Þjóðviljinn - 17.09.1986, Page 7
UÖÐVIUINN
Umsjón:
Páll
Valsson
Eitt af málverkum Hallgríms Helgasonar sem sýnir út þessa viku í Gallerí Hallgerði við Laufásveg.
Myndlist
Támióir tímar
Hallgrímur Helgason hefur
verið að hasla sér völl á ýmsum
sviðum í sumar, á meðan hann
bíður eftir að komast aftur vestur
til Ameríku; þess lands sem hefur
það fram yfir skerið að þar má
hlusta á útvarp allan sólarhring-
inn. Honum hefur vegnað vel,
enda hæfileikamaður í fleiru en
notkun pentskúfsins. List hans
fengum við að kynnast oftar en
einu sinni á forsíðum helgarblaðs
Þjóðviljans, þar sem nokkrar
teikninga hans voru birtar fyrri-
part sumars. Reyndar má segja
að með teikningum sínum hafi
Hallgrímur brotið blað í forsíðu-
málum Þjóðviljans. Bann það
sem gilt hefur um nokkurt skeið á
birtingu myndlistar á forsíðum
helgarblaðsins er nú úr gildi num-
ið og mega listunnendur þakka
hinum unga krossfara endur-
heimt þeirra ginnhelgu Jórsala.
Smiðshöggið á sumargagnið
rak Hallgrímur þegar hann gerð-
ist myndlistargagnrýnandi Þjóð-
viljans í afleysingum. Sást þegar á
fyrsta dómi hans hve pennafær
hann er. Honum tókst að blása
nýju lífi í „mér finnst-stílinn“
með svo eðlilegri háttprýði að
beinskeytni hans varð beinlínis
hjartnæm. Lá við að undirritaður
fylltist öfund, ekki síst eftir að
hafa setið nokkru fyrr undir ákúr-
um drukkins áhanganda mál-
gagnsins sem vændi hann (þ.e.
mig aumingjann) um skoðana-
leysi, ruglandi og óþj óðlegt orð -
bragð í listrýni sinni.
Ergo,ipso
Nú heldur þessi þúsundþjala-
smiður sýningu í nýstofnuðum
sýningarsal á horni Laufásvegar
og Bókhlöðustígs, svonefndum
„Hallgerði“, eins konar útibúi frá
verslun Langbróka á sama stað.
Þar sýnir Hallgrímur hátt á fjórða
tug málverka auk fjölmargra
teikninga. Allar eru myndimar
gerðar á þessu ári, eða frá því
hann kom til landsins síðastliðið
vor. Þær eru smáar í sniðum sam-
kvæmt kröfum tímans, eða día-
lektískri sjálfvirkni sem kveður á
um það að eftir stórt komi smátt
og öfugt.
Og samkvæmt þeirri sömu dí-
alektík er þar ekki að finna neinn
vott expressionismans sem ráðið
hefur ríkjum í „nýja málverkinu“
hér á landi. í stað breiðu bullanna
eru tímarnir orðnir támjóir, eins
og listamaðurinn sagði í viðtali
við blaðamanh Þjóðviljans um
síðustu helgi.
Það er ekki svo að skilja að
Hallgrímur elti einhverja tísku
þegar hann neitar að sletta og
slumsa málningu á strigann.
Hann hefur ætíð verið snyrti-
menni i umgengni við liti og lé-
reft. Til að mynda átti Munchen
ekki við hann sem námsborg, því
þar sulluðu menn bjórnum sínum
yfir litina svo úr varð hið sóðaleg-
asta gums. Engu að síður finnst
manni sem óþarflega mikið sé
sjálfgefið í Hallgerði og stingur
það í stúf við margræðni fyrri sýn-
inga málarans.
„Wittydada“
Að renna augunum yfir sýn-
ingu Hallgríms er ekki ósvipað
því að fara yfir hraðteflda byrjun-
arleiki í skák. Allt er pottþétt, því
frávikin frá orsakasamhenginu
eru svo hverfandi. Nauðhyggja
dadaismans ræður ferðinni;
hnyttin kaldhæðni sem stendur
og fellur með listfræðilegri þekk-
ingu áhorfandans. Hver tilvísun-
in í sögu módemismans rekur
aðra, dregin skýrum dráttum og
fyllt með litum sem minna á
Hörputónana fyrir þrjátíu ámm.
Yfir öllum þessum tilvísunum
hvílir sérstæð, ísmeygileg afdala-
mennska og menntskælingshátt-
ur, hvort sem vitnað er í Picasso,
súrrealismann eða hreinflata-
stefnur. Það er unun að sjá hve
afdráttarlaust Hallgrímur þræðir
hverja klisju módernismans á
fætur annarri og staðlar af
meistaralegu smekkleysi. Oft
vantar ekki meira en hársbreidd
að áhorfandanum finnist hann
kominn austur í aldingarðinn
Eden þar sem þeir listamenn
pluma sig sem aldrei hafa etið af
skilningstrénu.
HALLDOR
B. RUNÓLFSSOt
Þetta er hið támjóa einstigi
sem Hallgrímur fetar eins og ný-
útspmnginn Oscar Wilde; enskur
í sínu gráa gamni; skjótur að átta
sig; orðheppinn og lævís í út-
úrsnúningum. Tjallamir nefna
það „wit“, sem sjálfsagt er dregið
af eiginnafninu Wittgenstein, en
spekingurinn sá mun hafa verið
einkar málfimur.
Er nema von að Hallgrímur sé
orðinn eftirlæti bókmenntafræð-
inga, þeirra ágætu manna sem
eiga svo miklu betra með að átta
sig á vitsmunalegri myndlist en
tilfinningalegum ljóðaleik sem
ófært er að umorða á því ylhýra.
„Boys
from Brazil“
Hallgrímur er horfinn frá hinni
ljóðrænu og óræðu túlkun, sem
einkenndi fyrstu sýningar hans.
En er þessi sýning í Hallgerði
nokkuð annað en stundarfrávik,
sem gefur honum tækifæri til að
gagnrýna ástandið í myndlistar-
málum landsmanna? Það hlýtur
margt að gerjast í kolli þess
manns sem dvalið hefur í Mekka
myndlistarinnar við mynni
Hudson-fljóts, þar sem listinni er
tryggður ákveðinn sess eftir verð-
leikum.
Fyrír slíkan mann hlýtur að
vera kynleg reynsla að horfa upp
á forarvilpu þá sem fangað hefur
íslenska myndlist með öllum
þeim leir sem þjóðin ber á hönd-
um sér og kallar kúnst. En þar
sem listin nútímans endurnýjar
sig með því að leita gersema í
sorpinu, verður hatursfullt ást-
arsamband æðri og óæðri listar
seint umflúið og það veit Hall-
grímur mætavel.
Þess vegna hagar hann sér eins
og brúðgumi sem er neyddur til
að kvænast þótt hin heitbundna
sé ekkert gæðaval. Ráðahagur-
inn leiðir af sér líkamlegt sam-
neyti rúið persónulegri innlifun
og má sjá afleiðingamar á veggj-
um Hallgerðar. Þótt afkvæmin
beri svipmót föður síns, hafa þau
farið á mis við ástúð hans. Þau
eru kuldaleg; nánast jafn miklir
bastarðar og „klónarnir“ hans
Stebba heitins Bidlos.
En ef það er eitthvað sem forð-
ar verkum Hallgríms frá því að
gerast eineggja tvífarar ákveð-
inna, módernískra meistara-
verka, þá er það Kitsch-
menningarkýrin fræga, sem hann
brúkar sem millilið við kynlausa
æxlun sína. Það er hún Búkolla
gamla, sem hann fékk að láni frá
Gallerí Borg, þar sem hún tróð
upp í líki gjafa gefnum Reykja-
víkurborg á tvö hundruð ára af-
mæli kaupstaðarins. Það er því
óhætt að óska Hallgrími til ham-
ingju með sýningu sína í henni
Hallgerði, því með hjálp kýrinn-
ar þjóðlegu er hann landinu og
borginni til sóma.
HBR.
Miðvikudagur 17. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Bókmenntir
Skálda-
kvöld
á Borg-
■ ■
inm
Ljóðalestur
þekktra sem
óþekktra
Einn er sá félagsskapur sem
er öðrum þekkilegri og virðist,
ef svo fer f ram sem horf ir,
einnig ætla að verða öðrum
duglegriog þarfari. Hérerað
sjálfsögðu átt við Besta vin
Ijóðsins sem haldið hefurfjöl-
mörg skáldakvöld og enn eitt
mun verða á Hótel Borg í
kvöld og hefjast klukkan níu.
Eins og á fyrri dagskrám ei
boðið uppá blöndu lifandi skálda
og dauðra og í kvöld verða lifend-
ur: Jóhann Hjálmarsson, Þorgeir
Þorgeirsson, Margrét Lóa Jóns-
dóttir, Gerður Kristný, Bragi Ól-
afsson, Sveinbjörn Þorkelsson,
Magnús Gezzon, Hafliði Helga-
son, Einar Kárason og Steinunn
Sigurðardóttir. Tíu þekkt skáld
sem óþekkt og nokkur að lesa í
fyrsta sinn opinberlega.
Þau skáld sem ekki eru lengur í
tölu lifenda en kynnt verða á
skáldakvöldinu eru að þessu sinni
Kristján Jónsson Fjallaskáld og
Jóhann Gunnar Sigurðsson.
Mestur sérfræðingur landsins í
Kristjáni Fjallaskáldi um þessar
mundir er Matthías Viðar
Sæmundsson lektor og hann hef-
ur tekið saman kynningu á þessu
merka skáldi, en Hrafn Jökuls-
son kynnir Jóhann Gunnar sem
einnig orti margt góðra ljóða.
Viðar Eggertsson leikari mun
mæla fyrir hönd látinna.
Þess skal að auki getið að nýjar
og nýlegar ljóðabækur verða til
sölu á skáldakvöldinu og m.a. ný
útgáfa af Flugum Jóns Thorodd-
sen; stórmerkri ljóðabók sem
nýtt og samnefnt forlag hefur
látið verða sitt fyrsta verk að gefa
út og fer í því sannarlega vel af
stað.
-pv.
Myndlist
Septem
saman
á ný
Hópurinn sýnir nú
á Vesturgötu 17
Meðlimir Septem hópsins í ís-
lenskri myndlist hafaopnáð
sýningu í Gallerí íslensk list að
Vesturgötu 17.
Septem hópurinn gegndi ntikil-
vægu hlutverki í íslenskri mynd-
listarsögu og nú gefst mönnum
tækifæri á að sjá myndir þeirra
saman á ný í salnum á Vesturgöt-
unni.