Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 6
Kristín Á. Ólafsdóttir, varaformaöur Alþýðu- bandalagsins og annar maður á framboðslista flokksins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í maí- lok, var nýkomin úr ferð um Norðurlöndin er blaðamað- ur Þjóðviljans bankaði upp á hjá henni. „Maður er ekki fyrr lentur á íslandi en maður finnur stressið skella aftur á sér.“ Kristín hafði ferðast um Dan- mörk, Svíþjóð og Noreg og heim- sótt sjö borgir og verið með fundi á hverjum stað, þar sem náms- menn fjölmenntu til að hlýða á málstað Alþýðubandalagsins í borgarstjórnarmálum. „Þeir sem sóttu þessa fundi voru fyrst og fremst Alþýðu- bandalagsmenn, svo og aðrir vinstri menn auk þess sem einn og einn íhaldsmnaður villtist þarna inn. Af fundi þessa fólks kem ég heim með áskoranir um að Alþýðubandalagið leggi sig fram um að snúa verkalýðsbar- áttunni í landinu af þeirri niður- lægingarbraut sem hún hefur ver- ið á. Hvergi var tekið undir þær þjóðarsáttarhugmyndir sem svo mjög hefur verið hampað hér heima að undanförnu. Náms- mönnum erlendis lýst þannig á ástandið heima í kjara- og fél- agsmálum, að því hrýs hugur við þeirri tilhugsun um að þurfa að flytja aftur heim til íslands.“ Pólitísk messa í hvert mál „Pólitíkin hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu,“ segir Kristín þegar hún er spurð hvað hafi komið til að vísnasöngkonan og leikkonan hafi ákveðið að fást við stjórnmálin af alvöru. .. með áskoranir um að Alþýðubandalagið leggi sigfram um að snúa verkalýðsbaráttunni í landinu afþeirri niðurlægingarbraut sem hún hefur veriðá“ „Pabbi fylgdist alltaf vel me.ð stjórnmálum og var virkur í Só- síalistaflokknum og í sínu stétt- arfélagi, sem varSveinafélag hús- gagnasmiða. Það má því segja að ég hafi orðið að sitja undir póli- tískri messu við hverja einustu máltíð í föðurhúsum. Þetta var á viðreisnarárunum þegar eyru mín opnuðust fyrir þessari pólit- ísku umræðu. Á þeim árum með- tók ég því stóran skammt af við- brögðum við stjórnarfari pen- ingaaflanna. Það má því segja að andstaða við slíkt stjórnarfar hafi síast inn frá blautu barnsbeini. Pólitíkin tengist líka því að ég fór að troða upp sem vísnasöngv- ari 16-17 ára gömul. Þá var Víet- namstríðið í hámarki og ég fékk mikið dálæti á fólki einsog Bob Dylan og Joan Baez, sem voru rammpólitísk í sínum söngvum. Þátttaka mín í leiklist er heldur ekki laus við pólitík, því fyrsta verkefnið sem ég tók þátt í er skóla lauk, var að vinna að samn- ingu og uppfærslu á Poppleiknum Óla. í kringum þá vinnu var bull- andi pólitísk umræða sem ein- kenndist fyrst og fremst af and- stöðu við allslags forræði, vald- beitingu og mötun og ríkjandi gildismat var sett undir mjög gagnrýnið ljós.“ í vatnsveitunefnd Eðlilegt framhald af þessu var að gerast félagi í Alþýðubanda- laginu að sögn Kristínar.í borg- arstjórnarkosningunum 1970 er hún í 24. sæti listans en flytur svo norður á Akureyri 1974. í bæjar- stjórnarkosningunum 1978 skipar hún þriðja sæti listans nyrðra og lendir sem fyrsti vara- maður flokksins. „Það var mjög spennandi að vera komin í þá aðstöðu að geta haft bein áhrif á gang mála. í bæjarmálaráði flokksins var starfið mjög virkt og var þar fjall- að um flest mál og veitti slíkt mjög góða innsýn í stjórn bæjar- mála. Þá starfaði ég í vatnsveitu- nefnd og tók það mig töluverðan tíma að fræðast um ýmis tækni- mál, sem aldrei hafði hvarflað að mér að ég þyrfti að vita neitt um. Þá var ég líka varamaður í félags- málaráði og sú reynsla sem ég bý að frá Akureyrarárunum er mjög mikilvæg þegar ég tekst á við borgarmálefnin núna.“ 1978 var Kristín kjörin formað- ur Alþýðubandalgsfélagsins á Akureyri og segist hún fyrst og fremst hafa reynt að virkja al- menna félaga meira en áður hafði verið gert í starfi innan félagsins. Kynjamál í Kaupmannahöfn f lok áttunda áratugarins flyst Kristín til Kaupmannahafnar til námsdvalar. Hún stundaði nám sem gestastúdent við háskólann í leikhúsfræðum og las einkum um leikstjórn og leikræna tjáningu, en hvorutveggja hafði hún fengist við á Akureyri. „Á þessum árum slitnaði ég töluvert úr tengslum við pólitíska umræðu á íslandi. Maður reyndi jú að fylgjast með og las Þjóðvilj- ann daglega. En pólitísk umræða í Danmörku var töluvert frá- brugðin því sem maður átti að venjast á íslandi. Landinn var með Félag sósíalista og var heil- mikið starf meðal íslendinga á þessum árum. M.a. fjölluðum við mikið um jafnréttismál, kven- frelsi og karlfrelsi ekki síður enda var fólk af báðum kynjum í þeirri umræðu. Við störfuðum í grunn- hópum ekki ósvipuðum og Rauðsokkuhreyfingin var með er hún var og hét, nema þarna voru bæði kynhlutverkin tekin í gegn. Kraftur í kvennastarfið Kristín flyst aftur upp til fs- lands 1981 en hellir sér ekki á fullu út í pólitíkina fyrr en rúmu ári seinna. Fyrst eignaðist hún dóttur og segist hafa ákveðið að vera heima með hana fyrsta árið. Þegar hún gaf sig í starfið innan flokksins einbeitti hún sér fyrst og fremst að kvennamálunum. „Það er langt síðan að konur í Spjallað við Kristínu Ólafsdóttur varaformann Alþýðubanda- lagsins og annan mann á G- listanumí Reykjavík: Alþýðubandalaginu fóru að reyna að ná saman og ýta á sín mál. Sú þróun hefur verið í gangi undanfarin 6-7 ár. Þegar ég gaf mig út í pólitíkina eftir að heim var komið setti ég helst krafta mína í kvennamálin. Með tilkomu kvennaframboð- anna færist svo mun meira líf í kvennapólitískt starf innan stjórnmálaflokkanna og það á ekki síst við um Alþýðubandalag- ið. Ég er því þeirrar skoðunnar að Kvennaframboðið og tilurð þess hafi haft gagnleg áhrif ekki síst í þá átt að stjórnmálaflokkarnir gerðu sér grein fyrir því að þeir höfðu ekki staðið sig í þessum málum. Innan þeirra vantaði áherslur á þau mál sem brenna frekar á konum en körlum. Sjálf hefði ég aldrei get- að starfað í pólitískum samtökum þar sem eingöngu eru konur vegna þess að aðstæður kvenna eru mismunandi ekki síður en að- stæður karla og ég á fyrst og fremst leið með sósíalistum. Ég get ekki hætt að vera sósíalisti einn veðurdag og orðið bara kona.“ Lýðræðisumræðuna vantaði Það Alþýðubandalag sem Kristín gerðist þátttakandi í er heim var komið var að hennar mati staðnað appírat um ýmis- legt. „Sú þróun og umræða, sem átt hafði sér stað meðal sósíalista í Evrópu hafði að takmörkuðu leyti borist hingað norður. Þetta á einkum við lýðræðisumræðuna og annað sem kom út úr 68- uppreisninni. Hér hafði þetta ekki skotið rótum. Í Alþýðu- bandalagið vantaði fyrst og fremst pólitíska nýsköpun og einnig einkenndist flokkurinn af því að tiltölulega fáir mótuðu stefnuna. í Danmörku varð maður mikið var við að hverslags samtök, hverfasamtök jafnréttissamtök og náttúrverndarsamtök, höfðu mikið að segja. Það heyrðist í fólkinu og var tekið tillit til skoðana þess. Hér heima tíðkast ekki þetta grasrótarlýðræði.“ Einræði Davíðs Fullkomin andstæða við þetta grasrótarlýðræði er það einræði sem tíðkast í borg Davíðs. „Það blasir stórt verkefni við öllum þeim sem telja lýðræðið einhvers virði, að frelsa Reykja- vík undan því einræði, sem hefur ríkt undanfarið kjörtímabil. Á síðasta kjörtímabili hefur flokks- ræði íhaldsins verið að þróast yfir Kristín Ólafsdóttir: Umhverfi sem fólki er búið þarf að miða fyrst og fremst við þarfir þess, - í einræði Davíðs. Hann tekur ekki einusinni tillit til skoðana eigin flokksmanna einsog mörg dæmi eru til um hvað þá að hann hlusti á almenning. Sem dæmi getum við nefnt að krakkar á grunnskólastigi héldu sinn eigin borgarstjórnarfund fyrr í vetur og lögðu þar fram mörg gagnmerk mál sem þau höfðu unnið mjög vel að. í kjöl- far þess fundar flutti Alþýðu- bandalagið tillögu um að eitthvað af tillögum unglinganna yrðu framkvæmdar en þeirri tillögu var vísað frá, það er að segja svæfð í nefnd. Nú hafa þessir bráðefnilegu krakkar hinsvegar ákveðið að reyna að fylgja eftir fundinum frá því í vetur og fá jafnaldra sína til liðs við sig.“ Hverfaskipta borginni Kristín tínir til ýmis önnur dæmi um einræðisleg vinnubrögð Davíðs einsog t.d. hvernig staðið var að sölu Skíðaskálans í Hvera- dölum, þar sem hann gekk þvert á óskir íþróttahreyfingarinnar í borginni. „Fulltrúalýðræðið hefur sína annmarka og þessvegna er nauðsynlegt að fólkið hafi sem mest að segja um sín eigin mál. Við viljum því leggja áherslu á að samtök á borð við foreldrafélög og hverfasamtök hafi raunveru- leg áhrif á stjórn borgarinnar. Upplýsingar þurfa að berast út úr borgarhverfinu meir en nú er og embættismenn eiga að sitja fyrir svörum reglulega. Alþýðubanda- lagið er með tillögu um að skipta borginni upp í hverfi og að þau kjósi sér sínar hverfastjórnir. Fulltrúar hverfastjórnanna hafi svo seturétt í borgarráði þegar rætt er um mál viðkomandi borg- 6 SÍÐA - REYKJAVÍKURBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.