Þjóðviljinn - 18.12.1986, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 18.12.1986, Qupperneq 10
VEFARINN MIKLI FRÁ MARQUES Gabríel Garcia Marques Ástin á tímum kólerunnar Mál og menning 1986 Það þætti tæpast tíðinda- eða tilþrifamikil gagnrýni að segja að Gabriel Garcia Marques sé nokk- uð slyngur rithöfundur og kunni vel til sinna verka. Enda harla undarlegt að standa í þeim spor- um að segja af eða á um jafn góð- an rithöfund og Marques er, því það er skemmst frá því að segja að þesi nýja ástarsaga hans er heillandi lesning og afsannar von- andi endanlega þá firru sem menn hafa verið að hamra á hver um annan þveran, að Nóbels- verðlaun séu ígildi bókmennta- legs dánarvottorðs. Að mörgu leyti minnir sagan á Hundrað ára einsemd, til dæmis í því að hún er kollektíf, myndar á vissan hátt heildstæðan heim og spannar um leið nokkurn veginn eina mannsævi. En hér er það ást- in sem er meginyrkisefni Marqu- es; önnur þjóðfélags- og mannlífsöfl þjóna sögunni sem einkar litskrúðugur bakgrunnur en eru engu að síður ofin inní rás sögunnar. Til að mynda er tals- vert vísað í hin endalausu borg-1 arastríð, en þau snerta furðu lítið verndaðan heim hinna ást- föngnu; stríðin koma þeim ekki við. Enda er hér ekki lýst neinni hvunndagsást. Frá því hinn hrif- næmi unglingur Flórentínó Aríza ber augum stúlkuna Fermínu Daza, sem þá er vart af barns- aldri, er hugur hans heltekinn af ást til hennar. Allt hans líf og öll hans breytni snýst aðeins um hana. Framan af er ástin gagn- kvæm, þar til Fermína lítur í augu Flórentínós einn daginn og verð- ur skyndilega ljóst að allt er þetta á misskilningi byggt. Flún giftist þeim menntaða aristókrata Júve- nal Úrbínó lækni, en Flórentínó bíður þolinmóður í hálfa öld, þar til Fermína verður ekkja og getur hann þá á áttræðisaldri tekið upp þráðinn við að sjarmera Ferm- xnu. Sumsé ástarþríhyrningur, en enginn venjulegur frekar en Marques var von og vísa. í persónu Florentínós Aríza eru fólgnar magnaðar andstæður; hann er holdgervingur þeirrar sönnu platónsku ástar, þar sem öllu er fórnað á altari gyðjunnar og hann eyðir biðtímanum, ævi sinni, í að skrifa ókeypis endalaus og eldheit ástarbréf á torginu fyrir alla sem vilja og bera ábyrgð á ófáum hjónaböndum. En hann gengur líka á milli griðkvenna og stundar hina holdlegu ást af sömu óseðjandi fíkninni sem einkennir þrá hans eftir Fermínu og leitar jafnvel á stúlkubörn skyld hon- um. í augum hans er þjáningin eftirsóknarverð, hann vill þjást fyrir ást sína rétt eins og Vertel ungi og fleiri góðir menn. Júvenal Úrbínó læknir er gagnstætt Flórentíno hófstilltur, maður hinnar staðföstu reglu. Hann er eiginmaður meðan hinn er elskhuginn. En hann hefur samt í sér þessar „öfgar“, öll þau fáheyrðu sérkenni sem einkenna persónusköpun Gabriels Garcia Marques. Tökum til að mynda viðhorf hans til læknislistarinnar. „Hann var fær um að sjá hvað hrjáði sjúkling af útlitinu einu og vantreysti stöðugt meira viðtek- inni lyfjagjöf og leit skelfingar- augum á auknar skurðaðgerðir. Hann sagði: „Skurðarhnífurinn er besta sönnun þess að lœknislist- in hefur brugðist. “ Hann áleit að strangt tekið vœru lyf eitur og að sjötíu prósent venjulegrar fæðu flýttu fyrir dauðanum. “ Hjónaband Fermínu og Úrbín- ós er fremur reglubundið og ást- lítið, sér í lagið samanborðið við hátterni Flórentínós. Hún játast honum ekki af ást og ekki vegna auðæfanna þótt Úrbínó sé eftir- sóttasti piparsveinn þessara tíma og af virðulegri ætt, heldur er mórallinn einhvern veginn: Jæja þá, fyrst þú endilega vilt. Enda lendir hún í hörðum deilum við tengdamóður sína og hjónaband- ið kemst oft í verulega hættu, til dæmis vegna deilna um sápu á klósettinu, sem Marques lýsir mjög skemmtilega. Marques notar í þessari sögu svipaða frásagnaraðferð og í fyrri sögum sínum og kenna má við spásögn. Hann segir í senn frá atburðum fortíðar og framtíðar og vefur þetta saman af miklum hagleik. Fyrsti og síðast kafli bókarinnar kallast á; gerast á efri árum persóna en á milli er farið aftur til fortíðar. Sögumaður er jafnan nálægur, notar til að mynda oft „okkar“ í lýsingum sínum, sem setur hann við hlið þeirra atburða sem gerast og vísa til þess að veruleiki sögunnar er honum tengdur. Það tekur því ekki hér að fara að tala um hið fræga magíska-raunsæi þeirra suðurameríkumanna. Raunveru- leikinn við Karabíska hafið hlýtur að setja mörg spurningar- merki við hefðbundinn skilning manna á „raunsæi“, en furðunum lýsir Marques eins og hverjum öðrum atburðum, raunsætt án þess að afdramatisera. Stílinn er fádæma auðugur og hrein unun að lesa texta sem fléttar svo glæsi- lega saman meginsögu og rækt við smáatriði þannig að ekki verður sundur skilið; stíll og saga verða eitt. Hér fylgir dæmi úr sambúðÚrbínós læknis og Ferm- ínu „Hann var fyrsti maðurinn sem Fermína Daza heyrði pissa. Hún heyrði það á brúðkaupsnótt í klefa skipsins sem þau fóru með til Frakklands, meðan hún lá ísjó- veiki, og henni þótti hestaspræn- an vera svo kraftmikil og gœdd slíku valdi að skelfingin jókst við skemmd þá sem hún óttaðist. Minning þessi skaust oft upp í huga hennar, eftir því sem árin minnkuðu kraftinn í bununni, Kristián Alb Kristján Albertsson Margs er að minnast Skráð hefur Jakob F. Ásgeirsson Almenna bókafélagið 1986 Þetta er ekki sjálfsævisaga, segir sögumaður, heldur „fremur slitróttir minningakaflar", sem Jakob F. Ásgeirsson hefur skráð eftir munnlegri frásögn og stuðst einnig við dagbækur og blaðaúr- klippur. Kristján Albertsson hefur kynnst mörgum merkum mönnum og borgum á langri ævi og vafalaust munu sumir menn telja að minningaþættir hans hefðu vel rúmað fleira en raun hefur á orðið. En ekki skal það gráta, heldur slá því föstu að úr samstarfí þeirra Kristjáns og Jak- obs hefur orðið einkar læsilegur texti og ágætlega fróðlegur. Kristján Albertsson er fæddur skömmu fyrir aldamót, missti föður sinn ungur, naut á námsár- um og lengi síðar mikils stuðnings frænda sinna Thorsaranna, gekk í Hafnarháskóla, var ritstjori og gagnrýnandi á Islandi, listaflakk- ari í Evrópu, lektor í Berlín á dögum Hitlers, síðar diplómat í 10 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN París, sat í Þýskalandsnefnd Sam- einuðu þjóðanna. Frásögninni lýkur þegar kemur fram á sjötta áratug aldarinnar. Hinn pólitíski þáttur bókarinn- ar er í rýrara lagi. Kristján AI- bertsson fjallar um þá hluti í anda umburðarlyndis („allir vilja vel“) en það umburðarlyndi hefur tals- verða slagsíðu. Kristjáni fannst það mikill ljóður á ráði bæði sós- íalista og Framsóknarmanna, hve óprúttnir þeir voru í pólitískum skrifum og kosningaslagsmálum og getur því enga samleið átt með slíkum mönnum - en hann gengur sallarólegur fram hjá grimmd og níði í íhaldsblöðum tímans, sem áldrei gátu hamið sig á mottu borgaralegs frjálslyndis eins og kunnugt er. Engin ástæða er til þess að saka Kristján um samúð með nasisma, þótt hann hafi starfað í ríki Hitlers, en hann hefur sérstæða hneigð til að telja nasismann annarra sök, „óhjá- kvæmilega afleiðingu“ Versala- friðar. Hann fellur auðveldlega fyrir persónutöfrum manna eins og Balbos flugkappa Mussolinis, og hirðir aldrei að vita það, að Balbo þessi stjórnaði svarts-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.