Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 13
Fiskvinnslukonur flytja úr BÚR í ís- björninn snemma á árinu. Mikil óá- nægja gaus upp meðal starfsfólks vegna þessara flutninga, uppsagna starfsmanna og hvernig staðið var að sameiningunni. Mynd E.ÓI. niður, en síðar kom annað í ljós. Það er nú kapítuli út af fyrir sig hvað lagt var til grundvallar við þessa hagkvæmnisathugun, en niðurstöður voru ekki lagðar fyrir borgarráð fyrr en 23. ágúst og sendar borgarfulltrúum aðeins fjórum dögum áður“. Kirkjusandsbréfið undir stól „í millitíðinni hafði það gerst að Kirkjusandur hafði skrifað borginni og óskað eftir að fá að taka þátt í þessari könnun, en þetta bréf var aldrei lagt fram. Borgarstjórinn stakk því undir stól, enda átti að halda því leyndu fyrir minnihlutanum. Það var fyrst og fremst þetta sem gerði mönnum ljóst að þarna var ekki um neina hagkvæmnisráðstöfun að ræða. Það var búið að ákveða það löngu áður en hagkvæmnis- athugun var gerð að sameina BÚR og ísbjörninn. Ég sat í nefnd sem skipuð var til að vinna að samningsgerðinni. Þessi nefnd hitti fulltrúa ísbjarn- arins aðeins einu sinni. Þrátt fyrir ítrekaðar og bókaðar óskir um að fá að sjá reikninga ísbjarnarins var því stöðugt synjað. Að lokum voru mér boðnar þessar upplýs- ingar sem algjört trúnaðarmál, en því hafnaði ég að sjálfsögðu“. 300 miljónir í lausaskuldir „Eftir öðrum leiðum fékkst hins vegar upp gefið að skulda- staða ísbjamarins var óskaplega slæm. Skammtímaskuldir fyrir- tækisins, sem voru að verulegu leyti fallnar í gjalddaga, námu yfir 300 miljónum. Taprekstur- inn var mikill og fyrirséð að fyrir- tækið myndi lenda í gjaldþrota- skiptum innan fárra mánaða ef því yrði ekki réttur björgunar- hringur. Þegar allar þessar upplýsingar lágu fyrir var öllum orðið ljóst að þessi skollaleikur með hag- kvæmnisathugun og þess háttar var eingöngu til að réttlæta að borgarsjóður og BÚR yrðu not- uð til að bjarga fjárhag og efna- hag fjölskyldunnar sem voru eigendur ísbjarnarins,“ sagði Sigurjón. —gg Nei,nei,nei! Ekki borða auglýsinguna! Það er alveg óþarfi að borða auglýsinguna. Þú getur með lítilli fyrirhöfn eldað þessa ljúffengu fiskrétti úr frystu ýsuflökunum frá R.A. Péturssyni hf. Þau fást í flestum mat- vöruverslunum í handhægum 400 gr. pakkningum og eru roðlaus og beinlaus. Aftan á pakkningunum eru uppskriftir af dýrindis fiskréttum sem auðvelt er fyrir hvern sem er að matbúa. Framleiðandi: R.A. Pétursson hf. Ytri-Njarðvík ísland Sími 92-3225 4- REYKJAVÍKURBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.