Þjóðviljinn - 10.08.1986, Side 9
Ragnar Arnalds skrlfar
Loforö um lækkun
varð skatthækkun!
fyrr, enda er þetta tvímælalaust
mesta hækkun tekjuskatts, sem
orðið hefur seinustu tvo áratugi.
Fjármálaráðherra hefur viður-
kennt opinberlega, að hann vissi
að hverju stefndi þegar í apríl, og
ráðuneyti hans hefur upplýst að
tæknilega var mögulegt að
leiðrétta skattvísitölu með bráða-
birgðalögum. En vilji var ekki
fyrir hendi. Þannig var þessi
mikla skattahækkun ákveðin.
Skýringar
Þorsteins Pálssonar
Pessi tíðindi ollu að vonum
miklu uppnámi innan stjórnar-
flokkanna a.m.k. fyrst í stað.
Einn þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins, Gunnar Schram, hélt
því strax fram í viðtali við DV 30.'
júlí sl., að ríkisstjórninni bæri
„bein skylda til að endurgreiða
þessa hækkun tekjuskatts".
Þorsteinn Pálsson taldi það
hins vegar af og frá og sagðist
þegar vera búinn að eyða þessum
650 miljónum kr.
Hann benti mönnum á, að ný-
gerðir kjarasamriingar ríkisins
hefðu kostað ríkið um 500 milj.
kr. og þar með væri megnið af
tekjuaaukanum horfið. Auk þess
þyrfti hann að eyða 300 milj. kr. í
auknar niðurgreiðslur.
Við þessar skýringar rann
mesti móðurinn af þeim stjórn-
arliðum sem helst höfðu gagnrýnt
skattahækkunina og strax daginn
eftir lýsi Gunnar Schram því yfir
við DV eftir þingflokksfund
Sjálfstæðismanna, að „ekkert
svigrúm gæfíst til leiðréttingar á
skattlagningu“.
Vel heppnaður
heilaþvottur
Þessi kúvending Gunnars á
einum sólarhring norður á
Sauðárkróki bar óneitanlega vott
um vel heppnaðan heilaþvott.
En staðreyndin er auðvitað sú,
að nýgerðir kjarasamningar
koma þessu máli ekkert við. Það
er eintóm blekking.
leyti er réttmætt. Það má finna
ýmislegt í lögunum, sem eru að
stofni til frá 1978, sem mætti
breyta að fenginni reynslu. Ég
nefni til dæmis ákaflega hæpnar
reglur sem lúta að lánum hlutafé-
laga og annarra félaga til starfs-
manna eða eigenda. Við höfum
dæmi um að hlutafélög, sem eru
kannske að meginhluta til í eigu
sama aðila eða fjölskyldu, láni
starfsmanni, sem þá jafnframt er
eigandi, peninga i stað þess að
borga honum mannsæmandi
laun. Þetta er mjög hentugt bæði
fyrir fyrirtækin og eigendur þess.
Þetta eru ekki skattsvik, en menn
koma þarna út. með svo til enga
skatta, launalausir og með háar
skuldir, ekki satt? Þarna er oft
um að ræða forstjórana með
vinnukonuútsvörin, sem almenn-
ingi er tíðrætt um og enginn skilur
hvernig fara að því að lifa eins og
þeir gera á lúsarlaunum sam-
kvæmt skattaskýrslu. Þessu þarf
að breyta og það er víða pottur
brotinn í skattalögunum."
Hvað þarf
að gera?
Að lokum:
Hvað ber að gera til að auka
tekjuskatt ríkisins án þess að
skattur á almennar launatekjur
sé hækkaður?
Tekjuskattsprósenta hlutafé-
laga og annarra fyrirtækja í fé-
lagsformi er 51% meðan jaðar-
skattur fyrirtækja sem rekin eru í
nafni einstaklinga er 57%. Eðli-
legt er að hækka félagaskattinn til
samræmis og auka þannig tekjur
ríkisins verulega.
Skattafsláttur vegna fjárfest-
inga fyrirtækja er augljóst dæmi
um hóflausar ívilnanir sem að
vísu hvetja til fjárfestinga og
koma þjóðfélaginu að gagni í
vissum tilvikum en ýta jafnoft
undir bruðl og sóun á gjaldeyri.
Engin rök eru fyrir því að skatt-
leggja ekki framlag í varasjóð
eins og aðrar tekjur.
Afskriftatími eigna er ekki í
samræmi við endingartíma þeirra
og ætti að vera lengri.
Arð af hlutabréfum á að skatt-
leggja eins og aðrar tekjur.
Vaxtatekjur umfram almennar
verðbreytingar, þ.e. umfram
verðtryggingu, ætti auðvitað að
skattleggja eins og aðrar tekjur.
En til að örva sparnað mætti
hugsa sér að vaxtatekjur væru
skattfrjálsar að vissu marki.
Eignarskattur hefur lengi verið
flatur skattur en ætti að vera
stigbreytilegur.
Skattstofninn
þarf að stœkka
Að sjálfsögðu ætti að taka upp
staðgreiðslukerfi skatt svo fljótt
sem verða má. Því miður fékkst
Alþingi ekki til að afgreiða það
mál í tíð seinustu stjórnar en þá
var stjómarfrumvarp þess efnis
tvívegis flutt.
Jafnhliða þessu þarf enn að
herða eftirlit með bókhaldi og
framtölum fyrirtækja, einkum
hjá einstakiingum með sjálfstæð-
an rekstur, hækka sektir við
skattsvikum og hraða meðferð
skattsvikamála.
Sem sagt: Skattastofninn þarf
að breikka og stækka. Þá fyrst er
hægt að gera hvort tveggja: rétta
hallann á ríkissjóði og minnka
skattbyrði á almennum launa-
tekjum.
Ragnar Arnalds
Eins og kunnugt er lofaði
ríkisstjórnin og
Sjálfstæðisflokkurinn
sérstaklega að lækka
tekjuskattinn verulega og
afnema hann alveg af
almennum launatekjum.
Að vísu hefur verið ljóst nú um
skeið, að ríkisstjórnin myndi ekki
efna þetta loforð. Hitt kom áreið-
anlega mörgum á óvart að ríkis-
stjórnin með formann Sjálfstæð-
isflokksins í sæti fjármálaráð-
herra skyldi síðan leyfa sér að
ganga algerlega í gagnstæða átt
með því að hækka tekjuskattinn
mjög verulega nú í sumar.
Vísvitandi
hœkkun
Þetta hefur gerst á þann hátt,
að skattvísitala er ekki hækkuð til
samræmis við tekjubreytingar;
fleiri en áður lenda í hæstu
skattþrepum, skattafsiáttur
hækkar ekki í hlutfalli við skatt-
inn og skattbyrðin þyngist.
Talið er að greiðslubyrðin
aukist um 20% að meðaltali af
þessum sökum og tekjuskattur-
inn hækki um 650 milj. kr.
Vissulega hefur það stundum
gerst áður að skattbyrði hafi
aukist af sömu ástæðu. í þetta
sinn er hækkunin hins vegar Þorsteinn Pálsson taldi af og frá að endurgreiða hækkun tekjuskattsins, sagðist þegar vera búinn að eyða þessum 650
margfalt meiri en nokkru sinni miljónum.
Kjarasamningar ríkisstarfs-
manna voru í meginatriðum hlið-
stæðir samningum annarra launa-
manna með einhverjum undan-
tekningum sem ekki skipta máli í
þessu sambandi. Tökum dæmi:
Þegar vinnuveitendur, þar á
meðal ríkið, eyða t.d. 5% meira
en áður í launagreiðslur vegna
launahækkana, eykst peninga-
veltan í efnahagskerfinu nokkurn
veginn að sama skapi strax í kjöl-
farið. Og þar sem fjórir fimmtu
hlutar af tekjum ríkisins eru
vöru- og veltuskattar, einkum
söluskattur og tollar, aukast tekj-
ur ríkissjóðs mjög fljótlega um
ca. 4%. Ríkissjóður fær þannig
nægar tekjur til að standa undir
launahækkun af sinni hálfu, svo
fremi að hækkunin hjá ríkinu sé
svipuð og hjá öðrum. Tekju-
aukning ríkisins, sem verður 4%,
dugar vel fyrir 5% launahækkun,
því að sum útgjöld ríkisins hækka
ekki þótt laun hækki.
Það er því ljóst að fjármálaráð-
herra fær 500 milj. kr. tekjuauka
af veltusköttum til að standa
undir 500 milj. kr. launahækkun
og hann er að blekkja flokks-
menn sína, þegar hann þykist
þurfa að nota tekjuskattshækk-
unina í sama tilgangi.
Auknar
niðurgreiðslur
nauðsynlegar
Hins vegar má vera, að hann
hafi ekki annað fé aflögu til að
nota í auknar niðurgreiðslur á bú-
vörum. Sjálfur er ég mjög
hlynntur auknum niðurgreiðslum
og tel þær bæði til hagsbóta fyrir
láglaunafólk og íslenskan land-
búnað. En gagnvart launafólki er
illa staðið að málum ef fjár er
aflað til að halda verðlagi undir
rauðum strikum vísitölunnar og
komast hjá launahækkunum með
því að hækka beina skatta, sem
eru einu skattarnir sem ekki eru
mældir í vísitölu. Slík fjáröflun er
bein kjaraskerðing.
Sem sagt: Það er fullkomlega
eðlilegt að halda niðri verðlagi
með auknum niðurgreiðslum, ef
það er ekki gert með hækkun
beinna skatta, enda hefur engin
ríkisstjórn áður leyft sér það.
En hvað um
hallann á
ríkissjóði?
En er ekki ríkissjóður rekinn
með halla og veitir honum nokk-
skattur launamanna, sem ekkert
svíkja unda, til að rétta halla rík-
issjóðs? Er sjálfsgat og eðlilegt að
fara fyrst í vasa tekjuskatts-
greiðenda til þess að stjórnar-
flokkarnir geti staðið undir
gjöfum sínum til annarra hópa
sicattgreiðenda, sem í flestum til-
vikum eru miklu betur stæðir?
Ég hef sagt það og segi það enn
að gildandi skattareglur eru bæði
hóflausar og siðlausar gagnvart
Stjórnmál á
sunnudegi
uð af þessari tekjuaukningu? Það
er annað mál. - Hallarekstur og
skuldasöfnum ríkissjóðs hlýtur
að vekja mikinn óhug hjá öllum
þenkjandi mönnum og á eftir að
valda miklum erfiðleikum og
auknum skattaálögum síðar
meir.
En af hverju stafar þessi halla-
rekstur? Þorsteinn Pálsson lýsti
því nýlega yfir í útvarpi að skatt-
tekjur ríkissjóðs hefðu dregist
saman um 3000 miljarða kr. í tíð
þessarar stjórnar. Þetta er rétt.
Þetta er meginskýringin.
En hverjir hafa notið þessara
skattalækkana? Er það hinn al-
menni greiðandi tekjuskatta?
Nei, ekki nema að litlu leyti. Það
eru fyrst og fremst fyrirtæki,
eignamenn, hlutabréfaeigendur
og ýmiss konar rekstraraðilar,
sem notið hafa þessara lækkana,
einnig kaupendur bifreiða, sjón-
varpstækja og hátollavöru.
Siðlausar
skattaívilnanir
Því hljótum við að spyrja: Er
það sangjamt að hækka tekju-
skattinn, sem fyrst og fremst er
skattgreiðendum sem ekki eru í
atvinnurekstri eftir þær breyting-
ar sem stjórnarflokkarnir hafa
gert á skattlögum.
Með þingsáiyktunartillögu
sem ég flutti í vetur var tilraun
gerð til að stoppa upp í ýmsar þær
glufur og smugur í skattakerfinu
sem helst valda því, að skatt-
stofnar ríkisins skerðast stórlega
áður en álagning fer fram.
Ábending
ríkisskattstjóra
En fleiri hafa komið auga á
þessa veikleika kerfisins. í viðtali
við Morgunblaðið 20. júlí sl. er
nýskipaður ríkisskattstjóri,
Garðar Valdimarsson, spurður
um þetta efni. Og takið eftir svar-
inu! Blaðamaður spyr:
- „Þú nefndir áður að reynt
væri að hafa skattalögin réttmæt,
en oft virðast menn komast mis-
jafnlega frá sköttum sínum, án
þess að um skattsvik sé að ræða.
Ef þú mættir breyta lögunum,
hvar myndir þú bera niður?
- Það er rétt að í skattalögun-
um eru ýmsar smugur og holur,
sem oft er deilt um, að hve miklu
Sunnudagur 10. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9