Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 23
skipulagið á kostnao íbúa skipulags- og byggingarskilmála í tillöguna, en það samrýmist ekki skipulagsreglugerð. Því sé skipu- lagið ekki tilbúið til staðfesting- ar. Nú liggur tillagan í félags- málaráðuneytinu og ekki vitað frekar um afdrif hennar. Þannig hefur tillaga Sjálfstæð- isflokksins verið gagnrýnd harð- lega af félagasamtökum, íbúa- samtökum, hagsmunaaðilum, minnihlutanum í borgarstjórn, skipulagsstjóra ríkisins og full- trúa félagsmálaráðherra í skipu- lagsstjórn. Ógreidd gatnagerðargjöld En það verður ekki einungis sagt um þetta skipulag að það sé hið versta slys. Það er einnig í uppsiglingu pólitískt hneyksli vegna gatnagerðargjalda lóðar- eigenda. Þeir eru einmitt margir hverjir meðal fjármálastoða Sjálfstæðisflokksins og til að komast hjá því að þurfa að láta þessa menn greiða gatnagerðar- gjöld sem nema tugmiljónum, hefur flokkurinn ítrekað frestað því að taka upp gjaldskrá fyrir slík gjöld af eignarlóðum á svæð- inu. Jafnvel er búist við að gatna- gerðargjöld verði ekki tekin upp fyrr en tryggt sé að gæðingarnir sleppi algerlega við að greiða þau! —gg Borgarstiórinn Orð en ekki athafnir Davíð Oddsson í mars: Húsnæðisfulltrúinn færður í annað starf. Borgarstjórinn í apríl: Ekkert liggur á. Komið fram í maí: Ekkert gerist Davíð Oddsson borgarstjóri lýsti því yfir í fjölmiðlum í mars að húsnæðisfulltrúi hjá fé- lagsmálastofnun borgarinnar yrði færður úr því starfi, þar sem hann hefði notfært sér aðstöðu sína hjá stofnuninni sér og fyrir- tæki sínu tii framdráttar. Fyrir- tækið Ieigði borginni íbúðir, sem borgin síðan framleigði skjól- stæðingum sínum og sá húsnæðis- fulltrúinn alfarið um þessi við- skipti. Þjóðviljinn upplýsti þetta í mars, og fljótlega eftir það kom þessi yfirlýsing Davíðs. Ekkert hefur hins vegar gerst í málinu. Davíð var krafinn svara um þetta mál á borgarstjórnarfundi fyrir skömmu og sagðist þá ekki sjá neitt sem hvetti til að færa manninn til í starfi. Áður hafa verið bornar fram fyrirspurnir um málið í fél- agsmálaráði, en engin fullnægjandi svör fengist. Húsn- æðisfulltrúinn situr því enn. Borgarfulltrúar minnihlutans hafa gagnrýnt borgarstjórann fyrir þessi vinnubrögð og sagt þau röng bæði vegna húsnæðisfulltrú- ans og þeirra sem þurfa að leita til hans. -gg Það stendur allt og fellur með heimilisbuddunni. Hún er undirstaðan. Ef eitthvað er í henni, - þá er gaman. Sé hún tóm þá er ekki eins gaman. Þess vegna verður að gæta buddunnar, - gæta sparnaðar í hvívetna. Til dæmis í þar er eflaust Kauptu inn þar sem SIiki er eKKi SDarnaour. r-iarou pao nuarast. ao neimiiisDuaaarEöoiir'OKki nvao sem er. /MIKLIG4RÐUR MIKIÐ FYRIR LtTIÐ Hagstœó tilboö í tilefni afmœlisins. Komdu, skoðaðu, sparaðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.