Þjóðviljinn - 12.09.1986, Page 9

Þjóðviljinn - 12.09.1986, Page 9
DJÓÐVIUINN MATARGAT Umsjón: Magnús H. Gíslason Ostagerð LISTIN AÐ LAGA Camenbert Camembert ostur er fransk- ur að ætt og uppruna og einn vinsælasti „desert" ostur í heiminum í dag. Sá Camemb- ert sem við íslendingar neyt- um er framleiddur í Mjólkurbúi Flóamanna sem Þjóðviljinn heimsótti á dögunum. Því fylg- ir mikil fyrirhöfn að búa til góð- an Camembert og við báðum því Birgi Guðmundsson að- stoðarforstjóra að lýsa því fyrir okkur hvernig osturinn er búinn til: „Það er byrjað á því að hreinsa, gerilsneyða og fitustaðla mjólk- ina sem osturinn er búinn til úr og því næst eru settir í hana mjólkur- sýrugerlar og tvær tegundir af myglusveppum sem heita pencil- lium camembert og pencillium candidu. Þessir myglusveppir eru látnir gerjast með mjólkinni og síðan er osturinn sýrður og hleyptur í kari. Þá er hann skorinn í teninga og „fiskaður upp" einsog það heitir á fagmáli, með sérstakri síu og settur í kringlótt fornt. Camembert er ekki pressaður, heldur pressast hann af eigin þunga og er því hafður við hátt hitastig og hátt rakastig í 12-16 tíma á meðan hann pressast og losar sig við mysu. Að þeim tíma liðnum er hann saltaður í saltlegi og að sögn góðra ostameistara má alls ekki salta hann lengur en í 27 mínútur, hvorki lengur né skernur. Hann er kældur um leið og það þarf að viðhafa mikla nákvæmni við þetta. Það er raunar sérstök list útaf fyrir sig að fylgjast með að allt gangi vel fyrir sig. Eftir söltun er osturinn settur í 12-13 gráða hita og rakinn er hafður 95%. Þá byrjar hann að gerjast en það tekur 2 vikur. A þeim tíma byrjar myglu- sveppurinn að leita eftir súrefni og vex utan á ostinum og inn, þannig að Camembertinn er loð- inn af myglu. Eftir þennan hálfa mánuð er ostinum pakkað inn í álpappír og geymdur við lægra hitastig þann- ig að hann gerjast hægar í 2-3 vik- ur. Þegar hann fer svo frá okkur til neytenda er ennþá í honum kjarni sem þýðir að hann er ekki alveg fullþroskaður. Það er gert til þess að neytendur geti sjálfir ákveðið hve lengi þeir geyma hann og geta þá flýtt gerjun með því að geyma hann við hærra hita- stig. Margs konar möguleikar á framreiðslu Eftir að kjarninn er horfinn er geymslutíminn stuttur. Fram- reiðslumöguleikar eru margir og til dæmis má djúpsteikja Cam- embert. borða hann nteð ósöltu kexi. nota hann í sósur og súpur ýmiss konar og einnig er gott að nota hann sem fyllingu í kjötrétti. Það er einnig vinsælt erlendis að djúpsteikja hann upp úr smjör- deigi og ættu íslendingar að at- huga þann ntöguleika. Svo má líka nota hann í fiskrétti, þannig að margt er hægt að gera“, sagði Birgir að lokum. - vd. Hér er osturinn kominn í geymslu við hátt rakastig. Mynd: KGA. ~4 . -* ■ M ......^ k.*a4.... Mangor Mikkelsen ostagerðarmeist- ari sýnir okkur hér Camenbert sem er kominn í form. Mynd: KGA. 0c.«astöðUrt» OTffð J»rt> 5 veinss virt jonautiíík1" 5'Ja; SíiMtf, yö RfTTA HEAóBORÚ A'rrfisstfa KnkMla cí hnijhsalði vtð xlM’s&xt ters* StHi e* ítiiis Ssrr^msscr hvubcrjspuxk «9 ijfai Guðmundur Guðmundsson matreiðslumaður í Arnarhóli með matseðiiinn sem notaður var á 200 ára afmæli Reykjavíkur í Árbæjarsafni. Glorhungraðir íslend- ingar á 18. öld hafa eflaust sleikt útum hafi þeir fengið aö lita kræsingar hans augum. Ljósm.: GH. Gamli matseðillinn Sjö rétta hlaðboð Siirgrautur og kerfilssúpa var á meðal þess sem fyrirfólk snæddi á 18. öld Á 200 ára afmæli Reykjavík- urborgar var útbúið hlaðborð í Árbæjarsafni sem var sérstætt að því leyti að þar var stuðst við matseðil frá árinu 1789. Var hann upphaflega notaður við miðdegisverðarborð með Jóni Sveinssyni landlækni, Bessa- stöðum, 5. júlí 1789. Guð- mundur Guðmundsson ásamt Skúla Hansen sá um að setja upp hlaðborðið og veitti hann okkur upplýsingar um það verkefni. „Við fengum matseðilinn hjá Hallgerði Gísladóttur á Þjóð- háttadeild Þjóðminjasafnsins, en hann er upphaflega kominn úr bókinni íslandsleiðangur Stan- leys. Þegar við vorum að útbúa hlaðborðið þurftum við að geta í eyðurnar með ýmislegt.“ Nú sé cg að þarna er kerfils- súpa. Er hún gerð úr kerfli? „Já, einmitt. Raunarfórum við þannig að, að við höfðurn þetta rjómalagða súpu með kerfils- bragði. Hvað súrgrautinn varðar að þá bjuggum við til mjólkur- graut, eða maisennagraut með súrmjólk útí. Þarna er einnig hindberjamauk með rjóma, og sjálfsagt hefur það verið útbúið á svipaðan hátt í gamla daga eins og nú. Sama gildir einnig unt lax- inn og fleira.“ Og hvernig voru viðtökur gest- anna? „Þessu var yfirleitt vel tekið nema kannski súrgrautnum, menn voru síst hrifnir af honum. Annars var þessi matseðill mest fyrir ánægjuna og til að skapa stemmningu, enda var boðið upp á annan nútímalegri með.“ Föstudagur 12. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.