Þjóðviljinn - 18.12.1986, Síða 12

Þjóðviljinn - 18.12.1986, Síða 12
ATHYGLISVERÐ BÓK UM DULRÆN MÁLEFNI DRAUMAR OG ÆÐRI HANDLEIÐSLA Ingvar Agnarsson skráir í þessa bók af hógvœrð og vandvirkni frásagnir Aðalheiðar Tómasdóttur, eiginkonu sinnar. Helgi Vigfússon skrifar formála. Aðalheiftur Tómasdótlir Dyngja bókaútgáfa, Borgartúni 23 105 Reykjavík, S 91-36638, 91-28177 og 91-30913. Fjodor Dostojevskí: Fávitinn Á hlákublautum nóvembermorgni kemur Myshkin furstí til Pétursborgar, sérkenniJegur ■ungur maður sem er að koma frá Sviss þar sem hann hefur verið lengi sér tíl lækninga. Strax í lestinni kynnist hann mönnum sem eiga eftir að koma mikið við sögu hans. Þegar til borgarinnar kemur gefur hann sig fram við frændkonu sína, konu Jepantsjíns hershöfðingja og hittir dætur hennar þijár, rómaðar fyrir fegurð og hæfileika. Þar er líka ungi maðurinn Ganja sem helst vildi eiga yngstu dótturina en hefur ánetjast peningamönnum sem vilja kaupa hann til að kvænast samkvæmisdrottningunni dáðu, Við bjóðum til bókaveislu um þessi jól Nastösju Filippovnu. Nastasja reyndist verða í miðju vefsins sem spunninn er í sögunni og áður en varir er Myshkin fursti fastur í honum. Fávitirm er að verðleikum ein frægasta skáldsaga bókmenntasögunnar, spennandi eins og besti reyfari, atburðarásin fléttuð úr ástríðum, ástum, svikum og glæpum, persónur svipmiklar og eftirminnilegar, frásögnin sterkur straumur sem hrífur lesanda með sér. Bókin kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur úr rússnesku, fyrri hlutinn núna, seinni hlutinn næsta ár. Bókin er 342 bls. Verð: 1590.-. Mál og menning Skúffu- skáldið Graham Greene Graham Greene: Tíundi maðurinn. Skáldsaga. Árni Óskarsson þýddi. AB 1986. Rithöfundar eru furðulegt fólk á veraldarvísu og skrifa af innri þörf, meira að segja þegar þeir halda að þeir séu að selja hæst- bjóðanda hæfileika sína: setjið skáld á auglýsingastofu - það verður rekið eftir nokkra daga. Allt þetta sýnir sagan af við- skiptum Grahams Greenes við kvikmyndahölda. Hann hélt sem sé árið 1944 að hann væri hættur að vera rithöfundur, hefði ekki efni á þessu helvíti lengur, og gerði samning við MGM um kvikmyndahandrit. Útkoman, Tíundi maðurinn, sýnir að mað- urinn hefur gjörsamlega gleymt sér, sagan er umfram allt bók- menntaleg og snýst um innri átök: hún er ekki yfirborðsleg at- burðalýsing heldur sálfræðileg, aðalparsóna er ekki karlmenni heldur bleyða og aumingi sem enginn tekur eftir lengur en í fimm sekúndur í senn, ástir eru öfugsnúnar, andrúmsloftið mett- að hatri; Greene hefur kannski haldið að hann væri að skrifa létt og skemmtilegt kvikmyndahand- rit, en alveg óvart hefur andrúms- loft feigðar og eyðingar læðst inn í söguna. Forráðamenn MGM skelltu þessu vitaskuld ofan í skúffu undireins og kom ekki til hugar að filma þessi ósköp. En sagan fannst fyrir einhverja til- viljun árið 1983 og heimurinn fékk enn einn traustan Greene- reyfarann. Fagurbókmenntir, reyfarar, skáldskapur, afþreying - hvar stendur Graham Greene? í hvaða skúffu á hann heima? Öllum finnst skemmtilegt að lesa bækurnar hans, en samt er hann Takið mark á Herdís Egilsdóttir Eyrun á veggjunum Æskan 1986 Pessi barnabók er lögð í munn fimm ára telpu, sem á yngri bróður og eldri systur og mömmu - pabbi er annarsstaðar eins og gengur á okkar tíð. „í>að er allt í lagi, því að það eru engin læti á heimilinu út af því eins og sums staðar". Eitt stef verður rauður þráður í bókinni: telpunni finnst óhæfa að fullorðnir haga sér við krakka eins og þau væru bjánar sem ekk- ert skilja. Þessa fordóma vill hún gjama hrekja - og gengur mis- jafnlega. Stundum er hún feikna- lega klók - eins og þegar hún kemst að þeirri niðurstöðu að besta aðferðin til að vemda litla bróður fyrir hrekkjusvínum sé sú að láta versta hrekkjusvínið passa hann! En stundum snúast klókindin gegn henni - eins og þegar hún er að reikna það út, hvemig það sé að eiga hálfsystur - eða hálfa systur: skyldi slík stelpa vera skorin sundur um miðju eða eftir endilöngu? Með þetta stef leikur Herdís yfirleitt rösklega og skemmtilega 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.