Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 24
Kvennaathvarfið Okkur sárvantar fé Eldhúsið er sannarlega hjarta heimilisins. Það er í senn vettvangur matseldar, og alls sem því fylgir, og mótsstaður fjölskyldunnar. IKEA hefur gert drauminn um óskaeldhúsið að veruleika. IKEA býður margar gerðir eldhúsinnréttinga á óviðjafnanlegu verði. Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 108 Reykjavík. Sími 686650. U fyrir Guð Góður og gegn Sjálfstæðis- maður fór með gamla frænku sína á kjörstað. Áður en hún fór inn í kjörklefann minnti hann frænk- una á að kjósa nú rétt. „Mundu, að það er D fyrir Drottinn“ árétt- aði hann. Þegar hún kom svo út eftir drykklanga stund og hann ók henni heim, spurði hann frænkuna hvort hún hefði ekki áreiðanlega munað að kjósa rétt. „Víst gerði ég það, heillin," svaraði frænkan, „var það ekki G fyrir guð?“ Sjálfstæðisflokkurinn þráast við að greiða út styrk til Kvennaathvarfsins. Fóru fram á eina miljón, en eiga að fá 625 þúsund. Ólöf Briem í Kvennaat- hvarfi: 15-20 konur og börn í athvarfmu daglega. Okkur liggur á að fá peninga Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa enn ekki fengist til að greiða Samtökum um kvenna- athvarf 625 þúsund króna styrk sem samþykktur var við af- greiðsiu fjárhagsáætlunar borg- arinnar fyrir þetta ár. Á fundi borgarráðs I vikunni var tillögu Sigurjóns Pétu'ssonar um að styrkurinn yrði greiddur enn frestað og verður hún ekki af- greidd fyrr en í næstu viku. Samtök um kvennaathvarf fóru fram á tæplega eina miljón króna í styrk frá borginni til reksturs kvennaathvarfsins. Minnihluti borgarstjórnar var reiðubúinn að fallast á þessa beiðni við afgreiðslu fjárhagsá- ætlunar, en meirihlutinn skar styrkinn niður í 625 þúsund. Og það var ekki látið þar við sitja, heldur var styrkurinn samþykict- ur þannig, að sérstaka sam- þykkt borgarráðs þarf til að fá hann greiddan. Engar skýringar Guðrún Ágústsdóttir borgar- fulltrúi sagði í samtali við Pjóð- viljann nýlega að slíkur af- greiðslumáti væri mjög óvenju- legur, og lýsti best þeirri fyrirlitn- ingu sem borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins hefðu á þessari starfsemi. Það kom einnig fram í máli Guðrúnar að borgarstjóri hefði aldrei gefið neinar full nægjandi skýringar á því hvers vegna styrkurinn er ekki greiddur undanbragðalaust. „Meirihluti borgarstjórnar hefur sýnt þessari starfsemi furð- ulegt áhugaleysi. En ég vona að borgaryfirvöld sjái að sér í þessu máli. Það hefur komið fyrir áður,“ sagði Guðrún. Brýnt fyrir athvarfið Samtök um kvennathvarf fóru þess á leit við borgaryfirvöld fyrir nokkrum vikum að styrkurinn verði greiddur, en borgaryfirvöld hafa ekki haft fyrir því að svara þeirri beiðni. „Við gerum okkur auðvitað vonir um að borgaryfirvöld taki við sér og greiði þennan styrk innan tíðar,“ sagði Ólöf Briem í samtali við Þjóðviljann í síðustu viku, en hún á sæti í fjármálahópi samtakanna. Ólöf sagði það mjög brýnt fyrir kvennaathvarfið að fá þennan styrk, „og okkur liggur á,“ segir hún enda er fjár- hagsstaða athvarfsins slæm. Skjólstæðingum þess hefur fjölg- að gífurlega á undanförnum mán- uðum og síðan um áramót hafa verið 15-20 börn og konur þar á dag, að sögn Ólafar. Sem fyrr segir hefur tillögu Sig- urjóns Péturssonar í borgarráði verið frestað tvívegis og verður ekki afgreidd fyrr en í næstu viku. Þá verða liðnir fjórir mánuðir frá því borgarstjórn samþykkti að veita þennan styrk. —gg Ólöf Briem: Þaðermjög brýntfyrir starfsemina að þessi styrkur fáist. ELDHUSIÐ ER HJARIA HEIMILISINS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.