vímu- efnaneysla unglinganna. Segist Kristín sannfærð um að það megi vinna miklu markvissara að fyrir- byggjandi starfi en nú er gert og segist hún einkum horfa til félags- málastofnunar Kópavogs í því efni. „Bæði sveitarfélög og ríkisvald verða að fara að átta sig á hvers- lags vandamál þetta er. Eitt dæmi um sljóleika yfirvalda í þessu er þegar meirihlutinn felldi tillögu um að hálfri milljón væri veitt í fræðslu um fíkniefni á síðustu fjárhagsáætlun og voru látin nægja 50 þúsund. Það er annars mjög einkenn- andi að fólk á aldrinum 15-20 ára hefur fátt við að vera í borginni. Ég sé fyrir mér stórt hús þar sem þessi aldurshópur ræður ríkjum, ákveður hverslags starf þar fer fram og þar sem boðið er upp á margs konar félagsstarfsemi og skemmtanir, sem unga fólkið stendur sjálft fyrir. Þetta hús er rekið af þeim sem sækja það í þeirra anda og á þeirra ábyrgð einsog t.d. Húsið í Kaupmanna- höfn. Þessar hugmyndir hafa komist í gegnum ritskoðun hjá vinum sonar míns „Öldugötu- genginu“, en það er ekki ónýtt að hafa þann hóp til að finna púlsinn á næstu kynslóð." Sonurinn er Hrannar Björn Arnarson, 18 ára menntaskóla- nemi, sem býr með móður sinni, systurinni Melkorku og Óskari . Guðmundssyni, ritstjórnarfull- trúa Þjóðviljans, að Öldugötu 59. Unga fólkið í dag Kristín hefur löngum verið kennd við 68-kynslóðina og þar sem hún er nú nýbúin að heimsækja námsmenn erlendis þótti blaðamanni við hæfi að ljúka viðtalinu á því að spyrja hana hvort henni fyndist mikill munur á námsmönnum nú og í upphafi áttundarins? „Ég var ekki vör við svo mikla breytingu, enda var það fyrst og fremst vinstri sinnað fólk sem sótti fundina. Þetta fólk er með kröfur um aukið lýðræði og fé- lagslegt öryggi þykir því sjálf- sagður hlutur, þá ríkir gjörbreytt hugarfar hjá þessu fólki um stöðu konunnar frá því sem var áður. Það var líka áberandi hversu mik- inn áhuga þetta fólk hafði á skipulagsmálum og hversu góða grein það gerði sér fyrir að það „Brýnasta málið í íslenskri pólitík núna er að brjóta á bak aftur láglaunastefnuna sem ríkt hefur undanfarin umhverfi sem fólki er búið þarf fyrst og fremst að miða við þarfir fólksins. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að reyna að halda borginni saman en ekki þenja hana út. Mitt draumaland hvað varðar ný- byggingarlóðir í Reykjavík er flugvöllurinn. Auk þessa þá verðum við að standa vörð um að ekki sé verið að rífa niður húsnæði þó það sé komið til ára sinna. Það má kosta töluverðu til að það umhverfi sem minnir okkur á fortíð okkar og sögu fái að vera til og njóta sín. —Sáf REYKJAVÍKURBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.