Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 20
Artúnsholtshverfi skóli Nýstofnuð íbúasamtök leggja áherslu á að fá barnaskóla í hverfið. Barnafjöldi eykst stöðugt Eittyngsta hverfi Reykja- víkur er Ártúnsholtshverf- ið. Það stendur í brekkunni neðan við Árbæjarhverfið og útsýni er vítt til allra átta. Þetta hverfi hefur þotið upp á síðustu fjórum til fimm árum og verður líklega full- byggt á næstu þrem. Þjóð- viljinn hafði samband við Dagnýju Helgadóttur arkitekt en hún er formað- ur nýstofnaðra íbúasam- taka hverf isins, og spurði hana hvernig uppbygging hverfisinsgengi. „Skólamálin eru stærsta málið eins og er,“ ságði Dagný, „upp- haflega var ekki áætlað að byggja hér skóla en þetta er og verður það barnmargt hverfi að það þarf að koma hér skóli, að minnsta kosti barnaskóli." Sem stendur eru börn úr Art- únsholtshverfi keyrð í Laugarn- esskóla í skólabíl en íbúar hverf- isins telja það bráðabirgðalausn sem ekki verði unað við til lengd- ar. Danelíus Sigurðsson verkstjóri Krakkamir úr Ártúnsholtshverfinu og Rafveituhverfinu að koma í skólann með skólabíl (Mynd Sig). er einnig í stjórn íbúasamtakanna og hann sagði að íbúar vonuðust til að byggður yrði skóli í hverfinu áður en langt um liði því þó íbúar og nemendur úr þessu hverfi hefðu mætt einstökum velvilja í Orðsending til þeirra sem huga að fjárfestingu í innréttingum á næstunni N*JU MVN °4Ll Laugarnesskóla væri það mikið af börnum í hverfinu og það kæmi til með að aukast mikið þegar verkamannabústaðirnir yrðu teknir í notkun að skóli í hverfið væri nauðsyn. „Það er annað með eldri krakka, í sjöunda til níunda bekk, en skóla fyrir börn til 12 ára aldurs þurfum við að fá,“ sagði hann. „Fyrstu viðbrögð borgaryf- irvalda þegar talað var um þessi mál við þau voru að ekki væri hér nóg af börnum. En það virðist hafa verið misskilningur og þau ekki gert sér grein fyrir því í fyrstu hver barnafjöldinn í hverf- inu er og hann kemur til með að aukast. Eftir örfá ár verða hér um 50 börn í árgangi og fólk er farið að kvíða því hvernig ástandið verður á næstu árum ef ekki ræt- ist úr “ „Þetta hefur mikla galla í för með sér fyrir börnin, sérstaklega félagslega," sagði Sesselja Snæ- varr, fulltrúi íbúasamtakanna í skólamálum. „Við erum búin að senda fræðsluráði bréf um þetta mál og það er verið að fjalla um það þessa dagana og við eigum von á svarbréfi frá þeim fljótlega. Fólk vill hafa skóla í hverfinu, a.m.k. fyrir yngri börnin. Það hefur að vísu komið fram að barnafjöldi er mestur í nýjum hverfum í upphafi en fækkar síð- an eftir því sem árin líða og því hefur komið fram sú hugmynd að byggja mætti fjölnota hús, sem kæmi þá að öðrum og fjöl- breyttari notum seinna meir.“ í framhaldi af þessari umræðu hafði Þjóðviljinn samband við Jón Frey skólastjóra Laugarnes- skólans og spurði hvað væru mörg börn úr Artúnsholtshverfi í skólanum. Jón sagði þau hafa verið um 150 síðastliðinn vetur. Hann sagði að starfið hefði gengið ágætlega en börnum úr þessu hverfi ætti eftir að fjölga og hann teldi skólann ekki þola mikið meira, sérstaklega þar sem einnig fjölgaði nú börnum í Laugarneshverfinu. Hann sagði svona aksturskerfi hafa bæði kosti og galla. Það væri kostur að bíll stæði tilbúinn fyrir börnin rétt utan við heimili þeirra, einkum í vondum veðrum, en þetta kerfi hefði óhjákvæmilega stóra fé- lagslega annmarka fyrir börnin því þau þurfa að sækja félagslíf í skólanum að mestu á eigin veg- um. -Ing Söluumboð á Akureyri: Bynor, Glerárgötu 30 S: 96-26449. Nýbýlavegi 12, 200 Kópavogur, sími 44011. Pósthólf 167 Dagný Helgadóttir, formaður íbúasamtakanna: Það er ýmsu ábótavant hér í hverfinu langstærsta vandamálið (Mynd Sig). Úrvaliö er mikið og ekki vandalaust aö taka ákvörö- un. En leggir þú saman allan þann fjölda smáatriða sem skipta máli í slíku vali eru miklar líkur til að niðurstaða númer 1 verði Bjóðum ennfremur: Tréstiga, Perstorp gólfborð, Blomberg heimilistæki, loftlúgustiga. DKE innrétting frá Innvali. Og hvers vegna? kannt þú að spyrja. Jú - svarið við spurningunni er að finna í verslun okkar að Nýbýla- vegi 12 í Kópavogi. Verið velkomin. 20 SÍÐA - REYKJAVÍKURBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.