Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 17
G-LISTINN NESJAVELLIR STJÓRNLA USAR FJÁRFESTINGAR Fjáraustur ___________þeirra_________________ ■ Á Nesjavöllum er þegar búiö aö fjárfesta um 700 miljónir króna. ■ Á þessu ári er gert ráö fyrir aö eyða nær 200 miljónum króna í viðbót í framkvæmdirog rannsóknirá Nesjavöllum. ■ Þannig er Ijóst, aö stórfelldar framkvæmdireru hafnar, og enn meiri fyrirhugaöar á svæöi Hitaveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum, án þess að nokkur f ullnaðarákvörðun um svæðið hafi nokkru sinni verið tekin af borgarstjórn. ■ Enginviðunandiarðsemiskönnun hefur nokkru sinni veriö gerð fyrir Nesjavallavirkjunina. ■ Aðrirvalkostir, svosem rafskautskatlar og orkusparnaður, hafa alls ekki verið skoðaöir. ■ í ofanálag byggjastframkvæmdir á Nesjavöllum á úreltum orkuspám hitaveitustjóra. Það sést best á því að nýjustu tölur f rá þeirri stofnun sem ætti að hafa mest vit á orkuspám, sjálfri orkuspárnefnd, sýna að orkuþörf mun aukast margfalt hægar en hitaveitustjóri heldurfram. ■ Ofurkapp hitaveitustjóra á að reisa sér minnisvarða með virkjun Nesjavalla hefur því leitt til óhóflegs framkvæmdahraða og þarmeð ótímabærrafjárfestinga. ■ Einungis vegna framkvæmdagleðinnar á Nesjavöllum hefur gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur hækkað um 20%, auk allra annarra hækkana. ■ Við blasir hækkun upp á önnur 20 til 30 prósent ofan á allt annað, verði ekki komið vörnum við óhóflegri framkvæmdagleði hitaveitustjóraá Nesjavöllum. Afstaða okkar G-listinn erekki andvígurvirkjun Nesjavalla. Við teljum hana hagkvæman framtíðarkost. Hins vegar er Ijóst, að einungis fyrsti áfangi virkjunarinnar mun kosta 2 til 3 miljarða. Þettaerugífurlegar upphæðir. ■ ■ ■ Einungis fjármagnskostnaðurinn myndi því velta hundruðum miljóna króna á ári. Með þeim óþarfa og óhagkvæma framkvæmdahraða sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fallist á til þessa, er Ijóst að orkuverð í Reykjavík mun hækka verulega, af þeirri einföldu ástæðu að markaðurinn er ekki ennþá nógu stórtil að bera þessar gífurlegu fjárfestingar. ■ ■ ■ Þess vegna vill G-listinn leita allra leiða til að fresta þessari framkvæmd, uns markaðurinn hefur náð þeirri stærð að arðsemi virkjunarinnar og lágt orkuverð í Reykjavíksétryggt. ■ ■ ■ Við viljum ekki ana út í ótímabærar f ramkvæmdir sem kynnu að leiða til 20 til 30 prósent hækkunar á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur. ÞETTA VILJUM VIÐ: Við leggjum til nýja áætlun, sem miðar að því að: 1 Fresta Nesjavallavirkjun um tíu ár. 2Nýta hina gífurlegu umframorku Landsvirkjunar næstu ár til upphitunar á vatni. Þetta er fjárhagslega mjög hagkvæmur kostur. 3Með auknum rannsóknum og samnýtingu við raforku viljum við bæta nýtingu jarðhitasvæðanna í grennd við Reykjavík, og kanna betur ný svæði nálægt borginni. 4Bæta nýtingu með orkusparnaði. Gífurleg orka tapast vegna þess að stýring hitakerfa er víða svo ófullkomin að vatnið rennur 40 til 50 gráðu heitttil sjávar, einsog gufumökkurinn frá klóökum borgarinnar ber glöggt vitni um. Hvað myndi vinnast? Fjarmagnskostnaður við byrjunaráfanga Nesjavallavirkjunar veltir 250 til 300 miljónum króna á ári hverju. Árlegur sparnaður af f restun Nesjavallavirkjunar getur numið verulegum hluta af þessari upphæð. Þessvegna skiptir mjög miklu máli að framkvæmdagleði hitaveitustjóra og Sjálfstæðisf lokksins á Nesjavöllum verði hamin - það getur sparað Reykvíkingum miljónahundruð á ári. REYKJAVÍKURBLAÐ - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.