Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.12.1986, Blaðsíða 16
IH LAUSAR STÖÐURHJÁ W REYKJAVÍKURBORG Staða listráðunauts á Kjarvalsstöðum Staða listráðunauts, sem jafnframt verður að- stoðarforstöðumaður Kjarvalsstaða, er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna til fjögurra ára frá 1. febrúar 1987 að telja. Umsækjendur skulu vera listfræðingar að mennt eða hafa víðtæka þekkingu á myndlistarmálum og í öðrum greinum, er snerta starfsemi Kjar- valsstaða. Launakjör eru skv. kjarasamningum. Umsóknum, er greini menntun og starfsferil sé skilað til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar á eyðublöðum, sem þar fást fyrir 15. janúar nk. Borgarstjórinn í Reykjavík 11. desember 1986 VEGAGERÐIN Utboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í veg og brú yfir Ölfusárós. Brúin er 360 m löng og vegur 560 m. Helstu magntölur brúar: Mótafletir Steypustyrktarjárn Eftirspennt járnal. Undirvatnssteypa Steypa 7500 m2 168 tonn 55 tonn 240 m3 2700 m3 Helstu magntölur vegar: Sandfylling 13200 m3 Hraunfylling 47000 m3 Grjótvörn 9000 m3 Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1988. Útboðsgögn verða seld hjá aðalgjaldkera Vega- gerðar ríkisins Borgartúni 5, 105 Reykjavík og á skrifstofu Vegagerðarinnar Breiðumýri 2, 800 Selfossi frá og með þriðjudeginum 16. des. 1986. Tilboðum skal skilað fyrir kl. 14.00 hinn 26. janúar 1987. Vegamálastjóri RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Utboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir- farandi: RARIK 86019: 125 stk. 25 KVA einfasa staura- spennar. Opnunartími: Þriðjudagur 3. febrúar 1987 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir opn- unartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með máoudeginum 15. des. 1986 og kosta kr. 300.- hvert eintak. Reykjavtk 12. Éaaamber 1986 Prentsmiöj* Þjóðviljans Framhaldsaðalfundur verður haldinn mánudaginn 22. desember kl. 12.00 að Síðumúla 6. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Stjórnin Ekki hraðsoðin lausn á Iffi nútímafólks SálfrœðingamirÁsdís Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydalsegja frá togstreitu nútímafólks. Þœrhafa sentfrá sérbókina Nútímafóik, sem veitirinnsýn í ýmsa þœtti sem varða lífeinstaklingsins í þjóðféiagi dagsins í dag Þær Ásdls Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal virða fyrir sér fyrsta eintakið af Nútímafólki. Mynd E.ÓI. Nútímafólk: Það eru mann- eskjurnar í þjóðfélagi dagsins ídag. Fólksemeraðreynaað samræma hina mismunandi þætti lífsins. Flestireru áfullu í sínu starfi en þrá einnig gott fjölskyldulíf. Manneskjan er klofin milli þriggja þátta lífsins, starfsins, fjölskyldunnarog félagslífsins. Nútímafólkið er að reyna að koma þessu heim og saman. Það eru þær Álfheiður Stefáns- dóttir og Guðfinna Eydal, sem skilgreina nútímamanninn á þennan hátt. Þær eru báðar sál- fræðingar að mennt og reka sam- an Sálfræðistöðina. Þær hafa nú sent frá sér bók, sem nefnist Nú- tímafólk. Bókin fjallar um ein- staklinginn í einkalífi og starfi. Stærstum hluta bókarinnar er reyndar varið í umfjöilun um sambúð einstaklinga. Sterk fjölskyldutengsl „Við vorum lengi búnar að ganga með þessa bók í magan- um,“ segja þær stöllur. „Þettaer í fyrsta skipti sem skrifuð er bók um raunveruleika íslensks fólks út frá þessum forsendum. Það hafa vissulega verið þýddar bækur um skylt efni en þær byggja á allt öðrum forsendum en riícja í okkar þjóðfélagi." Þær greina frá tvennu sem er öðruvísi farið hér á landi en í ná- grannalöndum okkar. í fyrsta lagi eru það fjölskyldutengslin, en þau eru mun sterkari hér en þekkist annarsstaðar á Norður- Íöndunum. Þessi miklu fjölskyld- utengsl geta haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á einkalíf fólks. „Fjölskyldan getur bæði veitt til- fínningalegan og fjárhagslegan stuðning t.d. þegar eitthvað kem- ur uppá, veikindi eða fjárhagserf- iðleikar. Hér er algengt að fjöl- skyldur aðstoði ungt fólk við að fjármagna íbúðakaup og áður en unga fólkið ræðst í kaup býr það oft á tíðum í foreldrahúsum. Það er ekki óalgengt að þrjár kyn- slóðir séu á heimili hér. En þessar sterku fjölskyldu- rætur geta einnig valdið töluverð- ri togstreitu, togstreitu sem getur farið illa með sambúð. Með því að vita orsök vandans er oft hægt að leysa hann.“ Vlnnuálagið Annað séríslenskt fyrirbæri er hið mikla vinnuálag. „Hér eru einstaklingarnir mjög uppteknir af sínu starfí en hafa jafnframt þá kröfu á sjálfa sig að lifa góðu einkalífí. Þessum tveim kröfum er oft erfitt að koma heim og sam- an, annarsvegar kröfunni um að vera sterkur einstaklingur og hinsvegar kröfunni um gott einkalíf. Sú breyting hefur orðið á fjölskyldunni á undanförnum árum, að hún samanstendur af sjálfstæðari einstaklingum en t.d. fyrir einni kynslóð síðan.“ í starfi sínu hafa þær Álfheiður og Guðfinna fundið að fólk leitar eftir upplýsingum um þætti, sem hafa áhrif á samskipti í sambúð og er mikið spurt um lesefni. „Fólk er orðið meðvitaðra um að þetta skiptir máli og bókinni er ætlað að gefa ákveðna innsýn í ýmsa þætti sambúðar þannig að Iesandinn geti áttað sig á sam- henginu í eigin lífi. Nútímamaðurinn vill bæði vera vitsmunavera og tilfinninga- vera. Spumingin snýst því um vægi milli þessara þátta. Tilfinn- ingahliðin vill oft verða út undan vegna tímaleysis og það sama gildir um þriðja þáttinn félags- hliðina. Þarna skapast því ákveð- in togstreita. Eitt sem er áberandi við nútímafólkið er að það vill leysa öll vandamál mjög fljótt. Fólk lifir í stöðugu kapphlaupi við tímann og hraðinn er svo mik- ill.“ Engir sambúðar- •rfiðl«lkar En hvernig unnu þœr stöllur bókina? „Við bjuggum til sameigin- legan ramma, sem við unnum út frá. Við höfum í mörg ár viðað að okkur efni enda verið með þessa bók í maganum í mörg ár. Fyrst var að ákveða hvað af þessu ætti erindi í bókina og þegar því var lokið skrifuðum við hvor sinn kaflann. Þegar því var lokið fór- um við yfir kaflana hjá hvorri annarri og að lokum fórum við sameiginlega yfir alla bókina.“ Komu þá ekki upp neinir sam- búðarerfiðleikar á meðan á vinnslu bókarinnar stóð? Nú hlæja þær og segja að vissu- lega hafi samband þeirra verið hálfgerð sambúð á meðan að þær skrifuðu bókina. „Samvinnan gekk hinsvegar mjög vel enda höfum við líkar hugmyndir um lífið og tilveruna og erum mjög vanar að vinna saman. Við kunn- um að varast vítin og komi upp ágreiningur erum við vanar að taka á slíku.“ í bókinni eru m.a. kaflar um stjúpforeldra og stjúpbörn og sögðust þær ekki vita til þess að áður hefði verið skrifað um vandamál sem kunna að koma upp við uppeldi stjúpbarna. Þá er einnig fjallað ýtarlega um skiln- aðinn en að sögn þeirra hefur skilnaðarumræðan verið mjög einhæf og fordómafull og ein- kennst af einföldum léttkeyptum útskýringum. „Skilnaður er hins- vegar djúpt og erfitt tilfinninga- mál fyrir þá sem standa í honum og hraðsoðnar lausnir því létt- vægar. Líf nútímafólksins er eitthvað allt annað en það bjóst við á ung- lingsárunum, mun flóknara og þetta verður það að horfast í augu við. Bókinni er ætlað að varpa ljósi á ýmsa þætti sem skipta oft máh í lífi einstaklingsins en henni er ekki ætlað að veita hraðsoðnar lausnir. Við töldum það skyldu okkar, jafnframt sem það var draumur okkar, að koma þeirri þekkingu á framfæri, sem við sitj- um inni með.“ -Sáf 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.