Þjóðviljinn - 18.12.1986, Page 2

Þjóðviljinn - 18.12.1986, Page 2
íslensk skáldverk i...i.:. ■ i;>,> v;;!^vi5®á ÆVISAGA DAVÍÐS Pétur Eggerz Davíð vinnur á skrifstofu snjalls fjármálamanns í Washington. Hann er í sífelldri spennu og í kringum hann er sífelld spenna. Vinur hans segir við hann: „Da- víð þú veist of mikið. Þú verður að fara frá Ameríku eins fljótt og auðið er. Þú ert orðinn eins og peningaskápur fullur af upplýs- ingum. Þeir vita að þú segir ekki frá. En þeir óttast að einhverjum slóttugum bragðaref takist að leika á þig, opna peningaskápinn og hagnýta sér upplýsingamar". 212 bls. Skuggsjá Verð: 1.525 kr. m. sölusk. Wr ÓIAHJR GUNNARSSON HEILAGUR ANDI OG ENGLAR VÍTIS Ólafur Gunnarsson Verslunar- og lyftingamaður Össur-Mamma ákveður að bjarga jörðinni eftir að hafa um árabil fengist við að smíða eilífð- arvél - án árangurs - milli þess sem hann afgreiðir í hannyrða- verslun móður sinnar. En alls staðar liggur hið illa í leyni og ekki heiglum hent að sjá við því. Forlagið Verð: 1.375 kr. KONUGUR AF ARAGON Matthías Johannessen Bókin hefur að geyma 30 smá- sögur, allar nýlegar eða nýjar af nálinni, ferskar að framsetningu, en ólíkar innbyrðis. Hér eru raun- sækjar sögur í hefðbundnum stíl, sögur um fólk sem lifað hefur og starfað á meðal vor og nöfnum ekki breytt, nýstárlegar sögur sem virðast gerast á mörkum draums, ímyndunarog veruleika. Léttur stíll, fjörugt ímyndunarafl og skarpt innsæi í mannlegt sál- arlíf einkennir þessar sögur. 182 bls. Almenna bókafélagið IMHRini r, bORSTLI ÁTJÁN SÖGUR ÚR ÁLFHEIMUM Indrlði G. Þorsteinsson Indriði G. Þorsteinsson hefur all- an sinn ritferil fengist mikið við smásagnagerð og eru ýmsar af smásögum hans í úrvalsflokki ís- lenskra smásagna. Átján sögur úr álfheimum er fjórða smá- sagnasafn hans. Þessar sögur hafa orðið til á alllöngum tima, hin elsta frá 1953 og yngstu sögurn- ar hafa verið fullgerðar síðast lið- ið haust. Hér kennir margra grasa og margs konar blæbrigða. Fjórar sagnanna gerast í útlöndum aðr- ar í Reykjavík og nokkrar út um sveitir. Hér eru bæði harmsögur og gamansögur, ádeilusögur og ástarsögur, en hvert sem efnið er nýtur sín vel hinn sérkennilegi og ofurlítið svali stíll höfundar. Almenna bókafélagið Verð: 1375 kr. BRÆÐURNIR í GRASHAGA Guðmundur Daníelsson „Bræðurnir í Grashaga" eftir sagnameistarann Guðmund Daníelsson kom fyrst út fyrir 50 árum og var strax mjög vel tekið. „Bókin virðist skrifuð svo að segja í einu andartaki og þeirri fagnaðarvímu, en sumir nefna innblástur - höfundurinn er sjálf- ur með af lífi og sál, frásagnar- gleðin geislar út frá hverri blað- síðu.“ „Þó er það enn sem fyrr stílgáfa höfundar og frásagnargleði, sem lyftir bókinni. - Guðmundur Daní- elsson er gæddur alveg óvenju- legri frásagnar- og stílgáfu." Tímaritið Iðunn 1936, Árni Hallgr. ritstj. Lögberg bókaforlag. Verð: 1.250 kr. Einar Már Guðmundsson EFTIRMALI REGNDROPANNA EFTIRMÁLI REGNDROPANNA Einar Már Guðmundsson Þessi þriðja skáldsaga Einars Más hefur þegar hlotið lof gagnrýnenda. Sögusviðið er lítið hverfi í Reykjavík en það hefur þó víðari skírskotun. Meðal þeirra sem koma við sögu má nefna Daníel prest, Sigríði konu hans, Herbert skólastjóra, sagnaglað- an söðlasmið, drukknaða sjó- menna og lauslátar konur. Orðstír Einars Más berst víða. Verk hans hafa verið þýdd á önnur Norðurlandamál og verið vel tekið. Hann er ef til vill íslensk- astur okkar ungu höfunda en þær íslensku aðstæður sem hann lýs- ir fá ævinlega almenna skír- skotun - snerta alla heimsbyggð- ina! Almenna bókafélagið Verð 1675.- LÍKIÐ í RAUÐA BÍLNUM Ólafur Haukur Símonarson Þetta er sakamálasaga og gerist í sjávarplássi á íslandi. Rann- sóknarlögreglunni i Reykjavík berst dularfullt nafnlaust bréf, sem leiðir til þess að Jónasi Hall- dórssyni rannsóknarlögreglu- manni er falið að grafast fyrir um sendandann. Jónas kemst að því, að kennari við grunnskólann í viðkomandi sjávarplássi er horf- inn, að því er virðist sporlaust og án þess nokkur hafi séð ástæðu til þess að lýsa eftir honum. Hvað veldur? Getur heilt þorp verið morðingi? Áður en yfir lýkur á Jónas lögreglumaður sjálfur fót- um fjör að launa. Bókin er 215 bls. Sögusteinn. Þjóðlegur fróðleikur ÁRM H.KÍRNSSDN HRiNGUR JÖHA.NNESSON í JÓLASKAPI eftir Árna Björnsson þjóð- háttafræðing og myndskreytt af Hringi Jóhannessyni lista- manni. Bókin lýsir þeim margvíslegu og gjörólíku athöfnum sem menn hafa öldum saman iðkað á jólum. Inn í frásögnina er fléttað verkum skálda að fornu og nýju, svo sem Ijóðum, sögum, jDulum, þjóð- sögum og köflum úr fornsögum. Bjallan. Verð: 909 kr. Frank Ponzi ÍSLAND Á 19. ÖLD Lciðangrar og listamem 19TH CEXTURY ICELAND Artists and Odysseys ÍSLAND Á 19. ÖLD Frank Ponzi Þeir komu með farfuglunum og fóru flestir með þeim aftur. Og hvort heldur þeir voru prinsar, vísindamenn, skáld eða lista- menn hafði ísland mikil áhrif á þá, þannig að sumum entist það lífið á enda. Svo má ráða af bókinni ísland á 19. öld, sem Frank Ponzi listfræðingur hefur samið um þessa erlendu ferðalanga hér á 19. öld. ísland á 19. öld gerir grein fyrir þessum sumargestum, ferðum þeirra um landið og at- höfnum þeirra hér, birtir áður óbirtar dagbækur úr íslandsferð- um tveggja prinsa, dansks og hollensks, en umfram allt fjallar hún um myndlist þessara ferða- langa og birtir hátt á annað hundrað myndir sem hér urðu til á 19. öld. Sumar þessara mynda höfum við áður séð í bókum, aðr- ar hefur höfundurinn grafið upp í listasöfnum víðsvegar í Evrópu eða Ameríku, jafnvel á heimilum. Að baki þessari bók liggja miklar rannsóknir, enda ber hún því vitni með sínu fagra yfirbragði og fjölda nýrra sagnfræðilegra og listfræðilegra upplýsinga. Með þessari bók - ekki síður en fyrirrennara hennar, ísland á 18. öld - hefur Frank Ponzi unnið frábært verk, þar sem nýtur sín í góðri einingu sagnfræði, lista- saga og örugg smekkvísi. Bókin er bæði á íslensku og ensku, óskagjöf til vina erlendis. Almenna bókafélaglð Verð: 3800 kr. SAGA ISAFJARÐAR og Eyrarhrepps hins foma ahMi uc7—mo SAGA ÍSAFJARÐAR Út er komið 2. bindi verksins . Saga ísafjarðar og nær það yfir tímabilið frá 1867-1920. Þar er greint frá vexti og byggingu ísa- fjarðarkaupstaðar, bæjarstjórn og bæjarmálum, skólum og menntamálum, félagshreyfing- um og félagsstarfsemi, trúmálum og dagleau lífi bæjarbúa á þessu tímabili. I næsta bindi verður svo fjallað um atvinnu- og hagsögu Isafjarðarkaupstaðar á sama tfmabili og rakin saga Eyrar- hrepps. Útgefandi er Sögufélag Isfirð- inga, dreifingu annast Hið ís- lenska bókmenntafélag. Verð: 2.500 kr. 1EBDBEHUI1I9LÍ ÖIL VE> MENN SKUGGSJÁ VIÐ ERUM ÖLL MENN Helga Halldórsdóttir frá Dagverðará Helga Halldórsdóttir segir hér frá fólki, sem hún kynntist sjálf á Snæfellsnesi, og einnig fólki, sem foreldrar hennar og aðrir sögðu henni frá. Þetta eru frá- sagnir af sérstæðum og eftir- minnilegum persónum, svo sem Magnúsi putta, Leirulækjar- Fúsa, Þórði sterka o.fl. Kafli er einnig um Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálara, og sagt er frá skáldunum Bólu-Hjálmari, Sig- urði Breiðfjörð, Jónasi Hallgríms- syni og Símoni Dalaskáldi. Mikið er af vísum í bókinni, sem margar hafa hvergi birst áður. 416 bls. Skuggsjá ÍSLENZK ÞjÓÐFRÆÐl ÆVISÖGUR ORÐA HALLtX>R HALLDCSRSSON ÆVISÖGUR ORÐA Halldór Halldórsson Bókin tileyrir þeim bókaflokki AB sem heitir íslensk þjóðfræði. Hún fjallar eins og nafnið bendir til um íslenskt mál. Hér eru tekin fyrir einstök orð og orðasambönd og saga þeirra rakin og skýrð svo langt sem heimildir ná til. Dæmi: í herrans nafni og fjörutíu, [ guð- anna bænum, Að taka einhvern

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.