Þjóðviljinn - 10.08.1986, Síða 8
SUNNUDAGSPISTILL
Ólympíuleikar í Berlín 1936
Nasistarvoru fullkomnir andstæðingar Ólympíuhreyfingarinnar,
en þeir gátu notað hana ísinn mesta áróðurssigur
Það var margt að gerast í
heiminum fyrir fimmtíu árum.
Borgarastyrjöldin á Spáni var
að hefjast. Það voru haldnir
Ólympíuleikar í Berlín.
Þjóðviljinn var að byrja að
koma út.
í töfrabirtu
í vitund ungra drengja með
íþróttadellu stóð ljóminn af Ól-
ympíuleikunum í Berlín alveg
fram á þann dag að hægt var að
halda næstu leika að ófriði lokn-
um, það var í London 1948. Eldri
bræður okkar og frændur höfðu
safnað ólympíumyndum, sem
földu sig í kaffipökkum, og límt
inn í vönduð albúm - þetta voru
glæsilegustu íþróttamyndir sem
til voru. Við vissum náttúrlega
ekkert um það, hvernig nasism-
inn sló sér upp á þessari íþrótta-
hátíð og heldur ekki neitt um þá
mögnuðu vísu sem Jón Helgason
hafði sett saman um frammistöðu
íslensku íþróttamannanna í Berl-
ín:
í þeirri íþrótt að komast
aftur úr öllum
var enginn í heimi þeim jafn...
En við vissum allt um afrek
Jesse Owens, einvígi hans við
langstökkvarann þýska Lutz
Long, um heimsmetin sem fuku
og ólymípumetin. Og við vissum
líka að það hafði verið tekin
framúrskarandi glæsileg kvik-
mynd um þessa ieika, og sælir
voru þeir sem fengið höfðu að sjá
hana.
ágæti - síðan hafa leikarnir meðal
annars verið keppni í því, að
komast ögn lengra en gert var
næst á undan í skipulagningu og
íburði. f fyrsta sinn var öllu afli
fiölmiðla beint að því að blása út
Ólympíuleika - heill her blaða-
manna fylgdist með leikunum og
útvarpað var frá þeim á þrjátíu
tungumálum. Það var meira að
segja sjónvarpað frá þeim í Berl-
ín sjálfri.
Og í fyrsta sinn voru Ólympíu-
leikar hápólitískt deilumál.
Margir voru þeir, sem ekki vildu
tika þátt í þeim, vegna þess að
kynþáttakúgunarstefna þýsku
nasistastjórnarinnar var vitan-
lega í hróplegri mótsögn við yfir-
lýstan anda ólympíuhreyfingar-
innar. Þar stóðu harðar deilur um
það í Bandaríkjunum hvort
íþróttamenn þaðan skyldu sitja
heima. Á Spáni var vinstristjórn
nýtekin við völdum - og uppreisn
gegn henni reyndar hafin sem
fyrr segir. En það var þessi stjórn
sem boðaði til „Alþýðuólympíu-
leika“ í Barcelóna um svipað leyti
og leikarnir fóru fram í Berlín.
Hér heima hvatti Verkalýðsblað-
ið, fyrirrennari Þjóðviljans, ó-
spart til þess að íslendingar sendu
fulltrúa á leikana í Barcelona.
Sigurhótíð
Það er mikið talað um það
núna að þýskir nasistar hafi ó-
spart látið uppi kynþáttafordóma
sína meðan á leikunum 'stóð, til
dæmis er einatt vitnað til þess að
blaðið Angriff hafi farið háðs-
Hitler á leikvanginum - til hægri við hann er Lewald, sá sem sagði: Þetta verður
góð auglýsing fyrir Þýskaland.
Það er verið að rifja upp ýmis-
legt um Ólympíuleikana þessa
daga, meðal annars með mynd
um Jesse Owens í sjónvarpinu.
Margt í
fyrsta sinn
Ólympíuleikarnir í Berlín voru
stærsta og um margt glæsilegasta
íþróttahátíð sem haldin hafði ver-
ið. Meira en 4000 keppendur
komu frá 49 ríkjum (þá voru ríki
heimsins líklega þrisvar sinnum
færri en nú). Margt var gert í
fyrsta sinn: í fyrsta sinn höfðu
stjórnvöld ákveðið að gera Ól-
ympíuleika að áróðri fyrir eigin
legum orðum um „hinar svörtu
hjálparsveitir" Bandaríkja-
manna - en reyndar voru flestir
bandarískir verðlaunahafar í
frjálsum íþróttum blökkumenn.
Það er rétt, að þetta komst á
blað. Hitt vita færri að Göbbels
áróðursmálastjóri tók Angriff til
bæna á fundum með þýskum
blaðamönnum. Það var brýnt
fyrir þeim, að meðan á leikunum
stæði, að minnsta kosti, skyldi
enginn hreyfa kynþáttasjónar-
miðum. Þetta eru bandarískir
ríkisborgarar, sagði fulltrúi
Göbbels á einum slíkum fundi,
og það verður að bera virðingu
fyrir þeim sem slíkum. Eitt hinna
þýsku dagblaða gekk svo langt í
Jesse Owens: segið ekkert misjafnt um blökkumenn meðan á leikunum stendur...
„umburðarlyndi" að segja, að
einmitt svartir menn hefðu fyrir-
myndar líkamsbyggingu „sem
líktist fegurðarhugsjón forn-
aldar“!
Hrifnir gestir
Göbbels var slóttugur. Rifin
voru niður skilti um að Gyðing-
um væri bannaður aðgangur hér
og þar. Djassinn, sem skömmu
áður var fordæmdur sem úrkynj-
uð niggaramúsík, fékk að
blómstra á skemmtistöðum Berl-
ínar. Allir áttu að sýna vinsemd
og kurteisi. Auk þess sem Þjóð-
verjar voru náttúrlega í essinu
sínu bæði að því er varðar al-
mennan íþróttaáhuga og skipul-
agsdugnað. Útkoman varð svo
sú, að erlendir gestir fengu miklu
glýju í augun. Þeir höfðu aldrei
séð annað eins. Þeir voru stór-
hrifnir. Þeir sögðu að nasisminn
væri líklega nokkuð gott skipu-
lag. Ekki bara vegna þess, hve vel
hann skipuleggur íþróttamót -
þótt það eitt nægði mörgum sjálf-
sagt til að fá í hnén. Líka vegna
þess, að svo sýndist, sem Hitlers-
Þýskaland hefði betur ráðið við
heimskreppuna og afleiðingar
hennar en flestir aðrir.
Og eins og margoft hefur gerst
fyrr og síðar: gestir á vandlega
undirbúinni hátíð vita í rauninni
afar fátt um það, hvar þeir hafa
verið. Þeir vita svosem ekkert um
hvunndagslíf í landinu sem þeir
heimsóttu, þeir átta sig ekki á
því, hve marga og mikla mögu-
leika einræðisríkið á til að mála
framhliðina á sínu húsi fallega og
láta annað ekki sjást.
Nasistar
á móti
Þýska vikublaðið Spiegel tók
saman fróðlega grein um Ólym-
píuleikana í Berlín á dögunum.
Þar er minnst á ýmsar merkilegar
þversagnir: en sú er stærst, segir
blaðið, að í rauninni voru nasistar
andvígir Ólympíuleikum. Þeir
höfðu ekki beðið um þá, þeir
höfðu ekki annast skipulagning-
una, og þeir áttuðu sig tiltölulega
seint á því að þeir gætu með
leikum þessum unnið mikinn
sigur í áróðursstríði.
Það voru þrír virðulegir og há-
borgaralegir menn, sem árum
saman unnu að því að gera hlut
þýskrar íþróttahreyfingar sem
mestan (en hún var lengi vel
klofin eftir trúfélögum og
stjórnmálaflokkum) og stefndu
að því, að fá Ólympíuleikana til
Berlínar. Þeir hétu Theordor
Lewald (hálfur Gyðingur), Carl
Diem og Karl Ritter von Halt.
Eftir margra ára starf, sem m.a.
fólst í því að virkja fjölmiðla og
áhrifamikla stjórnmálamenn,
fengu þeir því framgengt á fundi
alþjóðlegu ólympíunefndarinnar
í Lausanne árið 1931, að Berlín
var valin vettvangur næstu Ólym-
píuleika, hinna elleftu í röðinni.
Nasistar voru enn ekki komnir
til valda og þeir voru vægast sagt
lítið hrifnir. Þeir drógu ekki duld
á það að þeir fyrirlitu allt alþjóð-
legt bræðralagstal um íþróttir.
Nasistablaðamenn töldu lík-
legast, að á bak við Ólympíu-
ævintýrin væri samsæri Gyðinga
og friðarsinna. Þeir höfðu engan
sérstakan áhuga á íþróttum nema
sem „líkamsrækt“ fyrir
slagsmálahunda Stormsveitanna
og verðandi hermenn. Skelfi-
legast af öllu þótti nasistum samt
að hugsa til þess, að þýskir Aríar
neyddust til að keppa við hlið
ARNI
BERGMANN
negra og júða. Þegar Edward
Tolan, svartur maður, vann til
gullverðlauna í Ólympíuleikun-
um í Los Angeles 1932, skrifaði
flokksblað nasista, Volkischer
Beobachter:
„Negrar eiga ekkert erindi á
Ólympíuleika. Vonandi vita
ábyrgir menn, hver skylda þeirra
er. Það verður að útiloka þá
svörtu frá þátttöku. Við ætlumst
til þess“.
Hitler skildur
Það var því ekki nema von, að
það færi hrollur um menn í höf-
uðvígstöðvum alþjóðlegu
ólympíunefndarinnar þegar nas-
istar komust til valda árið 1933.
Hvernig verður hægt að halda
leikana í Berlín undir þeirra
stjórn? En Lewald var bjartsýnn.
Hann gekk á fund Hitlers og
laumaði því að honum í samtali,
að Ólympíuleikar, með þúsund
erlendum blaðamönnum, gætu
orðið hin besta auglýsing fyrir
Þýskaland. Og Hitler mun fljótt
hafa áttað sig á því, að þetta voru
orð að sönnu.
Undirbúningurinn að leikun-
um gekk ekki átakalaust. Hitler
vildi gjarna losa sig við Lewald og
hans nóta og setja tóma nasista í
staðinn í undirbúningsnefndir.
En þegar ýmis ótíðindi í Þýska-
landi höfðu orðið til þess að
magna upp hreyfingu um að
hundsa Berlínarleikana, þá sneri
hann við blaðinu. Hann leyfði
Lewald meira að segja að starfa
áfram sem formaður Ólympíu-
nefndarinnar. Hann samþykkti
mikla fjárveitingu til Ólympíu-
leikvangsins í Berlín. Hann sam-
þykkti að tveim hálfum Gyðing-
um skyldi boðið að keppa í þýska
liðinu til þess að allt liti nú sem
best út.
Á þennan sérstæða hátt vannst
áróðurssigur, sem margir telja að
hafi ráðið miklu um að Þýskaland
losnaði að nokkru út úr þeirri ein-
angrun á alþjóðavettvangi sem
valdataka nasista hafði haft í för
með sér...
Sá sem
eiðinn sór
Það var ungur, fríður og ljós-
hærður lyftingamaður, Rudolf Is-
mayr, sem vann ólympíueiðinn
þegar leikarnir í Berlín voru settir
fyrir fimmtíu árum. Eftir stríð
gerðist hann einn af stofnendum
Þýska friðarsambandsins og fékk
orð í eyra frá íhaldinu fyrir að
vera kommavinur. í nýlegu við-
tali við Ismayr, svaraði hann
þeirri spurningu, hvers vegna
hann hafi sér til ýmislegra óþæg-
inda farið að hafa afskipti af
friðarmálum:
„Ég hafði áttað mig á því, að
það nægði ekki að við íþrótta-
menn eltumst aðeins við okkar
íþrótt og teldum að ein-
hvernveginn mundum við efla
heimsfriðinn með því móti. Við
hefðum í þá daga átt að fylgjast
betur með handapati stjórnmála-
manna - og berja á fingur þeirra
sem oftast...“.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. ágúst 1986