Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 8
Parhúsin viö Hjallasel. Borgin býður þau til sölu fyrir á fjórðu miljón. Aðeins tíu sóttu um í fyrstu atrennu, en 1300 einstaklingar eru á biðlista eftir húsnæði hjá borginni. Mynd Sig. Aldraðir Hundruð í sárri neyð Húsnæðisvandi aldraðra í Reykjavík eykst sífellt. 1300 á biðlistum eftir húsnæði. Tvöföldun síðan 1982. Söluíbúðir leysa engan vanda. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar tillögum Alþýðubandalagsins til úrbóta Málefni aldraðra Reykvíkinga hafa verið mikið ágreiningsmál í borgarstjórn á þessu kjörtíma- bili. Minnihlutinn hefur gagnrýnt stefnu Sjálfstæðisflokkins í þess- um málaflokki og lagt fram fjöl- margar tillögur til úrbóta, sem hafa verið felldar enda er nú svo komið að um 1300 einstaklingar eru skráðir á biðlista eftir hús- næði hjá borginni, og þar af er talið að um 300 séu í sárri neyð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt á það áherslu að hafa sam- vinnu við félagasamtök um bygg- ingu söluíbúða fyrir aldraða. Borgin hefur þegar lagt mikið fjármagn í byggingu þjónustu- kjarna í tengslum við VR- blokkina í Kringlunni og blokk Samtaka aldraðra og Ármanns- fells við Bólstaðarhlíð, og hefur skuldbundið sig til að reka þessa þjónustukjarna. Hins vegar hefur meirihlutinn látið hjá líða að byggja verndaðar þjónustuíbúðir sem síðan verði leigðar öldruðum gegn hæfilegu gjaldi. Fram til þess hefur ekki verið tekin ein einasta slík íbúð í notkun á þessu kjörtímabili! Selj- ahlíðin verður þó að öllum líkind- um tekin í notkun nokkrum dögum fyrir kosningar. 8 SÍÐA - REYKJAVÍKURBLAÐ Guðrún Ágústsdóttir lagði í vetur fram fyrirspurn í borgar- stjórn um hversu margir af 1300 manna biðlista hjá borginni hafi keypt íbúð af þeim félagasam- tökum sem borgin hefur átt í sam- vinnu við á kjörtímabilinu. í svari Páls Gíslasonar koma fram að að- eins 3 af 1300 hafa fengið inni í þessum íbúðum. Það er því alveg ljóst að sú stefna Sjálfstæðis- flokksins að byggja nær eingöngu söluíbúðir fyrir aldraða hefur reynst til einskis nýt fyrir þá fjöl- mörgu sem eiga í verulegum húsnæðisvandræðum. Borgin hefur einnig sjálf feng- ist við að byggja söluíbúðir. Byggðar hafa verið 18 íbúðir í parhúsum við Hjallasel og voru þær auglýstar til sölu nú í vetur. Aðeins 10 umsóknir bárust, þrátt fyrir að 300 aldraðir á biðlistum teljist vera í sárri neyð vegna húsnæðisskorts. Svo rammt hefur kveðið að þessari neyð að borgin hefur í sumum tilvikum þurft að borga hótelherbergi fyrir fólk, sem ekki hefur átt í önnur hús að venda. Skýringin á þessu er auðvitað sú að þessar íbúðir eru all of dýr- ar. Áætlað söluverð íbúðar við Hjallasel er á fjórðu miljón. Það Vistheimilið á Droplaugarstöðum byggt í tíð vinstri meirihlutans 1978-1982. Á þessu kjörtímabili hefur ekki ein einasta leiguíbúð sérhönnuð fyrir aldraða verið tekin í notkun í Reykjavík. segir sig nánast sjálft að til þess að geta keypt slíka íbúð þarf fólk að eiga góðar og auðseljanlegar eignir, eða steypa sér í skuldir ella. Það hefur fólk ekki reynst tilbúið að gera. Biðlistar tvöfaldast Þessi sölustefna Sjálfstæðis- flokksins hefur leitt til þess að biðlistar hjá félagsmálastofnun hafa meira en tvöfaldast. Opin- berar tölur segja að í ársbyrjun 1982 hafi 662 verið á biðlistum. Af yfirlýsingum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í vetur að dæma þykir sýnt að flokkurinn muni ekki láta af þessari stefnu sinni í nánustu framtíð, og má því búast við að neyð aldraðra muni aukast enn á næsta kjörtímabili. Enda er ekki vitað til þess að meirihlutinn hafi nein áform uppi um að byggja leiguíbúðir. Tiliögur til úrbóta felldar Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins hafa margsinnis lagt fram tillögur til úrbóta í þessum efn- um. í málflutningi sínum í borg- arstjórn hafa þeir lagt áherslu á nauðsyn þess að byggðar verði verndaðar þjónustuíbúðir, sem verði leigðar, enda sé greinilegt að önnur lausn dugi ekki. Á borgarstjórnarfundi í mars á þessu ári lögðu alþýðubandalags- menn til að þegar í stað yrði haf- inn undirbúningur að byggingu verndaðra þjónustuíbúða og yrði bygging hafin ekki síðar en á næsta ári. Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins felldu þessa til- lögu. Á sama fundi lögðu alþýðu- bandalagsmenn til að lóð við Dalbraut yrði nýtt undir leiguí- búðir á vegum borgarinnar, en sú tillaga var einnig felld. Þessí stað hefur þessari lóð verið úthlutað til félagasamtaka, sem hyggjast feta í fótspor VR og Samtaka aldraðra og byggja söluíbúðir. Á meðan lengjast biðlistar hjá fé- lagsmálastofnun. -gg Konur Launakjörin verði bætt Tillaga Alþýðubandalagsins um að störf þar sem konur eru fjöl- mennar verði tekin til sérstaks endurmats samþykkt. Karlar einoka hæstu launaflokka Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins fluttu tillögu á borgar- stjórnarfundi í mars sl. um að þau störf hjá borginni sem konur eru fjölmennar í verði tekin til sérstaks endurmats og var til- lagan samþykktsamhljóða. Einn- ig var samþykkt tillaga Kvenna- framboðs um að matinu skuli Ijúka ekki síðar en um næstu ára- mót. Niðurstöður könnunar á röðun í launaflokka eftir kynjum hjá borginni sýna að konur eru mun fjölmennari en karlar í lægstu launaflokkum. Hins vegar ein- oka karlar þær stöður sem best eru launaðar. í ljósi þessara niðurstaðna flutti Alþýðubandalagið áður- nefnda tillögu í þeim tilgangi að lapnakjör kvenna verði bætt. í tillögunni segir að sérstaklega mikilvægt sé að endurmeta þau störf sem fela í sér umönnun og hjúkrun bama, aldraðra og sjúkra. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.