Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 14
Borgarsaga Bakara- brekka eða Banka- stræti? Greinargerð Guðjóns Friðrikssonar um sögu nafngifta Bankastrætis Bakarameistarafélagið sendi borgarráði bréf ekki alls fyrir löngu þar sem þeirri spurningu er velt upp hvort ekki sé rétt að gefa Bankastræti sitt gamla nafn, Bak- arabrekka. Borgarráð hefur ekki tekið ákvörðun í málinu, en bað Guðjón Friðriksson að skrifa greinargerð sína á fund borgar- ráðs í vikunni og fer hún hér á eftir: „Árið 1834 reisti P.C.Knudt- zon kaupmaður í Reykjavík bök- unarhús, íbúðarhús og geymslu- hús í brekkunni fyrir ofan Lækinn og réð til sín bakara að nafni Daníel Bernhöft til að veita bak- aríinu forstöðu. Um svipað leyti var sett trébrú yfir lækinn norðan og neðan við þessi hús. Þar sem bæjarbúar áttu tíðum erindi til bakarans var brúin oftast nefnd Bakarabrúin og stígurinn upp að húsunum Bakarastígur eða Bak- arabrekka. Áður fyrr lá þjóðvegurinn inn í bæinn yfir Arnarhólstún að Lækjarósnum. Þegar Bakarabrú- in kom varð Bakarastígurinn hins vegar fljótlega aðalleiðin inn til Reykjavíkur enda var mokað yfir hinar gömlu Arnarhólstraðir að skipan stiftamtmanns. í gjörða- bókum bæjarins er vegurinn nið- ur brekkuna ýmist kallaður „al- faravegurinn" eða aðeins „stfgur- inn upp Ingólfsbrekku“ en húsin ofan við Lækinn voru kölluð „við Ingólfsbrekku" um þær mundir. í fundargerð frá bæjarstjórnar- fundi 26. maí 1843 er fyrst talað um Bakarabrú og í fundargerð 6. júlí 1859 er fyrst rætt um Bakara- stíg og jafnan síðan þar til nafn- inu var breytt í Bankastræti. Ein- staka sinnum er þó notað orðið Bakarabrú um brekkuna alla. Nafnið Bakarabrekka kemur ekki fyrir í fundargerðum en það mun jafn oft hafa verið notað af almenningi sbr. endurminningar gamalla Reykvíkinga svo sem Knuds Zimsens, Árna Thor- steinssonar og Ágústs Jósefsson- ar þar sem bæði nöfnin koma fyrir. Þó að nafnið Bakarastígur sé notað í fundargerðum bæjar- stjórnar og nefnda bæjarins virð- ist aldrei hafa verið gerð formleg samþykkt um þetta nafn. Árið 1886 var Landsbanki fs- lands stofnaður og var hann fyrst í leiguhúsnæði í húsinu Banka- stræti 3 sem enn stendur. Á fundi bæjarstjórnar 19. janúar 1888 var gerð samhljóða samþykkt um nafngiftir gatna og númerun húsa og þar er nafnið Bankastræti fast- Hljóðkutar — púströr — pústklemmur Allt í pústkerf ið Ath. Opið laugardaga frá kl. 10.00-14.00. ust n.f na sidumúla 7-9 Sími 82722. BENIDORM Beint flug í sólina Brottfarardagar og okkar ótrúlega hagstæða verð 16. mai 9. okt. 5.júní 26.júni 18. sept. 17. júli 7. ágúst 28. ágúst 2 i smáibúð, 3 vikur 20.460,- 24.640,- 26.780,- Hótel með morgunverði og kvöldverðarhlað- borði 29.690,- 33.840,- 36.240,- COSTAdel SOL Gerið sjálf verðsamanburð íbúðir og hótel á eftirsóttustu stöðunum. 5. júni 17. júli ótrúlega hagstæða verð 9. okt. 26.júni 18. sept. 7. ágúst 28. ágúst Ibúðahótel xxx 2 i ibúð, 3 vikur 24.800 27.900 30.900 Hótel xxx með morgunverði 27.200 30.700 31.900 Ennfremur leiguflug á þriggja vikna fresti til annarra eftirsóttra sólskinsstaða. MJLLORCJ - COSTJ BRJVJ íslenskir fararstjórar og fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. FIUGFERÐIR ----- SOLRRFLUG 15331 ’og 22100

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.