Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 11
Borgarfulltrúar IHAUKD UGNAi Guðrún Ágústsdóttir í viðtali: Meirihlutinn í borgarstjórn hefur ekki boðið öldruðum upp á neinar raunhæfar lausnir. Dagvistarmálin í ólestri. Vantar frumkvæði og ímyndunarafl aða sem verst eru settir með því að byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða, leiguíbúðir. Nú er kom- ið fram í maí 1986 og enn hefur ekki ein einasta ný íbúð fyrir aldr- aða verið tekin í notkun á vegum borgarinnar frá 1982. Fyrstu íbúðirnar komast í gagnið rétt fyrir kosningar. í stað þess að byggja þjónustu- íbúðir til að leigja öldruðum, hef- ur meirihlutinn mótað sér stefnu sem er ekki í neinum tengslum við raunveruleika þess fólks sem er í vandræðum og þarf á aðstoð að halda. Það hefur verið lögð á það áhersla og lagt í það stórfé að byggja upp þjónustukjama í tengslum við söluíbúðir sem byggðar eru á vegum félagasam- taka. Það hefur komið fram að á biðlistum eftir húsnæði á vegum borgarinnar eru um 1300 einstak- lingar. En samkvæmt upplýsing- um meirihlutans sjálfs hafa að- eins þrír einstaklingar af þessum biðlista getað keypt sér íbúð í VR blokkinni í Kringlunni!" Sölustefna íhaldsins kolfallin „Annað dæmi sem sýnir glöggt að þessi sölustefna íhaldsins er kolfallin, er lítill sem enginn áhugi aldraðra á söluíbúðunum við Hjallasel. Þar eru 18 íbúðir til sölu, en aðeins 10 sóttu um. Þrátt fyrir það eru 1300 á biðlista og þar af eru 300 taldir vera í sárri neyð. Þetta segir sína sögu. Það er deginum ljósara, þótt borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins hafi ekki tekist að skilja það, að meðan öldruðum eru búin svo slæm kjör sem raun ber vitni og meðan verð húsnæðis er svo hátt, er það ekki nema fyrir stóreignamenn að kaupa íbúðir eins og þær sem í boði eru. Ég get nefnt það hér, að 70 fermetra íbúð sem borgin býð- ur til sölu við Hjallasel á að kosta á fjórðu miljón. Þannig hefur meirihlutinn gjörsamlega brugðist öldruðum íbúum Reykjavíkur og það er auðvitað óþolandi. Aldraðir sem meira og minna hafa byggt upp það velferðarkerfi sem við búum við eiga annað og betra skilið. “ Dagvistarmál í ólestri „Það sama er uppi á teningnum þegar kemur að dagvistarmáium. Þar hefur íhaldið einnig mótað stefnu sem alls ekki hentar. Þeir hafa sagt sem svo að fyrst ekki er hægt að veita öllum fullnægjandi úrlausn, skulum við veita mörg- um ófullnægjandi úrlausn. Þann- ig hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu að leikskólar séu afar heppilegir og hafa lagt áherslu á byggingu þeirra, en bygging dag- heimila hefur setið á hakanum. Hins vegar verða menn að horfast í augu við það að þörfin fyrir dagheimilispláss er geysi- lega mikil. Biðlistar eftir plássi á dagheimilum eru óhugnanlega langir og lengjast stöðugt. Aukningin var 20% milli áranna 1984 og 1985. Biðtími hefur einn- ig lengst og var í fyrra að með- altali nær átta mánuðir fyrir börn einstæðra foreldra. Þótt þessar Guðrún Ágústsdóttir hefur starfað í borgarmálaráði Al- þýðubandalagsins í nær 12 ár, en kjörtímabilið sem nú er að líða er hennar fyrsta sem borgarfulltrúi. Hún hef- ur jafnframt setið í félags- málaráði á kjörtímabilinu og þar er oft æði heitt í kol- unum. Guðrún er í þriðja sæti á lista Alþýðubanda- lagsins fyrir komandi borg- arstjórnarkosningar. Þegar blaðamaður Þjóðviljans hitti Guðrúnu að máli lá auðvitað beinast við að spyrja um borg- armálin, og þá aðallega starf hennar í félagsmálaráði, en það varð samt ekki hjá því komist að spyrja þessara hefðbundnu spurninga um uppruna og þess háttar, enda ágætur siður. „Ég er Reykvfkingur. Foreldr- ar mínir eru Ágúst Bjarnason og Ragnheiður Eide Bjarnason. Ég fæddist í húsi við Lækjargötuna 1. janúarárið 1947. Núerég hins vegar gift Kristjáni Árnasyni dós- ent í íslensku við H.f. og saman eigum við þrjú börn.“ Hlýðnar og auðsveipar „Eftir barnaskóla gekk ég í Kvennaskólann í fjögur ár. Þar voru þá eintómar stelpur og að- eins örfáir karlkyns kennarar, og við vorum aldar upp til að verða hæfar skrifstofustúlkur. Það var lögð áhersla á að við yrðum undirgefnar væntanlegum yfir- boðurum okkar, og mikið lagt upp úr því að við værum hlýðnar og auðsveipar. Þetta hentaði mér hins vegar mjög illa og ég var því í stöðugri andstöðu í skólanum þessi ár sem ég var þar. Það er ekki ólíklegt að þar hafi verið lagður grunnur að áhuga mínum á því að taka þátt í róttækri kvennabaráttu, þegar það bauðst.“ Rauðsokkur Róttæk kvennabarátta seg- irðu? Já, ég tók þátt í starfi Rauðsokkahreyfingarinnar, var reyndar einn af stofnendum hennar. Ég var búin að gifta mig þá, átti eitt barn og annað á leiðinni. Og það vildi þannig til að daginn eftir að Rauðsokka- hreyfingin var stofnuð, 19. októ- ber árið 1970, fæddist mitt annað barn. Um svipað leyti fór ég að hnei- gjast til vinstri í stjórnmálum, eins og reyndar margar konur sem störfuðu á þessum vettvangi, en foreldrar mínir höfðu verið eindregnir stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins og það setti sitt mark á mínar skoðanir “. íhald gegn konum „Það kom reyndar alls ekki til greina fyrir konu sem stóð í kvennabaráttu á borð við þessa að styðja Sjálfstæðisflokkinn, því í reynd vann hann gegn flestu af því sem konum er heilagast. Sjálfstæðisflokkurinn var til dæmis á móti dagheimilum nema sem neyðarúrræði. Við vildum hins vegar og viljum enn, að þörf fyrir dagheimilispláss verði fullnægt. Sjálfstæðisflokkurinn var heldur ekkert hrifinn af því að konur tækju virkan þátt í mótun þjóðfélagsins, en það var eitt af okkar aðaláhugamálum. Ég held að margar konur sem komu í Rauðsokkahreyfinguna á þessum árum hafi áttað sig á þessu. Pólitísk vitund þeirra efl- dist talsvert og um leið fjarlægð- ust þær sjónarmið eins og þau sem Sjálfstæðisflokkurinn og aðrir hægri flokkar báru fyrir brjósti. Fyrir mig var þetta virki- legt gæfuspor, að fá tækifæri til að taka þátt í þessari baráttu.“ í framboð En svo gengurðu lengra og ferð Guðrún ásamt dótturinni Gunn- hildi: Mikilvægt fyrir láglaunakonu að fá sanngjörn laun fyrir borgar- málastarfið. Þetta má ekki vera ein- göngu fyrir vel efnaða einstak- linga. Mynd Sig. í framboð fyrir Alþýðubandalag- ið hér í Reykjavík árið 1974. Ég var beðin um að skipa sjö- unda sæti á lista fyrir borgar- stjórnarkosningarnar árið 1974 og tók þá sæti í stjórn SVR. Þar hef ég setið síðan. Fjórum árum seinna var ég enn í sjöunda sæti og aftur fór ég í stjórn SVR, en í þetta sinn var ég stjórnarformað- ur. Alþýðubandalagið fékk fimm borgarfulltrúa í þessum kosning- um, svo ég var orðin varaborgar- fulltrúi og var töluvert oft sem varamaður inni í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Stjórnarformennska í SVR var bæði erfitt og skemmtilegt starf. Það gustaði mikið um fyrirtækið á þessum tímabili, auðvitað sér- staklega þegar við reyndum að segja upp áralangri áskrift að Volvo og vildum kaupa Ikarus vagna, sem voru mun ódýrari og hafa sannað að þeir henta ís- lenskum aðstæðum alveg prýði- lega. Það má eiginlega segja að maður hafi þurft að berjast harkalega fyrir hverju máli á þessum árum, hversu smátt sem það var. Til dæmis tók það mörg ár að fá í gegn að rauðu biðskýlin sem nú prýða borgina yrðu fjöldaframleidd.“ Og í borgarstjórn Fyrir síðustu kosningar klifrað- irðu upp framboðslistann og náð- ir kjöri í borgarstjórn. Hvernig varð þér við? „Þetta var nú ekki mikið stökk, nema kannski að því leyti að áður höfðu störf mín að borgarmálum verið nánast í sjálfboðavinnu, en þeir sem sitja í borgarstjórn þiggja fyrir það nokkuð sann- gjörn laun. Og fyrir láglauna- konu eins og mig skipti það tal- sverðu máli. Nú brá svo við að ég gat gefið mér mun meiri tíma til að sinna þessum málum. Mér finnst það mjög brýnt að menn fái þokkaleg laun fyrir þessi störf svo öðrum en vel efn- uðum einstaklingum gefist kostur á að standa í þessu. Heitt í kolunum Auk þess að sitja í borgarstjórn og stjórn strætó, fórstu inn í fé- lagsmálaráð, sem virðist vera ansi erfið seta. Þeir taka eftir því sem fylgjast með borgarstjórnar- fundum, að ágreiningsmál þar eru ósjaldan runnin undan rifjum félagsmálaráðs, er það ekki rétt? „Það má kannski segja að fé- „En það er á hinn bóginn ekki skrýtið að það skuli standa styrr um stofnun afþessu tagi þegar Sj álfstæðisflok- kurinn fer með lagsmálaráð sé eitt af erfiðustu ráðum borgarinnar. verkefni þess eru geysilega yfirgripsmikil. En það er á hinn bóginn ekki skrýtið að það skuli standa styrr um stofnun af þessu tagi þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer með völdin í borginni. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur alltaf haft á- hyggjur af því að of miklu fé sé varið til þessa geira sem spannar dagvistarmál, málefni aldraðra, aðstoð við þá sem eiga í félagsleg- um erfiðleikum og tímabundnum fjárhagsörðugleikum og fleira. íhaldið hefur ekki haft neinn áhuga á félagslegri uppbyggingu og það sást best þegar kjara- skerðingar ríkisstjórnarinnar fóru að dynjayfir og fólk átti ekki lengur fyrir salti í grautinn sinn. Þá jókst aðsókn að félags- málastofnun um 65%, en meirih- lutinn mátti ekki og má ekki enn heyra á það minnst að starfsfólki hverfaskrifstofa verði fjölgað. Þá var fjárstreymi til hverfaskrifsto- fanna einnig haldið í lágmarki og það leiddi til þess að nauðsynlegt varð að grípa til notkunar skömmtunarseðla,en notkun þeirra er óréttlætanleg vegna þeirrar niðurlægingar sem hún hefur í för með sér. Sorgarsaga meirihlutans Þið í minnihlutanum hafið deilt harkalega á stefnu meirihlutans í málefnum aldraðra. Það er ekki að ástæðulausu. Meirihlutinn hefur gersamlega brugðist þeirri augljósu skyldu sinni að koma til móts við þá aldr- völdin. “ I tölur segi kannski ekki nema brot af sögunni, sýnir það að einnig þarna hefur meirihutinn ekki haft upp á neinar raunhæfar lausnir að bjóða. Eins hefur meirihlutinn brugð- ist þeirri augljósu skyldu sinni að horfast í augu við raunveru- leikann varðandi yngstu skóla- börnin. 80% kvenna vinnur nú utan heimilis og samkvæmt könn- un kemur í ljós að stór hluti barna á aldrinum 7-12 ára er á eigin veg- um einhvern hluta dagsins. Það er þvíbráðnauðsynlegt að tryggja þessum aldurshópi öruggan upp- eldisstað á meðan foreldrar eru í vinnu. Tillögur okkar um slíka þjón- „Pað kom reyndar alls ekki til greina fyrir konu sem stóð í kvennabaráttu á borð við þessa að styðja Sjálf- stæðisflokk- inn... “ ustu hafa því miður ekki náð fram að ganga.“ „Það sem mér finnst að hafi einkennt störf þessa meirihluta undanfarin fjögur ár er skortur á frumkvæði, ímyndunarafli og dugnaði, í mikilvægustu mála- flokkunum. Þetta er sérstaklega áberandi í nefndum og ráðum á vegum borgarinnar. Til dæmis man ég ekki eftir neinum til- lögum frá þeim um úrbætur í rétt- indamálum fatlaðra. Þetta hljóta menn að hafa í huga þegar kemur að kosningum og ég er hvergi bangin um úrslit þeirra. Alþýðu- bandalagið hefur verið í sókn í borginni undanfarið og ég get því ekki annað en verið bjartsýn," sagði Guðrún. —gg Sérverslun meö húsbúnaö Frábær hönnun Hringið eöa skrifiö eftir bæklingum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.