Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 6
F|únar Ármann Arthúrsson neitaði því harðlega að hann væri að lesa upp úr Algjörum byrjendum: Sérðu ekki að þetta eru Rökkursögur Arthúrs frænda. Mynd. Sig. Sprenging unglingsáranna metrar á klukkustund... Éger fUgjör mm Bústaður undir kirkju Viö erum stödd í Bústöðum. í kjallara kirkjunnar. Undir safnað- arheimilinu. Unglingarnirsitjaog hlusta á upplestur. RúnarÁr- mann Arthúrsson er að lesa upp úrfyrstu skáldsögu sinni. Algjörir byrjendur. Það má þó heyra á öllu að Rúnar er enginn byrjandi. Hann nær unglingunum strax á sitt band. Neglir þá niður með vélbyssuskothríðtextans. Stuttar meitlaðarsetningar. Hraðinn einsog íamrískri hasarmynd. Krakkarnir með á nótunum. Þetta erþeirramál. Þeirraheimursem þarna er lýst. Þeirra uppátæki. Það þýðir ekkert að sitja og bíða eftir því að eitthvað gerist. Það verður bara að gera það. Sprengingin ertáknræn fyrir þau. Eftir upplesturinn lokar Rúnar bókinni og er hálf vandræða- legur. -Varþettaoflangt. -Nei, segja þau í einum kór. Þetta var svo skemmtilegt. -Þakka ykkur fyrir, segir Rúnar og spyr svo hvort þau vilji ræða um bókina. Fyrstervandræðaleg þögn. Svo tekur stúlka á sig rögg: Mér fannst þetta gott miðað við ung- lingasögur. Þessar unglinga- sögurerualltafsvoóraunsæjar. Þaðereinsog höfundarnirsetji sig aldrei íspor unglinganna. Þekki ekki til unglinga. En þetta er eitthvað sem gæti gerst. Við þekkjum þetta fólk sem þú varst að lýsa. Rúnarergreinilegaánægður með hólið. RúnarÁrmann Arthúrsson mœtir því fólki sem hann fjallar umískóldsögunni Algjörir byrjendur Ljósmyndarinn heimtar myndatöku. Ein stúlka vill ekki vera með. -Ég er á mótþróaskeiðinu. Mótþróaskeið rithöfundarins „Það var dálítið erfitt fyrir mig að setja mig í spor unglings kom- inn á fertugsaldurinn," segir Rúnar. Við sitjum á matsölustað í hjarta borgarinnar. Fyrr um daginn hafði Rúnar komið með rútu austan af Selfossi, en þar býr hann. „Það hafði einkennileg áhrif á mig að setja mig inn í þeirra til- finningalíf. Konan tók eftir því að ég fór að sýna ýmis hegðunar- einkenni, sem hún kannaðist ekki við einsog að neita að borða skyrið að ástæðulausu. Þegar hún benti mér á þetta fór ég að hafa áhyggjur af þessu. Ég hef heyrt sagt að meistari Þórbergur hafi haft svipaðar áhyggjur þegar hann skrifaði Sálminn um blóm- ið. Óttaðist mest að hann færi að pissa undir þegar hann var að segja frá Lillu Heggu á bleiustig- inu. En í bili er ég sloppinn frá unglingavandamálinu." Hvað er unglingabók Rúnar greinir frá því hvers- vegna hann réðst í að skrifa bók- ina Algjörir byrjendur. Það var eftir áeggjanfrá Birni Jónassyni á Svart á hvítu. „Eftir jólabókaflóðið í fyrra kom upp umræða um unglinga- bækur. Því var haldið fram að það þýddi ekkert að bjóða ung- lingum upp á bókmenntir. Það eina sem þeir vildu væru spennu- sögur og vinnukonurómanar. Ég var ósammála því. Sagði því við Björn að ég treysti mér til að skrifa unglingabók sem ung- lingum þætti ekki leiðinleg en væri jafnframt góð bók. Björn tók mig á orðinu. Þá er komið að erfiðari kafla. Ég vissi ekki hverju ég hafði verið að lofa upp í ermina. Hvað er unglingabók? Geta bara ung- lingar lesið unglingabók eða geta allir lesið hana. Það eina sem ég þóttist nokkuð viss um var, að ætli maður að skrifa fyrir ákveð- inn hóp þá skrifar maður um hann. Ég byrjaði á því að lesa kynstr- in ölí af unglingabókum og komst fljótt að niðurstöðu um hvernig bók ég vildi ekki skrifa. Það var hinsvegar erfiðara að finna bækur sem ég hefði getað hugsað mér að skrifa. Þó fann ég nokkrar slíkar, m.a. bók eftir dönsk hjón Berlinger að nafni. 16 dagar í september heitir hún. Ég gat vel hugsað mér að skrifa slíka bók, án þess þó að stæla hana. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 14. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.