Þjóðviljinn - 12.09.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.09.1986, Blaðsíða 8
GLÆTAN 9. AB * i Valhúsa- skóla: Kyn- fræöslan mætti vera meiri VALHUSASKOLI „Að mínu mati á kynfræðsla að falla inn í hina almennu kennslu sem mest, og því erum viö ekki með hana afmarkaða á stunda- skrá“, sagði Ólafur H. Óskarsson skólastjóri Valhúsaskóla, þegar Glætan forvitnaðist um hvernig kynfræðslu er háttað í þeim skóla. „Við gerum ekkert stórmál úr kynfræðslu, hún fellur bara eðli- lega inn í námsefnið. Umræður um þessi mál koma inn í t.d. trúar- bragðasögu, líffræði og bók- menntir. Sem dæmi má nefna að í 7. bekk er rætt um þessa hluti í tengslum við lestur bókarinnar „Anna frá Stóruborg“. Ólafur sagði að yfirleitt væri sið- fræði kynlífs ekki gerð nægileg skil í námsefni. „Siðfræði vill oft gleymast. Við reynum að fjalla um það hér.“ ólafur sagði að hann væri mjög ánægður með að ungir læknar af heilsugæslustöðinni á Seltjarnar- nesi hafa að eigin frumkvæði kom- ið í Valhúsaskóla og rætt við nem- endurna um heilsumál unglinga og hvað er að gerast í þeirra eigin lík- ama o.fl. Aðspurður um hvaða kennslu- efni kennararnir styddust við í um- ræðunni um kynlíf sagði Ólafur að einn líffræðikennari hefði tekið sig til í fyrra og samið kennsluefni í kynfræðslu og er nú notast við það. En hvaðsegjakrakkarnirí9. AB um kynfræðsluna? Glætan tók þau tali. 9. AB 9. AB er hress og lifandi bekkur og því var erfitt að tala við einn í einu. Allir höfðu eitthvað til mál- anna að leggja. En útkoman var sú að það sem blaðamaður heyrði var að krakkarnir vildu fá meiri kyn- fræðslu. Helst vildu þau hafa kyn- fræðsluna þannig að þau hefðu bók til að styðjast við en síðan væru umræðutímar með kennararnum um þessi mál. Þau töldu eðlilegt að láta kynfræðsluna hefjast strax í 5. bekk að einhverju leyti. „Við viljum hafa kynfræðsluna þannig að við lærum stellingar og horfum á klámmyndir“, gall í ein- um stráknum, en hann var sam- stundis púaður niður af stelpunum. Stelpurnar sögðu að kennararnir væru dálítið feimnir fyrst við að fjalla um þessi mál en það færi fljótlega af þeim. „f5aö er nauðsyn- legt að fjalla um þessi mál í skólum", sögðu þau að lokum. SA. Má bjóða þér á barnaskemmtun? Krakkar, takið nú vel eftir! Það er ekki á hverjum degi sem ykkur er boðið á glæsilega barna- skemmtun. En það er einmitt það sem Þjóðviljinn ætlar að gera á morgun, laugardag. í tilefni af 50 ára afmælis Þjóðvilj- ans verður haldin sú allra skemmtilegasta barnaskemmtun sem sögur fara af. Allir fá gos og popp eins og þeir geta í sig látið á meðan horft er á Brúðuleikhúsið sem Hallveig Thorlacius stjórnar. Eða á meðan þið hlustið á Guðrúnu Helgadóttur lesa úr nýju bókinni sinni. Pið munið örugglega öll eftir bókunum hennar um Jón Odd og Jón Bjarna. Það verður gaman að vita um hvað hún skrifar núna. Einn- ig ætlar Guðmundur Ólafsson að lesa úr verðlaunabókinni sinni Emil og Skundi. Guðmundur Ólafsson er líka með eitthvað nýtt í pokahorninu sem hann ætlar að lesa fyrir ykkur. Alli og Heiða ætla að sprella og syngja svo allir komist í stuð. En það er líka gaman að fá að gera eitthvað sjálfur svo að þið getið föndrað með Herdísi Egilsdóttur. Síðan verður spilað bingó. Það eru vegleg verð- laun í boði og aldrei að vita hver verður hinn heppni. Síðast en ekki síst verður diskótek. Þá er bara um að gera að pússa dansskóna og drífa sig svo á barna- skemmtun Þjóðviljans kl. 3 á laugar- daginn í Sóknarsalnum að Skipholti 50a (splunkunýtt hús rétt hjá Tóna- bíó). Bjóðið vinum ykkar með. Það er ókeypis aðgangur. P.s.: Ef þið lumið á skemmtiatriði sem ykkur langar til að sýna þá er þetta upplagt tækifæri til þess. Látið þá Ásu á Þjóðviljanum vita í síma- 681333. Góða skemmtun. SA. Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir 1. La Isla Bonita - Madonna 2. Dance with me - Alphaville 3. Dancing on the Ceiling - Lionel Richie 4. If you leave -O.M.D. 5. Papa don’t preach - Madonna 6. Human - Human League 7. Glory of love - Peter Cetera 8. Útihátíð - Greifarnir 9. Find the time - Five star 10. Venus - Bananarama Grammið 1. ( 1) Panic - Smiths 2. ( 2) Blús fyrir Rikka - Bubbi Morthens 3. (-) London 0 - Hull 4 - Housemartins 4. ( 3) The Queen is dead - Smiths 5. (-) Flont it - Sigue Sigue Sputnik 6. ( 5) Especially for you - Smithereens 7. ( 9) Knocked out louded - Bob Dylan 8. (-) A date with Elvis -Cramps 9. (10) Life’s so coo/-Tex and the Horseheads 10. ( -) The world that summer - Death in June Rás 2 1. ( 3) La Isla Bonita - Madonna 2. ( 1) Braggablús - Bubbi Morthens 3. ( 5) Ég vil fá hana strax - Greifarnir 4. ( 2) Hesturinn - Skriðjöklar 5. (10) Dreamtime - Darryl Hall 6. ( 6) 1 want to wake up with you / - Boris Gardiner, 7. (16) Stuck with you - Huey Lewis and the News 8. ( 9) Lady in red - Chris de Burgh 9. (21) Take my breath away - Berlin 10. ( -) Thorn in my side - Eurythmics 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.