Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 4
Spilling 60 miljón króna gjöf Davíð greiddi fjölskyldu úr innstakjarna Sjálfstæðis- flokksins tugi miljóna fyrirjörðina Olfusvatn sem metin er á hálfa miljón. Dæmi um spillinguna sem er farin að þrífastí skjóli ofurvalds Sjálfstæðis- flokksins. „Svo rnátt þú koma í heimsókn og fá að nota sumarbústaðina sem við ætlum að byggja fyrir vextina af 60 miljón krónunum sem þú qafst okkur Davíð minn“. í júní í fyrra knúði meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn Reykjavíkur í gegn að borgin keypti jörðina Ölfusvatn. En verðið sem Sjálfstæðisflokk- urinn lét borgina greiða var hins vegar ekki 400 þúsund krónur einsog fasteignamatið þó gerði ráð fyrir. Það var ekki einu sinni fjórar miljónir, ekki fjörutíu miljónir, heldur hvorki meira né minna en heilar sextíu - 60 milj- ónir króna! Þessi kaup eru eitt gleggsta dæmið um þá spillingu sem hefur gert vart við sig í tíð núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Því eigendur Ölfus- vatns, sem fengu með þessu af- hentar 60 miljónir króna úr sjóð- um Reykvíkinga á silfurfati voru ekki neinir venjulegir meðaljón- ar, heldur gamalgróin íhaldsætt úr Reykjavík, sem vantaði pen- inga. Þetta voru erfingjar Sveins Benediktssonar, sem fyrrum var einn af forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins. Ættin í Flokknum Fyrir hönd Davíðs hefur Jó- hannes Zöega hitaveitustjóri skrifað undir og séð um fram- kvæmdir á Nesjavöllum. Næstu jarðir við Nesjavelli eru Hagavík og Ölfusvatnsland, sem Sjálf- stæðisflokkurinn keypti af erf- ingjum Sveins Benediktssonar. Jóhannes Zöega er giftur Guð- rúnu Benediktsdóttur, systur Sveins Benediktssonar. Eigendur Ölfusvatnslands eru erfingjar Sveins; Helga Ingi- mundardóttir ekkja hans og syn- irnir Benedikt Sveinsson lögfræð- ingur og í stjórn Eimskips. Einar Sveinsson forstjóri Sjóvá og Ingi- mundur Sveinsson varaformaður skipulagsnefndar borgarinnar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Halda öllum réttindum En eigendur Ölfusvatns fengu ekki aðeins 60 miljónir króna fyrir jörð, sem er metin á 400 þús- und krónur. Þeir fengu líka fram- gengt, að þeir mega nota jörðina áfram gersamlega endurgjalds- laust. f kaupsamningnum er nefni- lega tekið fram, að gömlu eigend- urnir, megi nota jörðina einsog þeir vilja í næstu 50 ár án endur- gjalds. í ofanálag mega þeir líka reisa þar þrjú sumarhús, og leggja veg um jörðina, auk þess sem bygging bátaskýla er líka heimil. Gömlu eigendurnir halda líka öllum veiðiréttindum í Þing- vallavatni. Hins vegar er tekið fram að Reykjavíkurborg, hinn nýi eigandi, megi ekkert reisa á jörðinni í aldarfjórðung. Til að kóróna þetta er svo tekið fram í kaupsamningnum, að eftir 50 ár hafa gömlu eigendurnir „for- leigurétt að ofangreindu svæði“ einsog það er orðað í samningn- um. Hvað þýðir þetta í raun? Ekk- ert annað en það, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur með þessu greitt fjölskyldu úr innsta kjarnaflokks- ins 60 miljónir af sjóðum Reykvíkinga fyrir jörð, sem eigendurnir mega nota áfram án endurgjalds og halda því í raun- inni áfram að „eiga“ jörðina. Flokksskírteini í Sjálfstæðis- flokknum getur greinilega á stundum komið sér vel. Ótrúleg stjórnsnilld! Þegar fulltrúar stjórnarand- stöðunnar kröfðu Sjálfstæðis- menn skýringa á kaupunum vafð- ist þeim tunga um höfuð. Að lok- um var þó sú skýring gefin upp, að í þriðjungi jarðarinnar væri að finna jarðhita. Það gæti alltaf komið sér vel fyrir borgina að eiga jörð í Grafningi með jarð- hita - eða hvað? Stjórnarand- staöan vildi þá fá svör við því, hvenær það gæti komið sér vel! Og eftir því sem menn komast næst, þá er svarið: hugsanlega seint á næstu öld! Árið 1985 eru Reykvíkingar sem sagt látnir greiða sem svarar 60 miljónum fyrir jörð sem getur kannski orðið borginni brúkleg eftir hundrað ár. Á sama tíma er ekki til fé til að ráða bót á neyðar- ástandi sem samkvæmt tals- mönnum Sjálfstæðisflokksins sjálfs ríkir í húsnæðismálum hjá hundruðum aldraðra Reykvík- inga. Það er ekki heldur hægt að byggja heilsugæslustöðvar, og engir peningar eru til í með- ferðarstöð fyrir unglinga sem hafa orðið illa úti vegna fíkni- efna. Björgunaraðgerð Á þingi hefur komið fram til- laga um að háhitasvæði einsog það sem finnst í þriðjungi Ölfus- vatns verði gert að þjóðareign. Það er meir en líklegt að vinstri sinnuð ríkisstjórn - og næsta stjórn kynni að vera af slíkum toga - myndi gera slíkt frumvarp að lögum. Þarmeð væru öll rök fyrir uppsprengdum kaupum á jörðum með hita eins og Ölfus- vatn, fallin um sjálf sig. Þess vegna lá flokkksgæðingunum svona á að láta borgina kaupa jörð, - þess vegna var ekki beðið í þá áratugi sem eiga eftir að líða uns mögulega þarf að nýta jörð- ina. Vegna þessa notaði flokkurinn ítök sín í borgarstjórn Reykjavík- ur til að færa flokksgæðingum 60 miljónir, nánast að gjöf, til að koma í veg fyrir að væntanleg samþykkt frumvarp á þingi kæmi síðar í veg fyrir að slíkt yrði hægt. Þessvegna var flýtirinn - og þess- vegna vorum við, skattgreiðend- ur, látnir borga. Leyndin Kaupsamningurinn var aldrei kynntur sérstaklega í borgar- stjórn. Drög að honum höfðu verið lögð fram í borgarráði, en það var fulltrúi G-listans sem tók málið upp í borgarstjórn. Aldrei var skýrsla eða greinar- gerð af einhverju tæi lögð fram í málinu. Og þegar umræða fékkst um það kom í ljós að borgarstjóri var þegar búinn að undirrita .samninginn með fyrirvara, án þess að leyfa borgarstjórn að segja eitt eða neitt um málið. Á sínum tíma var einnig bent á, af borgarfulltrúum stjórnarand- stöðunnar, að Morgunblaðið, sem að eigin sögn leggur metnað sinn í hlutlausan fréttaflutning, sagði ekki aukatekið orð um af- greiðslu jarðakaupanna í borgar- stjórn. Mánuði fyrr hafði blaðið þó greint frá því þegar samning- urinn var lagður fram í borgar- ráði. En þegar í ljós kom, hversu rammur spillingarkeimur var af kaupunum, þá dró blaðið sig í hlé, því frásögn af þessum dýr- keypta greiða við flokksgæðing- ana var ekki nógu hagstæður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Davíð. Staðreynd þessa máls er ein- föld: Meirihluti Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn Reykja- víkur kaus að gefa áhrifamikilli fjölskyldu úr kjarna flokksins heilar sextíu miljónir (72 miljónir á núvirði) af fé Reykvíkinga og fær bókstaflega ekkert í staðinn. Kaupin eru einungis gerð vegna tengsia jarðeigandanna við flokk- inn. Undarleg þögn Morgun- blaðsins undirstrikar eðli þessa máls. Ossur Skarphéðinsson „Þetta er svo vitlaust að það nær ekki nokkurri átt. Eg hefekki heyrt dœmi um svona hátt verð áður. Efborgin þarfá þessu landi að halda er eðlilegasta leiðin aðleita heimildartil eignarnáms, “ (Árni Jónasson ráðunautur hjá Búnaðarfélaginu 10. maíl985, ensamkvœmt fasteignamati er jörðin 400þúsund króna virði) Hagavík er á milli Nesjavalla og Ölfusvatnslands. ÞeirSveinn Benediktsson ogHelgi Tómasson keyptu á sinni tíð þessar jarðir saman og er talið líklegtað jarðhitinn sé einnig lögformlega íeigu Hagavíkurjarðeigenda. Einn aðaleigandinn að Hagavík er Ragnhildur Helgadóttir (Tómassonar). Hún er líka í Sjálfstœðisflokknum. Fjölskyldan heldur allri sinni aðstöðu og hlunnindum í hálfa öld, þráttfyrir sölu landsins. Þar eru sex sumarbústaðir og neta- og stangveiðiréttindi. Aukþess er fjölskyldunni heimiltað byggjaþrjá sumarbústaði til viðbótar í landinu- með bátaskýlum. Fyrir landið fékk fjölskyldan engu að síður 60 miljónir. 4 SÍÐA - REYKJAVÍKURBLAÐ Fimmtudagur 8. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.