Þjóðviljinn - 10.12.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR
ABIVesturlandi
G-listinn
kominn
Kjördæmisráð Alþýðubanda-
lagsins í Vesturlandskjördæmi
hefur samþykkt framboðslista
flokksins til alþingiskosninganna
á næsta vori.
Listinn verður þannig skipað-
ur:
1. Skúli Alexandersson alþm.,
Hellissandi 2. Gunnlaugur Har-
aldsson forstöðum., Akranesi 3.
Ólöf Hildur Jónsdóttir bankam.,
Grundarfirði 4. Ríkharð Brynj-
ólfsson kennari, Hvanneyri 5.
Þorbjörg Skúladóttir háskóla-
nemi, Akranesi, 6. Sigurður
Helgason bóndi, Hraunholtum 7.
Sigurjóna Valdemarsdóttir hús-
móðir, Búðardal 8. Arni E. Al-
bertsson kennari, Ólafsvík 9.
Kristín Benediktsdóttir húsmóð-
ir, Stykkishólmi 10. Þórunn
Eiríksdóttir hútsmóðir, Kaðal-
stöðum.
„Petta er góður listi og það er
hugur í okkar fólki,“ sagði Skúli
Alexandersson í samtali við
Þjóðviljann í gær. _j
Finnar
Fá fréttir
á myndböndum
„Þessi fréttamiðstöð gefur út
fréttaefni á táknmáli á mynd-
böndum daglcga og sendir út til
áskrifenda“ sagði Gunnar Salv-
arsson skólastjóri Heyrnleys-
mgjaskólans, en hann hefur feng-
ið 40.000 króna styrk úr Menn-
ingarsjóði íslands og Finnlands til
þess að kynna sér gerð fréttaþátta
fyrir heyrnarlausa í Rovaniemi í
N-Finnlandi.
„Fréttirnar eru teknar úr einu
stærsta dagblaði Finnlands og
þegar áskrifandinn kemur heim
úr vinnu bíður hans spóla með
fréttum dagsins sem samsvarar
síðdegisblöðunum" sagði Gunn-
ar. „Þessi leið er mjög áhugaverð
hér þar sem við búum við fá-
menni og gífurlegan skort á
fréttaefni fyrir heyrnleysingja.“
Gunnar gerir ráð fyrir því að fara
utan á næsta ári og mun þá kynna
sér í smáatriðum framkvæmd,
fyrirkomulag og kostnað við
rekstur sem þennan.
-vd.
Innbrot
Eigendur
heita
verðlaunum
Eigendur skartgripaverslunar
Guðmundar Þorsteinssonar í
Bankastrætinu hafa heitið 100
þúsund króna verðlaunum fyrir
upplýsingar sem leiða til þess að
innbrotið í verslunina um helgina
upplýsist og þýfið komist til skila.
Eins og skýrt var frá í Þjóðvilj-
anum í gær komust innbrots-
mennirnir inn um glugga á bak-
hlið hússins og höfðu á brott með
sér skartgripi að verðmæti 3-4
miljónir króna, gullhringi og
hálsfestar. Eigendurnir hafa
ákveðið að greiða verðlaunaféð
úr eigin vasa.
Málið er í rannsókn hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins, en
lögreglan verst allra frétta af
rannsókninni.
-gg
Kjaramál
SVR-stjórinn hótar
Sveinn Björnsson ásakar Kristin Hraunfjörð vagnstjóra um brot í starfi
Það er engin tilviljun að ég fæ
þetta bréf nú. Ég tel að þarna
sé verið að búa til ástæðu til þess
að bola mér burt, sagði Kristinn
Hraunfjörð vagnstjóri frá SVR í
samtali við Þjóðviljann í gær, en
hann fékk í gærmorgun ábyrgð-
arbréf frá Sveini Björnssyni for-
stjóra SVR þar sem hann er sak-
aður um brot í starfi.
Kristinn var sem kunnugt er
einn þeirra vagnstjóra sem
lögðust veikir á mánudaginn með
þeim afleiðingum að ferðir SVR
röskuðust nokkuð. Tilgangur
vagnstjóranna með þessum að-
gerðum var að vekja athygli á
lágum launum, lélegum aðbún-
aði og óhóflegri yfirvinnu.
Bréf Sveins er dagsett 08.12.
og er svo hljóðandi: „Undirrituð-
um er kunnugt, að þú fellir niður
ferðir að eigin geðþótta og hirðir
ekki um gjaldtöku af farþegum.
Ekki verður unað við, að þú hald-
ir uppteknum hætti og haldir
áfram að gerast brotlegur í starfi
þínu sem vagnstjóri. Eftir mót-
töku þessa bréfs er þér uppálagt
að hafa tafarlaust samband við
undirritaðan.“
Kristinn fékk bréfið í hendur í
gær, skömmu áður en hann átti
að fara á vakt og gafst því ekki
tími til að hafa samband við
70 ár
Ræður
Kristjáns
Menningarsjóður hefur gefið
út bókina „Hjá fólkinu í Iandinu“
og geymir hún 25 ræður og ávörp
úr forsetatíð Kristjáns Eldjárns.
Bókin er gefin út í tilefni af því að
sjötíu ár voru liðin frá fæðingu
Kristjáns 6. desember siðastlið-
inn. Þórarinn sonur Kristjáns bjó
til prentunar.
I bókarkynningu er á það
minnst að tækifærisræður Krist-
jáns og ávörp hófust langt yfir til-
efni líðandi stundar, enda var
Kristján talinn einn bestur ræðu-
maður á sínum tíma. Hann var
„völundur á töluð orð og snjall
rithöfundur“ segir í bókarkynn-
ingunni og vitnar bókarefnið um
„ágætan leiðtoga og mennta-
mann sem átti töfrasprota
mælsku og listar".
í tilefni sjötugsafmælisins var
einnig stofnuð sérstök
rannsóknarstaða við Þjóðminja-
safnið, kennd við Kristján, og til-
efnið var einnig nýtt til að opna
myntsafn Þjóðminjasafns og
Seðlabanka.
Svein. Það hyggst hann hins veg-
ar gera í dag.
En um ásakanir Sveins sagði
Kristinn: „Sveinn veit og hefur
sagt það sjálfur að þessar ásakan-
ir eiga við alla sem aka niður
Laugaveginn, það er óhjákvæmi-
legt að þar falli niður ferðir og
mjög erfitt er að fylgjast ná-
kvæmlega með því hvort fólk
borgar það sem það á að borga.“
-gg
■QRFRÉTTIR"
Allir meinatæknar
nema yfirmeinatæknir Borgar-
spítalans hafa sagt upp störfum
og rennurendanleguruppsagna-
frestur þeirra út um áramótin.
Kjaramálafundur Meinatæknafé-
lagsins hefur lýst yfir eindregnum
stuðningi við meinatækna á spít-
alanum og hvetur til þess að
gengið verði að launakröfum
þeirra hið allra fyrsta.
Landbúnaðar-
ráðherra
hefur ákveðið að fela nefnd þeirri
sem lokið hefur úttekt á nýtingu
og rekstrargrundvelli sláturhúsa
að taka til hliðstæðrar rannsókn-
ar skipulag og rékstur mjólkurbú-
anna. í nefndinni eiga sæti þeir
Margeir Daníelsson, hagfræð-
ingur, Ari Skúlason, hagfræðing-
ur og Egill Bjarnason, ráðunaut-
ur.
Vinningurinn
í lukkupotti Hlaðvarpans kom á
miða nr. 1873. Vinninginn Nissan
Sunny wagon bifreið má vitja á
skrifstofu Hlaðvarpans, Vestur-
götu 3.
Kristján Eldjárn - „völundur á töluð orð
Fatlaðir
Mótmælt við Alþingishúsið
Framkvœmdasjóður fatlaðra skorinn niður um helming. Fatlaðir vist-
aðir í kvennafangelsi vegna húsnœðisleysis
Tilefni þessarra aðgerða er
miiljóna niðurskurður á
Framkvæmdasjóði fatlaðra á
hverju ári síðan iög voru sett um
þennan sjóð og framlög í hann.
Samkvæmt fjárlögum er niður-
skurðurinn um 50% á næsta ári,
framlagið átti að vera 200
milljónir en verður 110 milljónir,
sagði Magnús Þorgrímsson fram-
kvæmdastjóri Öryrkjabandalags
íslands í samtali við Þjóðviljann,
en bandalagið og Samtökin
Þroskahjálp standa fyrir aðgerð-
um á morgun fyrir framan Al-
þingishúsið.
Þessum aðgerðum hefur verið
gefið nafnið Skammdegisvaka
fatlaðra og eftir að safnast hefur
verið saman fyrir framan Alþing-
ishúsið kl. 14.00 hefst dagskrá á
Hótel Borg.
„Það ríkir hálfgert neyðar-
ástand í málefnum fatlaðra á ís-
landi“ sagði Magnús. „Fatlaðir fá
ekki þá þjónustu sem þeir eiga
rétt á samkvæmt lögum og til
dæmis fæst ekki sambýli fyrir fólk
sem aðstæðna vegna á erfitt með
að búa heima. Sem dæmi um
bráðabirgðalausnirnar þá má
nefna að nokkrir fatlaðir einstak-
lingar eru nú vistaðir í kvenna-
fangelsinu í Bitru, því annað hús-
næði fæst ekki.“
-vd.
Flokkarnir
Kratar háir
Skoðanakönnun um flokka-
fylgi í D V í gær sýnir sömu hneigð
meðai kjósenda og tvær síðustu
kannanir: Alþýðufiokkurinn
aflar sér fylgis hjá fyrri kjósend-
um Sjálfstæðisflokksins.
Þeir sem svöruðu ekki eða
sögðust óákveðnir voru stærsti
hópurinn, 43,6%, en af þeim sem
völdu sér flokk studdu 26,4% Al-
þýðuflokk, 17% Framsókn,
34,7% Sjálfstæðisflokk, 13,4%
Alþýðubandalag og 7,1%
Kvennalista.
Væru þetta kosningaúrslit
fengi Sjálfstæðisflokkurinn 23
þingmenn (nú 23), Alþýðuflokk-
ur 17 (nú 6), Framsóknarflokkur
11 (nú 14), Alþýðubandalag 8
(nú 10), Kvennalisti 4 (nú 3).
Stefán Valgeirsson ætti mögu-
leika á Norðurlandi eystra. m
I
Niðursuða K. Jónsson
Tjónið 45 miljónir
Sölustofnun lagmetis álítur að
tjónið vegna afturköllunar og
endursendingar á niðursoðinni
rækju sem fyrirtækið K.Jónsson
á Akureyri framleiddi og bætti útí
rotvarnarefninu Hexa sé um 45
miijónir. Þetta er í þriðja sinn á
tæpum áratug sem niðursuðu-
vörur frá K. Jónsson eru dæmdar
ónýtar.
Þessar upplýsingar komu fram
á Alþingi er sjávarútvegsráð-
herra svaraði fyrirspurn frá Skúla
Alexanderssyni en Skúli spurði
ma. um ástæður þessara óhappa
og hvort ráðherra teldi nægilegar
ráðstafnir gerðar til að koma í veg
fyrir áföll af þessu tagi.
í svari ráðherra kom fram að
framleiðslugallarnir voru í öll
skipti á ábyrgð framleiðandans.
Daglega séu tekin sýni af fram-
leiðslu niðursuðuverksmiðjanna
sem Rannsóknarstofnun fiskiðn-
aðarins metur en ráðherra taldi
útilokað að framkvæma reglu-
lega dýrar og tímafrekar mæ-
lingar til þess að sannreyna að
ekki séu í framleiðslunni þau
ótalmörgu aukaefni sem óheimilt
er að nota.
Miðvikudagur 10. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK
Námsráðgjafi
Viö leitum að námsráðgjafa fyrir skólann. Við
viljum efla ráðgjafar- og leiðbeiningarstarf fyrir
nemendur og auglýsum eftir karlmanni eða konu
til að hafa umsjón með því. Tilvalið starf fyrir
duglegan og hugmyndaríkan kennara, félags-
fræðing eðasálfræðing. Nánari upplýsingarveita
skólastjóri og ^ámsráðgjafi.
Iðnskólinn í Reykjavík.