Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 08.05.1986, Blaðsíða 22
Skúlagötu U §3 vH •P • CQ C0 s flö £ ESS r_ ,7/ ami & S8S Dæmí um útlit Skúlagötu milli Klapparstígs og Frakkastígs. (Mynd frá Borgarskipulagi.) Stórfyrirtækjum hyglað Ibúasamtökin í Skuggahverfi, Arkitektafélagið, Torfusamtökin og fjölmargir einstaklingar gerðu athugasemdir við skipulagið. Sjálfstæðisflokkurinn hundsaði alla gagnrýni. Tæknilega illa unnið. Skipulagsstjóri andvígur skipulaginu. Háhýsi byrgja sýn. Flokksgæðingar sleppa við að greiða tugmiljónir í gatnagerðargjöld Inni á borði hjá félagsmálaráð- herra liggur nú og bíður úrskurð- ar deiliskipulagstillaga að Skúla- götusvæðinu frá borgarstjórnar- meirihlutanum í Reykjavík. Þessi tillaga gerir ráð fyrir niðurrifi fjöimargra gamalla húsa og bygg- ingu nýrra háhýsa í stað þeirra og hefur m.a. fyrir þessar sakir þótt vera hið mesta óhappaverk. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um skipulag að þessu svæði mætti talsverðri andstöðu strax í upp- hafi. Velferð hverfisins í tvísýnu Almenn gagnrýni hefur fyrst og fremst beinst að þeirri fyrirætl- an íhaldsins að rífa gömul hús sem eru talin hafa ótvírætt varð- veislugildi, t.d. Völundarhúsið Klapparstíg 1 og Kveldúlfshúsin. í stað þessara húsa er ráðgert að komi 11-12 hæða hús, sem auk þess að vera óaðlaðandi að mörgu leyti munu byrgja nábúum útsýn. Það sem vakir líklega fyrir Sjálfstæðisflokknum með bygg- ingu þessara háhýsa er að þar með næst geysilega há nýting lóða á þessu svæði. Rætt er um að nýtingin verði allt að 1.8, sem er óvenjuhátt. í athugasemdum sem stjórn íbúasamtaka Skugga- hverfis sendi til borgaryfirvalda vegna tillögunnar segir að stjórn- in telji bogann hafa verið of hátt spenntan varðandi nýtinguna og öll byggð ofan við 5 hæðir sé um- fram æskileg mörk. Há nýting lóðar gerir hana verðmeiri, en stjórn íbúasamtak- anna segir að engin fjárhagsáætl- un geti réttlætt glannaskap í skipulagi. í athugasemdinni lýsir stjórnin sig andvíga tillögunni og telur velferð hverfisins stefnt í tvísýnu og að réttur fbúanna hafi verið fyrir borð borinn. Gagnrýni að engu höfð Fjölmörg önnur félög og hagsmunaaðilar sendu inn at- hugasemdir við tillögu Sjálfstæð- isflokksins, sumar hverjar mjög harðorðar, en flokkurinn hafði þessar athugasemdir að engu. Meðal þeirra sem sendu inn at- hugasemdir voru Arkitektafélag íslands og Torfusamtökin. Alls var 38 tillögum einstaklinga og samtaka hafnað — en ekki tekið mark á einni einustu við af- greiðslu Sjálfstæðisflokksins á málinu. Það sem eftir stendur í þessari gagnrýni er einkum þetta: Menn- ingarsögulegt gildi gamalla húsa er hundsað. Nýtingarhlutfall lóða er of hátt. Rök fyrir niðurrifi eru ófullnægjandi. Enda má gera ráð fyrir því að borgin verði krafin um skaðabætur þegar og ef skipu- lagið kemur til framkvæmda. Tillagan var samþykkt í borg- arstjórn í febrúar með atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, en minnihlutinn greiddi at- kvæði á móti og lagði fram sam- eiginlega bókun þar sem segir að skipulagið sé ekki tilbúið til stað- festingar. Það sé einnig gallað í ýmsum veigamiklum atriðum og I því sé ekki hægt að samþykkja það. Skúlagötuskipulagið hefur verið meðal veigamestu ágreiningsmála milli minnihluta og meirihluta á þessu kjörtíma- bili. Ágreiningur í skipulagsstjórn Eftir að borgarstjórn hafði fjallað um málið fór það til skipu- lagsstjórnar ríkisins þar sem það var einnig staðfest. Það gerðist hins vegar ekki átakalaust, og lýstu bæði Stefán Thors skipu- lagsstjóri og Guðrún Jónsdóttir fulltrúi félagsmálaráðherra sig andvíg því að það yrði staðfest eins og það er. Stefán lagði til að það yrði staðfest í áföngum þar sem nánari útfærslu vantaði, en meirihluti skipulagsstjórnar hafnaði því. í gagnrýni Stefáns kemur fram að enn vantar Duglegir og sparney tnir vinnubílarfrá PEUGEXXT HAFRAFELL símar 685211 - 683537 UMBOOIÐ A AKUREVRI VÍKINGUR SF. FURUVOLLUM 1 1 SÍMI: 21670 TALBOT 1100 VF 2 Vélastærð 1118-3 55 HA Framhjóladrifinn Sjálfstæö fjöðrun Flutningsrými 2600 lítrar Buröargeta 500 kíló Kostar kr. 304.000.- PEUGEOT 504GR PICK-UP Vélastæröir: 1796-380HA Benzín 2304-370HA Diesel Afturhjóladrifinn „Splittaö drif“ Pallstærö 1,45 x 2,00 M. Buröargeta 1400 KG. Kostar frá kr. 479.000,-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.