Þjóðviljinn - 12.09.1986, Page 23
ÍÞRÓTHR
Evrópukeppnin
Stefnir í sama lið gegn
Sovétmönnum
Sömu níu atvinnumennirnir og léku gegn Frökkum eru
væntanlegir aftur. Tíufrá Kiev ísovéska liðinu
Gary Lineker hefur skorað 3 mörk í
þremur fyrstu umferðum spænsku 1.
deildarinnar.
Barcelona
Breskar
hetjur
Allt bendir til þess að ísland
tefli fram nánast óbreyttu liði frá
leiknum við Frakka í fyrrakvöld
þegar leikið verður gegn Sovét-
mönnum á Laugardalsvellinum
annan miðvikudag, 24. septemb-
er. Það er annar leikurinn í 3.
riðli Evrópukeppni landsliða.
Allir atvinnumennirnir 9 sem
léku og.voru í hópnum í fyrra-
kvöld verða einnig lausir fyrir
leikinn við Sovétmenn. Aðeins
meiðsli ættu að geta hindrað þátt-
töku þeirra.
Þetta eru þeir Ásgeir Sigur-
vinsson, ArnórGuðjohnsen, Atli
Eðvaldsson, Sigurður Jónsson,
Sævar Jónsson, Bjarni Sigurðs-
son, Ómar Torfason, Ragnar
Margeirsson og Guðmundur Þor-
björnsson.
Hinir sex, Pétur Pétursson,
Stefán Jóhannsson, Ágúst Már
Jónsson, Gunnar Gíslason,
Guðni Bergsson og Ólafur Þórð-
arson, verða vafalítið áfram í
hópnum en í þetta skiptið hlýtur
Sigfried Held landsliðsþj álfari að
kippa inn sextánda manni.
Sovétmenn koma með sitt
sterkasta lið hingað og reiknað er
með að þar af verði 10 leikmenn
frá hinu geysisterka liði Dynamo
Kiev, sovésku meisturunum og
sigurvegurunum í Evrópukeppni
bikarhafa sl. vor. Það er öllum
ljóst sem sáu Dynamo Kiev leika
sl. vor og síðan sovéska landsliðið
í Mexíkó að leikurinn við Sovét-
menn verður án efa enn erfiðari
en viðureignin við frönsku Evr-
ópumeistarana í fyrrakvöld.
-VS
Islandsmótið
Hreppir Fram titilinn og
Guðmundur markamet?
Lokaumferðl. og2. deildar um helgina
Bresku miðherjarnir Gary
Lineker og Mark Hughes skutu
Barcelona í efsta sæti spænsku 1.
deildarkeppninnar í knattspyrnu
í fyrrakvöld. Þeir skoruðu sitt
hvort markið í 2-0 sigri liðsins á
Cadiz.
Jorge Valdano (Argentínu) og
Hugo Sanchez (Mexíkó) skoruðu
mörk meistara Real Madrid sem
gerðu 2-2 jafntefli við Sporting
Gijon á útivelli.
Eftir 3 umferðir eru Barce-
lona, Real Betis og Las Palmas
með 5 stig en Real Madrid, Atlet-
ico Madrid og Real Mallorca með
4 stig. Ekkert þessara liða hefur
tapað leik.
-VS/Reuter
Ítalía
Brady
skiptir
Liam Brady, sá kunni írski
landsliðsmaður í knattspyrnu, er
genginn til liðs við Ascoli, nýliða í
ítölsku 1. deildinni. Ascoli er
fjórða ítalska félagið sem Brady
leikur með á sex árum. Hann hóf
feril sinn þar hjá Juventus, fór
þaðan til Sampdoria og síðan til
Inter Milano þar sem hann lék
þar til í vor. Inter keypti í staðinn
Argentínumanninn Daniel Pass-
arella frá Fiorcntina en hinn út-
lendingurinn í liðinu er Vestur-
Þjóðverjinn Karl-Heinz Rum-
menigge.
ítalska knattspyrnan hefst um
helgina og í 1. umferð 1. deildar
leika meistarar Juventus, mót-
herjar Vals í Evrópukeppni
meistaraliða, gegn Udinese. Lið
Udinese var dæmt niður í 2. deild
vegna mútumáls sem upp kom í
sumar Það fékk 1. deildarsætið
aftur en byrjar keppnistímabiiið í
staðinn með níu stig í mínus.
-VS/Reuter
Said Aouita frá Marokkó og
Yordanka Donkova frá Búlgar-
íu tryggðu sér í fyrrakvöld
sigur í stigakeppni Grand-Prix
með sigrum í lokakeppninni í
Róm.
Aouita sigraði í 5000 m hlaupi
karla þrátt fyrir að hafa legið
rúmfastur með hita daginn áður
Á morgun, laugardag, eiga
Framarar alla möguleika á að
tryggja sér íslandsmeistaratitil-
inn í knattspyrnu í fyrsta skipti í
14 ár. Til þess dugir þeim jafntefli
gegn KR á Laugardalsvellinum
en Ieikur liðanna hefst kl. 14.30
eins og allir aðrir í síðustu umferð
1. deildarkeppninnar.
Valsmenn leika við ÍA á Akra-
nesi. Til þess að þeir verji titil
sinn þurfa þeir að sigra þar og
treysta á að Fram tapi fyrir KR.
Allt getur gerst en möguleikar
Vals eru óneitanlega frekar litlir
- ekki síst vegna þess að fyrir þá
verður erfitt að sigrast á Skaga-
mönnum sem hafa unnið alla sína
sex leiki síðan Pétur Pétursson
gekk til liðs við þá.
Framarar eru heldur engan
veginn öruggir með stig gegn KR-
ingum sem sýndu gegn Val um
síðustu helgi að þeir geta leikið
eins vel og best gerist hér á landi.
KR stefnir örugglega á sigur og
það yrði góður endir á keppnis-
tímabili sem ekki hefur farið að
Pólska liðið GKS Katowice er
væntanlegt hingað til lands á
og Donkova vann enn einn sigur-
inn í 100 m grindahlaupi kvenna.
Annars vöktu mesta athygli í
keppninni heimsmetstilraunir so-
véska hástökkvarans Igors Pakl-
in. Hann reyndi tvívegis að bæta
heimsmet sitt sem er 2,41 metri,
en mistókst naumlega.
-VS/Reuter
óskum hjá liðinu að sigra bæði
Val og Fram.
Guðmundur Torfason, mið-
herji Fram, getur sett nýtt marka-
met í 1. deild á morgun. Um síð-
ustu helgi jafnaði hann 8 ára gam-
alt met Péturs Péturssonar er
hann skoraði sitt 19. mark í
deildinni í sumar. Guðmundur
þarf því aðeins eitt mark en til að
skora það þarf hann að taka á öllu
sínu gegn hinni geysisterku vörn
KR sem aðeins hefur fengið 10
mörk á sig í 1. deild í sumar.
FH og Breiðablik leika úrslita-
leik í fallbaráttunni í Kaplakrik-
anum. Breiðablik þarf að vinna
þriggja marka sigur til að halda
sæti sínu á kostnað FH, allt annað
þýðir fall fyrir Kópavogsliðið.
Þar verður örugglega ekkert gef-
ið eftir.
Aðrir leikir eru Víðir-ÍBV í
Garðinum og Þór-ÍBK á Akur-
eyri. Staðan fyrir síðustu umferð:
Fram.............17 11 4 2 39-13 37
Valur............17 11 2 4 28-9 35
ÍA..............17 9 3 5 31-19 30
KR..............17 7 7 3 21-10 28
sunnudaginn. Það mætir Fram í
fyrri leiknum í Evrópukeppni
bikarhafa í knattspyrnu á
Laugardalsvellinum kl. 18 á
þriðjudaginn en seinni leikurinn
fer fram í Póllandi fimmtudaginn
2. október.
Katowice hefur komið mjög á
óvart í haust og er í hópi efstu
liða. Það varð í fimmta sæti í fyrra
og hefur aldrei orðið pólskur
meistari. Einn leikmanna liðsins,
Jan Furtok, lék með Pólverjum í
heimsmeistarakeppninni í Mex-
íkó og einn annar, Jerzy Wijas,
hefur leikið með pólska landslið-
inu.
Það er skammt stórra högga á
milli hjá Frömurum þessa dag-
ana. Þeir geta tryggt sér íslands-
meistaratitilinn á morgun með
jafntefli gegn KR og síðan eru
það pólsku bikarmeistararnir á
þriðjudag.
IBK...............17 9 1 7 23-24 28
Víðir.............17 5 4 8 20-23 19
Þór...............17 5 4 8 18-29 17
FH................17 5 3 9 22-34 18
Breiðablik........17 4 3 10 16-33 15
(BV...............17 2 3 12 18-42 9
í 2. deild er lokaumferðin
leikin kl. 14 á sunnudag. Þar er
aðeins óútkljáð hvaða lið fellur
með Skallagrími í 3. deild, ÍBÍ
eða UMFN. ÍBÍ dugir að sigra
Skallagrím til að halda sér uppi.
Takist það ekki á UMFN mögu-
leika með því að vinna Þrótt í
Reykjavík. -VS
ísland varð fyrir nokkrum
dögum fullgildur meðlimur í Evr-
ópusambandi Karatemanna
(EKU). Hingað til hefur Karate-
samband íslands (KAI) verið
aukameðlimur og þurft sérstakt
leyfi til að taka þátt í Evrópu-
mótum. Nú er það úr sögunni og
KAI fær auk þess fullan atkvæð-
isrétt á þingum Evrópusam-
Setur Guðmundur Torfason nýtt
markamet á morgun?
bandsins.
„Þetta er stór og þýðingar-
mikill áfangi fyrir okkur. Nú
eigum við mun nteiri möguleika á
að fá landskeppni við aðrar þjóð-
ir og eigum auðveldara með að
sækja mót erlendis,“ sagði Karl
Gauti Hjaltason, formaður KAI,
í samtali við Þjóðviljann í gær.
-VS
Grand-Prix
Aouita og Donkova
sigurvegarar
Unnu í úrslitakeppninni í Róm
Fram-Katowice
Pólverjamir koma
á sunnudaginn
Karate
ísland aðili að
Evrópusambandinu
-vs
HK
Tékkinn úr leik
en Guðjón raðinn
Guðjón Guðmundsson, fyrr-
um leikmaður FH, hefur verið
ráðinn þjálfari 2. deiidarliðs HK í
handknattleik. Hann mun jafn-
framt leika með liðinu. Til stóð að
Tékkinn Jaroslav Papernik
myndi þjálfa og leika með HK en
hann hætti við að koma á síðustu
stundu og fer líklega til félags í
Vestur-Þýskalandi í staðinn.
Guðjón er einnig kunnur úr
knattspyrnunni, lék með FH og
Þór í 1. deild og hefur þjálfað og
leikið með ÍK í Kópavogi sl. tvö
ár. „Þetta kom óvænt upp nú í
vikunni en það er spennandi
verkefni að taka við HK-liðinu,“
sagði Guðjón í spjalli við Þjóð-
viljann í gær.
HK hefur misst tvo sterka leik-
menn, Magnús Stefánsson,
markvörð úr 21-árs landsliðinu,
sem leikur í Noregi í vetur og
Björn Björnsson sem er genginn
til iiðs við Gróttu. í staðinn hefur
Kópavogsliðið fengið auk Guðj-
óns þá Kristján Þór Gunnarsson
frá Breiðabliki og breskan ung-
lingalandsliðsmann, Brian Harri-
son, og einnig markvörðinn Hörð
Bjarnason frá Borgarnesi.
-VS
Föstudagur 12. september 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23