Þjóðviljinn - 10.08.1986, Síða 3
Ameríkanismi
beint í œð
Árni Björnsson skrifar
Nú er liöiö 41 árfráþví
bandaríska herstjórnin lét
varpa kjarnorkusprengjum á
japanskar borgir og ein vika
síðanSigurðurÞór
Guðjónsson skrifaði þarfa
grein í Þjóðviljann um frekjuna
í„frjáishyggjupostulum“ á
sviði tónmennta. Af hverju er
þetta nefnt í sömu andrá?
Vegna þess að ekki er nóg að
berjast fyrir brottför hersins, ef
ameríkanisminn verður eftir.
Sök íslendinga
Það er að vísu bæði gott og
sjálfsagt að leggja sinn skerf af
mörkum í alheimsaðgerðum til
að minnast grimmdarverknaðar-
ins í Japan undir kjörorðinu:
aldrei aftur Hírosíma. En hinn
eini áþreifanlegi skerfur, sem við
getum lagt fram á alþjóðavett-
vangi og gæti hrifið aðra sem
fordæmi, það er vitaskuld að
berjast og losna við fulltrúa víg-
búnaðartryllingsins á okkar eigin
landi.
Þar er um að ræða herstöðina
sjálfa, mannvirkin, drápstækin
og setuliðið, en ekki síður þá ís-
lensku gróðapunga stóra og
smáa, sem vilja og hafa hagnast á
því að vinna fyrir herinn. Það er
stigsmunur en ekki eðlismunur á
því, hvort þeir hafa getað reist sér
Votergeithallir fyrir ágóðann eða
þó ekki væri nema lítilfjörlegan
bílskúr. Það eru íslenskir her-
mangarar og fjöldi af smálufsum
með sama hugarfar, sem eru
meðábyrgir fyrir því, að hér er nú
tiltæk kjarnorkustöð, hvenær
sem henta þykir. Þessir fslend-
ingar eiga í rauninni enn meiri
sök á því en sjálft hermálaráðu-
neyti Bandaríkjanna.
Ágeng
subbumenning
En með þessu er ekki allt upp
talið. ísland er með sívaxandi
hraða að verða bandarískri
undirmálsmenningu að bráð. Við
tökum auðvitað lítið eftir þeim
breytingum, sem erum hér að
staðaldri. En fólk sem verið hefur
nokkur ár erlendis tekur eftir því
aukna bandaríska yfirbragði lág-
menningar, sem komið er á útlit
fólks, talsmáta, framkomu,
klæðaburð og hugsunarhátt, svo
ekki sé minnst á verslanir og
veitingastaði, skemmtanaiðnað
eða fjölmiðla. Reykjavík kvað
orðið minna á smáborg í
miðvesturfylkjum Bandaríkj-
anna, nema hvað íslenskar áletr-
anir stinga ennþá í stúf. En þeim
fer líka fækkandi. Og þessi amer-
íkanisering kemur ekki lengur
gegnum herstöðina nema að
óverulegu leyti. Það má segja, að
nú komi hún beint í æð.
Þessi vanþróun hefur vissulega
staðið yfir í fjóra áratugi einsog
baráttan gegn atómsprengjunni.
Og á fyrri hluta þessa tímabils
barst hún að talsverðu leyti gegn-
um herstöðina, ekki síst kana-
útvarpið og kanasjónvarpið, eftir
að það tók til starfa kringum
1960. En þá var þó fyrir í landinu
harðsnúinn hópur, sem barðist
gegn þessari ásókn og taldi smán
að því að ánetjast hinni vestrænu
lágmenningu. Auðvitað var þetta
fólk sakað um útúrboruskap,
lurahátt, þjóðrembu, sveita-
mennsku, rússaþjónkun og ég
man ekki hvað. En það lét bara
ekki undan. Og meðan svo stóð,
þorðu talsmenn ameríkanismans
aldrei mjög langt upp á dekk.
Þeir voru hræddir við háð her-
námsandstæðinga.
Herinn burt
- Kaninn kjur?
Nú er hinsvegar svo komið, að
jafnvel sumir herstöðvaandstæð-
ingar eru orðnir hugfangnir af
þessu bandaríska gutli og virðast
telja það með hinu framfarasinn-
aðra í heiminum. Á tímabili ætl-
aði þessi ameríkanismi þrásinnis
að æra mann út af baráttufundum
herstöðvaandstæðinga 30. mars.
Þessi höfuðhleypingur stafar af
því, að á tímabili a.m.k. leyfðu
plötuframleiðendur og
skemmtanastjórar, að í sumt af
þessu sulli væri blandað ein-
hverju óljósu róttæku mannúðar-
og jafnvel mótmælabragði.
Þetta var einkar klókt. Hrekk-
litlir mótmælasöngvarar töldu sig
vera að bjarga heiminum, og
margt af hinu besta fólki gein við
agninu og gerði þessa poppara að
fyrirmyndum og leiðtogum lífs
síns, eyddi { þá dýrmætum tíma
sínum, en hunsaði það daglega
puð, sem eitt getur skilað ein-
hverjum árangri til lengdar.
En þetta var og er ameríkan-
ismi engu að síður og þar með
bandarísk heimsvaldastefna í
menningarmálum. Þessu má líkja
við það, þegar kristiniboðar - vit-
andi eða óafvitandi - ruddu
brautina fyrir nýlendustefnuna í
Afríku, uns til varð ímynd þeirra
með krossinn í annarri hendi og
byssustinginn í hinni. Á 19. öld
var talað um trúarbrögðin sem
ópíum fyrir fólkið. Nú hefur
poppið tekið við því hlutverki.
Þegar jafnvel andstæðingar
herstöðva liggja hundflatir fyrir
ameríkanismanum og líkja eftir
honum, þá er ekki von að mikill
slagkraftur verði í andstöðunni.
Enda benda skoðanakannanir til
þess, að einmitt fólkið, sem hefur
alist upp, eftir að ameríkanism-
inn tók að berast því beint í æð,
einmitt þetta „vel upp alda“ fólk
virðist öðrum kynslóðum fremur
ætla að fylkja sér um svæsnasta
hermangsflokkinn.
Við berjumst gegn herstöðinni
hér, af því það er liður í baráttu
alls mannkynsins fyrir framhaldi
lífsins á jörðunni. Það er jafn-
framt barátta fyrir efnahagslegu
og þar með stjórnarfarslegu sjálf-
stæði íslands að losna við her-
mangið. En vilji menn líka halda í
eitthvað, sem heitir íslensk
menning og ekki verður blátt
áfram geymd inni á söfnum, þá
verður líka að berjast gegn hinni
bandarísk-ættuðu lágmenningu í
öllum hennar myndum og hvað-
an sem hún berst - og líta sjálfum
sér næst. Það dugir ekki lengur að
einblína á herstöðina í þessum
menningarefnum. Herinn er
m.a.s. orðinn tiltölulega meinlít-
ill á því sviði nema e.t.v. á Suður-
nesjum. Og herinn fer ekki, ef
þorri þjóðarinnar er mengaður
ameríkanisma.
Vamarleysi
íslendinga
Bandarísku afþreyingarsam-
steypurnar þeysa afurðum sínum
vissulega yfir allan heiminn. En
íslendingar eiga á vissan hátt erf-
iðara með að verjast þeim en aðr-
ar Evrópuþjóðir. Og það er ekki
einungis herstöðinni að kenna.
Það eru víðar bandarískar her-
stöðvar í Evrópu. Ástæðurnar
fyrir þessu sérstæða varnarleysi
íslands á afþreyingarsviðinu eru
aðallega tvennskonar:
1. Uti í Evrópu er til gamal-
gróin borgarmenning, sem er ein-
att mörgum öldum eldri en til-
vera Bandaríkjanna. Og þessi
gróna borgarmenning getur vel
staðið af sér slíkar gusur, jafnvel
þótt þær geysist yfir í nokkra ára-
tugi.
En á íslandi er ekki til nein
gamalgróin borgarmenning.
Borgarmenning í Reykjavík er
nánast jafngömul hernáminu.
2. Þjóðir einsog t.d. Grikkir,
Portúgalir og Svíar eiga sér sterka
þjóðlega alþýðutónlist. Og hún
virðist ætla að standa bisniss-
poppið af sér eða þá hirða úr því
það fáa, sem nýtilegt er, einsog
sjálfsagt er að gera.
En á íslandi er ekki til nein
hefðbundin alþýðumúsík í þessa
veru. Það er tilgangslaust að bera
rímnalög saman við dansmúsík.
Hafi íslensk dansmúsík ein-
hverntímann verið til, þá var hún
kæfð til dauða af kirkju og kon-
ungsvaldi á nokkrum mannsöldr-
um, aðallega á 18. öld, þegar
fólki var nánast bannað að
skemmta sér við annað en guðs-
orð. En ísland mun vera eina
landið í álfunni, þar sem tókst að
framfylgja þessu skemmtana-
banni á svo afdrifaríkan hátt. Og
það stafaði m.a. af því, að hér
voru engar borgir og reyndar
ekkert þéttbýli. Því var rnjög erf-
itt fyrir fólk að hópast saman til
að skemmta sér án þess að yfir-
völdin kæmust að því.
Það sem á síðustu hundrað
árum hafa verið kölluð „íslensk
alþýðulög'4 er hinsvegar lítið ann-
að en rómantísk sönglög sunnan
úr Evrópu, aðallega dönsk og
þýsk, eða eftirlíkingar þeirra.
Af þessum sökum er ísland
ákaflega opið og óvarið fyrir ein-
hliða áhrifum frá afþreyingariðn-
aðinum. Það er raunalegur mis-
skilningur, að menn eigi marg-
breytilegt frjálst val í þessum efn-
um. Þeir verða að taka við þeirri
músíksúpu, sem framleiðendum
tekst best að auglýsa hverju sinni.
Og það er langtum einhæfara
fóður en það sem tónlistarstjóri
Ríkisútvarpsins ber á borð. Því
verða menn að bregðast við vit-
andi vits, ef þeir vilja, að ísland
verði í framtíðinni annað en
bandarísk hjálenda á sviði al-
þýðumenningar.
Ágœti
lágmenningar
Hér hefur orðið „lágmenning“
nokkrum sinnum verið viðhaft í
heldur niðrandi samhengi. Af því
kynnu menn að álykta, að ég
hefði eitthvað á móti svokallaðri
lágmenningu. En svo er alls ekki.
Svokölluð lágmenning er einmitt
það, sem öll önnur menning
sprettur af. Rímurnar og þjóð-
sögurnar voru á sínum tíma lág-
menning. M.a.s. íslendinga-
sögurnar voru á sínum tíma lág-
menning. „Hámenningin" var þá
í bókum á latínu. En höfundar
íslendingasagna heyjuðu sér efni
úr mörgum áttum utanlands og
innan - einsog sjálfsagt er að
gera. Það sem ég vil sjá hér og
heyra í framtíðinni er séríslensk
alþýðumenning, sem sýgur
lífsnæringu úr sem flestum áttum
og meltir hana, en er ekki hrá
bandarísk eftirlíking.
Þjóðviljinn
og ameríkanisminn
Þjóðviljinn hefur ekki farið
varhluta af ágangi þessa ný-
ameríkanisma frekar en önnur
mannleg fyrirbæri. Sumir skríb-
entar hans hafa jafnvel haldið því
fram, að alþjóðleg gjörnýting fat-
aframleiðenda og plötufabrikka
á unglingum síðustu tvo áratugi
sé marktæk og sjálfstæð menn-
ingarstefna, sem beri að taka
fagnandi. Það hefur verið okkur
„þjóðlegum íhaldsmönnum"
bæði til stríðs og storkunar. Enda
er það heldur angursamlegt, ef
þetta „málgagn þjóðfrelsis“
skynjar ekki hættuna, svo að
jafnvel Morgunblaðið stendur sig
stundum betur.
Þeir eru t.d. margir, sem hafa
fulla samúð með andófi ritstjórn-
arinnar gegn hagfræðingaveldinu
í samtökum launamanna. En þeir
halda að sér höndum í þeim
átökum, af því þeir veigra sér
m.a. við að styðja opinberlega
blað, sem þeim finnst að hafi -
óafvitandi - ánetjast bandarísk-
ættaðri subbumenningu, jafnvel
þótt í litlu sé. Ég hefði líklega
látið vera að skrifa þennan pistil,
ef Össur hefði ekki beinlínis beð-
ið um það.
Sunnudagur 10. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3